Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2021 16:23 Útlit er fyrir að notkun Covid-hraðprófa komi til með að aukast til muna. Vísir/Vilhelm Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. Grímuskylda á viðburðum utandyra er felld brott í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Þá er skýrt að einkasamkvæmi geti verið fram yfir miðnætti í veislusölum og sambærilegu húsnæði þar sem vínveitingaleyfi er ekki nýtt þó það kunni að vera til staðar. Vísir greindi frá því að lögregla hafi átt í útistöðum við veislugesti í félagsheimili á Norðurlandi þegar reynt var að vísa þeim heim eftir klukkan 23 á grundvelli vínveitingaleyfis sem þar var í gildi. Heilbrigðisráðuneytið segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að talin hafi verið ástæða til að skýra áðurnefnda heimild. Geta fellt grímuna á viðburðum Í gær tilkynntu stjórnvöld að til stæði að leyfa allt að 500 manna viðburði með notkun hraðprófa. Nú liggur fyrir ákvörðun um að á viðburðum þar sem hraðpróf eru nýtt verður fólki heimilt að taka niður grímu þegar það situr. Enn fremur verður börnum á leik- og grunnskólaaldri heimilt að mæta á slíka viðburði án þess að krafist sé niðurstöðu úr hraðprófi. Grímuskylda hefur almennt ekki verið utandyra nema á viðburðum svo sem íþróttakappleikjum þar sem gestir eru sitjandi en ekki hægt að virða eins metra nálægðarmörk. Með reglugerðinni sem tekur gildi á morgun verður ekki lengur þörf á að bera grímu við þessar aðstæður utandyra. Svandís Svavarsdóttir kynnti framhald samkomutakmarkana að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Þá átti enn eftir að kynna nánari útfærslu hraðprófa. Stefnt er að því að framkvæmd hraðprófa verði komin á fullt skrið um miðjan september og að prófin verði þá gjaldfrjáls. Í undirbúningi er að leita samninga um framkvæmdina. Mikil óvissa hefur verið um fyrirkomulag hraðprófa á viðburðum og viðburðahaldarar kallað eftir því að stjórnvöld standi undir kostnaði við þau. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins hefur verið fundað með hagsmunaaðilum sem standa fyrir stórum viðburðum til samráðs um frekari útfærslu. Áfram 200 manna samkomutakmörk en nú með undantekningum Nýja reglugerðin tekur gildi á morgun og gildir til og með 3. september. Í henni er 200 manna fjöldatakmark og eins metra nálægðarregla áfram meginstefið í samkomustakmörkunum stjórnvalda. Samhliða því verður takmörkunum á fjölda gesta á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum aflétt og fjarlægðaregla á sitjandi viðburðum felld úr gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Hér má lesa nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir óboðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónleika Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf. 26. ágúst 2021 20:56 Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða. 18. ágúst 2021 09:01 Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin og óvíst hvað kemur í staðinn Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Sjá meira
Grímuskylda á viðburðum utandyra er felld brott í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Þá er skýrt að einkasamkvæmi geti verið fram yfir miðnætti í veislusölum og sambærilegu húsnæði þar sem vínveitingaleyfi er ekki nýtt þó það kunni að vera til staðar. Vísir greindi frá því að lögregla hafi átt í útistöðum við veislugesti í félagsheimili á Norðurlandi þegar reynt var að vísa þeim heim eftir klukkan 23 á grundvelli vínveitingaleyfis sem þar var í gildi. Heilbrigðisráðuneytið segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að talin hafi verið ástæða til að skýra áðurnefnda heimild. Geta fellt grímuna á viðburðum Í gær tilkynntu stjórnvöld að til stæði að leyfa allt að 500 manna viðburði með notkun hraðprófa. Nú liggur fyrir ákvörðun um að á viðburðum þar sem hraðpróf eru nýtt verður fólki heimilt að taka niður grímu þegar það situr. Enn fremur verður börnum á leik- og grunnskólaaldri heimilt að mæta á slíka viðburði án þess að krafist sé niðurstöðu úr hraðprófi. Grímuskylda hefur almennt ekki verið utandyra nema á viðburðum svo sem íþróttakappleikjum þar sem gestir eru sitjandi en ekki hægt að virða eins metra nálægðarmörk. Með reglugerðinni sem tekur gildi á morgun verður ekki lengur þörf á að bera grímu við þessar aðstæður utandyra. Svandís Svavarsdóttir kynnti framhald samkomutakmarkana að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Þá átti enn eftir að kynna nánari útfærslu hraðprófa. Stefnt er að því að framkvæmd hraðprófa verði komin á fullt skrið um miðjan september og að prófin verði þá gjaldfrjáls. Í undirbúningi er að leita samninga um framkvæmdina. Mikil óvissa hefur verið um fyrirkomulag hraðprófa á viðburðum og viðburðahaldarar kallað eftir því að stjórnvöld standi undir kostnaði við þau. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins hefur verið fundað með hagsmunaaðilum sem standa fyrir stórum viðburðum til samráðs um frekari útfærslu. Áfram 200 manna samkomutakmörk en nú með undantekningum Nýja reglugerðin tekur gildi á morgun og gildir til og með 3. september. Í henni er 200 manna fjöldatakmark og eins metra nálægðarregla áfram meginstefið í samkomustakmörkunum stjórnvalda. Samhliða því verður takmörkunum á fjölda gesta á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum aflétt og fjarlægðaregla á sitjandi viðburðum felld úr gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Hér má lesa nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir óboðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónleika Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf. 26. ágúst 2021 20:56 Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða. 18. ágúst 2021 09:01 Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin og óvíst hvað kemur í staðinn Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Sjá meira
Segir óboðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónleika Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf. 26. ágúst 2021 20:56
Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða. 18. ágúst 2021 09:01
Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45