Lán fyrir áhættufíkla eða venjulegt fólk Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. ágúst 2021 09:01 Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á þaki yfir höfuðið. Fæst höfum við ráð á því án þess að taka háar fjárhæðir að láni til margra ára. Höfðuðmáli skiptir að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Eins og staða mála er í dag vitum við bara í besta falli hver fyrsta afborgun verður. Síðan ekki söguna meir. Þörf fyrir kristalskúlu Á að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt, á það vera með föstum eða breytilegum vöxtum? Hvað á að gera þegar gluggi opnast fyrir endurfjármögnun á lánstímanum? Það má með sanni segja að hér séu lántakendur settir í stöðu sem er helst fyrir áhættufíkla. Þeir þurfa að velta fyrir sér hver verðbólgan verður, vaxtastigi, gengi krónunnar og þróun launa. Ætti að láta kristalskúlu fylgja hverju láni til að geta rýnt í framtíðina? Byrðin þyngist og þyngist Seðlabankinn hækkaði nýverið vexti úr 1% í 1,25%. Stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Vaxtakostnaður af 30 milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að 75 þúsund krónur á ári eða rúmar 6.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Frekari vaxtahækkunum er spáð og greiðslubyrðin mun hækka enn. Þessu til viðbótar er verðbólga mikil, liðlega 4% og ekki útlit fyrir að hún lækki á næstunni. Ávísun á vandræði Það er full ástæða til þess að óttast að þessi þróun leiði til þess að margar fjölskyldur lendi í erfiðleikum, ekki síst ungt fólk, sem hefur spennt bogann til hins ýtrasta. Staða þessara lántaka verður erfið, jafnvel óbærileg. Þeir fagna trúlega ekki vaxtahækkuninni eins og Seðlabankastjórinn! Tækifæri til úrbóta Aldrei verður hægt að eyða allri óvissu eða áhættu en það er hægt að draga verulega úr henni. Það verður helst gert með því að auka stöðugleika, draga úr gengissveiflum, minnka verðbólgu og halda vaxtastigi lágu. Leiðin til þess er að tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu og í fyllingu tímans með því ganga í ESB og taka upp evru. Það mun skapa nýjar forsendur í fjármálum heimila, fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild. Þess vegna er það stefna Viðreisnar. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á þaki yfir höfuðið. Fæst höfum við ráð á því án þess að taka háar fjárhæðir að láni til margra ára. Höfðuðmáli skiptir að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Eins og staða mála er í dag vitum við bara í besta falli hver fyrsta afborgun verður. Síðan ekki söguna meir. Þörf fyrir kristalskúlu Á að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt, á það vera með föstum eða breytilegum vöxtum? Hvað á að gera þegar gluggi opnast fyrir endurfjármögnun á lánstímanum? Það má með sanni segja að hér séu lántakendur settir í stöðu sem er helst fyrir áhættufíkla. Þeir þurfa að velta fyrir sér hver verðbólgan verður, vaxtastigi, gengi krónunnar og þróun launa. Ætti að láta kristalskúlu fylgja hverju láni til að geta rýnt í framtíðina? Byrðin þyngist og þyngist Seðlabankinn hækkaði nýverið vexti úr 1% í 1,25%. Stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Vaxtakostnaður af 30 milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að 75 þúsund krónur á ári eða rúmar 6.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Frekari vaxtahækkunum er spáð og greiðslubyrðin mun hækka enn. Þessu til viðbótar er verðbólga mikil, liðlega 4% og ekki útlit fyrir að hún lækki á næstunni. Ávísun á vandræði Það er full ástæða til þess að óttast að þessi þróun leiði til þess að margar fjölskyldur lendi í erfiðleikum, ekki síst ungt fólk, sem hefur spennt bogann til hins ýtrasta. Staða þessara lántaka verður erfið, jafnvel óbærileg. Þeir fagna trúlega ekki vaxtahækkuninni eins og Seðlabankastjórinn! Tækifæri til úrbóta Aldrei verður hægt að eyða allri óvissu eða áhættu en það er hægt að draga verulega úr henni. Það verður helst gert með því að auka stöðugleika, draga úr gengissveiflum, minnka verðbólgu og halda vaxtastigi lágu. Leiðin til þess er að tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu og í fyllingu tímans með því ganga í ESB og taka upp evru. Það mun skapa nýjar forsendur í fjármálum heimila, fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild. Þess vegna er það stefna Viðreisnar. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar