Skoðun

Ísland úr NATO! – Nema við séum í ríkisstjórn

Árni Múli Jónasson skrifar

Á heimasíðu Vinstri grænna segir:

„Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur áherslu á að Ísland segi sig úr NATO.“

Í ljósi þessarar skýru og skorinorðu stefnu VG fannst mjög mörgum athyglisvert og mörgum óþægilegt að fylgjast með „glæsilegri“ frammistöðu Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, á leiðtogafundi NATO fyrr á árinu. Ekki varð annað séð en hún væri þar á heimavelli.

Gamalt slagorð herstöðvaandstæðinga, „Ísland úr NATO!“, virðist í meðförum Vinstri grænna orðið „Ísland úr NATO! – Nema við séum í ríkisstjórn“.

Sósíalistaflokkurinn nálgast málin með allt öðrum hætti og leggur til að Ísland „vinni að því að koma á stofnun friðarbandalags meðal þjóða í stað hernaðarbandalags“.

Og þið getið treyst því að forystufólk Sósíalistaflokksins mun ekki spranga um á leiðtogafundum NATO, í góðu stuði á heimavelli.

Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×