„Það er ekki sjálfhverfa að setja sig í fyrsta sæti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:31 Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali ræddi við Evu Laufey Kjaran í Ísland í dag. Stöð 2 „Ég var 48 ára vinnualki, allt of þung, í engu sambandi við sjálfa mig og ég gat þetta,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali, sem tók þá ákvörðun fyrir fjórum árum að gjörbreyta lífi sínu. Ásdís var orðin mjög þreytt á sjálfri sér og því lífi sem hún lifði. „Á þessum tíma var ég 95 kíló og rosalega ósátt með lífið, ég var alltaf pirruð og reið,“ segir Ásdís um augnablikið þegar hún hlustaði á fyrirlestur David Goggins, sem sagðist áður hafa verið reiður og feitur. „Hann horfir í augun á fimm þúsund manna sal og spyr „Ef ég læsi ævisöguna þína, myndi hún hafa áhrif á mig?“ Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, maður fór bara í trans. Nei þetta er ömurleg ævisaga sem ég er að skrifa. Ég er 48 ára, ég er 95 kíló, ég er orkulaus, ég vinn allt of mikið, ég er aldrei til staðar og ég er ótrúlega ósátt við mig. Ég var eiginlega í vondu sambandi við sjálfa mig.“ Ekkert sjónvarp í tvö ár Þessi fyrirlestur breytti lífi Ásdísar og hugarfari til framtíðar. „Ég hugsaði bara, ég get ekki skrifað þessa sögu lengur, mig langar ekki að vera þessi manneskja, mig langar ekki að mamman sem börnin nenna ekki að umgangast.“ Hún fór frá því að hugsa lítið sem ekkert um heilsuna yfir í það að hreyfa sig daglega, borða betur, minnka álag í vinnunni, vinna minna og skráði sig meðal annars í Landvættina. „Ég horfði ekki á sjónvarp í tvö ár, fór að sofa klukkan tíu og vaknaði klukkan fimm á morgnana. Þá fann ég rútínuna mína.“ Ásdís byrjaði að hlaupa og hreyfa sig á morgnanna og það breytti miklu fyrir hana. „Ég tók ákvörðun um að ég vildi ekki vera þessi manneskja lengur, af því að mér líkaði svo illa við hana,“ útskýrir Ásdís. „Ég áttaði mig á því að vandamálið var alltaf ég.“ Maður þarf að fyrirgefa sjálfum sér Ásdís segir að þegar hún horfi til baka sjái hún að það sé einfaldlega nauðsynlegt að taka skurðpunkt. „Allt sem ég hef gert skiptir ekki máli. Allt sem ég hef sagt, allt sem ég hef gert illa, ég ætla aldrei að draga það upp.“ Ásdís var komin með nóg og tók málin í sínar hendur og byrjaði smám saman að hreyfa sig, hún fann að hún gat meira með hverjum deginum og ákvað meðal annars að skrá sig í Landvætti en það gengur út á að klára eina þraut í hverjum landsfjórðungi Íslands, gönguskíðakeppni á Vesturlandi, náttúruhlaup á norðurlandi og víðavatnssund á austurlandi. „Maður þarf svolítið að fyrirgefa sjálfum sér allt sem að maður hefði viljað gera betur. Ef þú getur ekki fyrirgefið sjálfri þér, þá getur þú ekki náð bata. Næsti fasi var svo að hætta að hafa áhyggjur af hinum.“ Óumbeðnar athugasemdir Ásdís segir að þegar hún lá uppi í sófa og horfði á sjónvarpið í marga klukkutíma öll kvöld, hafi enginn sagt neitt við hana. En þegar hún byrjaði að vakna snemma alla daga, æfa tvisvar á dag eða taka út sykur virtust allir vilja koma með óumbeðnar athugasemdir. „Fólk hafði svo miklar skoðanir, ég fór náttúrulega í svo miklar öfgar.“ Hún svaf samt betur og leið betur, hreyfði sig og var miklu orkumeiri. „Ég fékk enga gagnrýni þegar ég var vanvirk og óheilbrigð. Það hefur ekkert með þyngd að gera. Þú getur alveg verið 95 kíló og heilbrigð en ég var 95 kíló og óheilbrigð.“ Stolt af sér í dag Ásdís segir að í dag sé hún með viðhorfið mér er alveg skítsama, gagnvart óumbeðnum athugasemdum og ráðleggingum frá fólki sem er ekki sérfræðingar. „Lífið er miklu auðveldara hjá mér núna, andlega, líkamlega og sjálfsvirðingarlega.“ Ásdís hugsar einstaklega vel um heilsuna og hefur gert undanfarin ár, það hafa þó komið tímabil sem hún dettur aðeins úr gírnum og í eitt skiptið fannst henni hún detta of lengi úr gírnum og fann á sér að ekki var allt með felldu. Kom þá í ljós að hún var byrjuð á breytingaskeiðinu sem hafði mikil áhrif á hana og hún ákvað að hugsa enn betur um mataræðið, tók út allan sykur meðal annars úr mataræðinu sem hún segir hafa virkað mjög vel. „Ég er rosalega stolt af þessari konu sem ég er í dag. Mér líkar svakalega vel við hana. Þessi saga á erindi svo víða, af því að það eru svo margar Ásdísar þarna úti sem að gætu átt miklu betra líf ef þær myndu velja sig og setja sig í fyrsta sæti. Það er ekki sjálfhverfa að setja sig í fyrsta sæti, vegna þess að ef þú ert ekki í standi þá ertu ekki í standi fyrir neinn í kringum þig.“ Hún borðar betur og hefur sýnt frá ótrúlega girnilegum réttum á Instagram síðu sinni og hefur elsti sonur hennar hjálpað henni að elda frá grunni og einblína þau á fjölbreytta og holla matseld. Hægt er að skoða Instagram síðu Ásdísar HÉR. Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Draumaferill Atla Freys hjá Hugo Boss, Prada og Hermès „Þetta hafa ekki eingöngu verið kampavínsboð og tískusýningar,“ segir Atli Freyr Sævarsson um feril sinn innan tískubransans. 24. ágúst 2021 13:48 Flugferð með RAX: Upplifði algjört skilningsleysi þegar eldgosið hófst „Maður veit aldrei hvaða ljósmynd lifir, en það eru nokkrar sem lifa og eignast sjálfstætt líf,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. 23. ágúst 2021 15:30 Eins og að vera nöguð að innan: „Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum“ Veronika Kristín Jónasdóttir byrjaði að finna fyrir magaverkjum árið 2006, hún lýsir verkjunum þannig að það hafi verið eins og einhver væri að naga hana að innan. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Ásdís var orðin mjög þreytt á sjálfri sér og því lífi sem hún lifði. „Á þessum tíma var ég 95 kíló og rosalega ósátt með lífið, ég var alltaf pirruð og reið,“ segir Ásdís um augnablikið þegar hún hlustaði á fyrirlestur David Goggins, sem sagðist áður hafa verið reiður og feitur. „Hann horfir í augun á fimm þúsund manna sal og spyr „Ef ég læsi ævisöguna þína, myndi hún hafa áhrif á mig?“ Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, maður fór bara í trans. Nei þetta er ömurleg ævisaga sem ég er að skrifa. Ég er 48 ára, ég er 95 kíló, ég er orkulaus, ég vinn allt of mikið, ég er aldrei til staðar og ég er ótrúlega ósátt við mig. Ég var eiginlega í vondu sambandi við sjálfa mig.“ Ekkert sjónvarp í tvö ár Þessi fyrirlestur breytti lífi Ásdísar og hugarfari til framtíðar. „Ég hugsaði bara, ég get ekki skrifað þessa sögu lengur, mig langar ekki að vera þessi manneskja, mig langar ekki að mamman sem börnin nenna ekki að umgangast.“ Hún fór frá því að hugsa lítið sem ekkert um heilsuna yfir í það að hreyfa sig daglega, borða betur, minnka álag í vinnunni, vinna minna og skráði sig meðal annars í Landvættina. „Ég horfði ekki á sjónvarp í tvö ár, fór að sofa klukkan tíu og vaknaði klukkan fimm á morgnana. Þá fann ég rútínuna mína.“ Ásdís byrjaði að hlaupa og hreyfa sig á morgnanna og það breytti miklu fyrir hana. „Ég tók ákvörðun um að ég vildi ekki vera þessi manneskja lengur, af því að mér líkaði svo illa við hana,“ útskýrir Ásdís. „Ég áttaði mig á því að vandamálið var alltaf ég.“ Maður þarf að fyrirgefa sjálfum sér Ásdís segir að þegar hún horfi til baka sjái hún að það sé einfaldlega nauðsynlegt að taka skurðpunkt. „Allt sem ég hef gert skiptir ekki máli. Allt sem ég hef sagt, allt sem ég hef gert illa, ég ætla aldrei að draga það upp.“ Ásdís var komin með nóg og tók málin í sínar hendur og byrjaði smám saman að hreyfa sig, hún fann að hún gat meira með hverjum deginum og ákvað meðal annars að skrá sig í Landvætti en það gengur út á að klára eina þraut í hverjum landsfjórðungi Íslands, gönguskíðakeppni á Vesturlandi, náttúruhlaup á norðurlandi og víðavatnssund á austurlandi. „Maður þarf svolítið að fyrirgefa sjálfum sér allt sem að maður hefði viljað gera betur. Ef þú getur ekki fyrirgefið sjálfri þér, þá getur þú ekki náð bata. Næsti fasi var svo að hætta að hafa áhyggjur af hinum.“ Óumbeðnar athugasemdir Ásdís segir að þegar hún lá uppi í sófa og horfði á sjónvarpið í marga klukkutíma öll kvöld, hafi enginn sagt neitt við hana. En þegar hún byrjaði að vakna snemma alla daga, æfa tvisvar á dag eða taka út sykur virtust allir vilja koma með óumbeðnar athugasemdir. „Fólk hafði svo miklar skoðanir, ég fór náttúrulega í svo miklar öfgar.“ Hún svaf samt betur og leið betur, hreyfði sig og var miklu orkumeiri. „Ég fékk enga gagnrýni þegar ég var vanvirk og óheilbrigð. Það hefur ekkert með þyngd að gera. Þú getur alveg verið 95 kíló og heilbrigð en ég var 95 kíló og óheilbrigð.“ Stolt af sér í dag Ásdís segir að í dag sé hún með viðhorfið mér er alveg skítsama, gagnvart óumbeðnum athugasemdum og ráðleggingum frá fólki sem er ekki sérfræðingar. „Lífið er miklu auðveldara hjá mér núna, andlega, líkamlega og sjálfsvirðingarlega.“ Ásdís hugsar einstaklega vel um heilsuna og hefur gert undanfarin ár, það hafa þó komið tímabil sem hún dettur aðeins úr gírnum og í eitt skiptið fannst henni hún detta of lengi úr gírnum og fann á sér að ekki var allt með felldu. Kom þá í ljós að hún var byrjuð á breytingaskeiðinu sem hafði mikil áhrif á hana og hún ákvað að hugsa enn betur um mataræðið, tók út allan sykur meðal annars úr mataræðinu sem hún segir hafa virkað mjög vel. „Ég er rosalega stolt af þessari konu sem ég er í dag. Mér líkar svakalega vel við hana. Þessi saga á erindi svo víða, af því að það eru svo margar Ásdísar þarna úti sem að gætu átt miklu betra líf ef þær myndu velja sig og setja sig í fyrsta sæti. Það er ekki sjálfhverfa að setja sig í fyrsta sæti, vegna þess að ef þú ert ekki í standi þá ertu ekki í standi fyrir neinn í kringum þig.“ Hún borðar betur og hefur sýnt frá ótrúlega girnilegum réttum á Instagram síðu sinni og hefur elsti sonur hennar hjálpað henni að elda frá grunni og einblína þau á fjölbreytta og holla matseld. Hægt er að skoða Instagram síðu Ásdísar HÉR.
Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Draumaferill Atla Freys hjá Hugo Boss, Prada og Hermès „Þetta hafa ekki eingöngu verið kampavínsboð og tískusýningar,“ segir Atli Freyr Sævarsson um feril sinn innan tískubransans. 24. ágúst 2021 13:48 Flugferð með RAX: Upplifði algjört skilningsleysi þegar eldgosið hófst „Maður veit aldrei hvaða ljósmynd lifir, en það eru nokkrar sem lifa og eignast sjálfstætt líf,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. 23. ágúst 2021 15:30 Eins og að vera nöguð að innan: „Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum“ Veronika Kristín Jónasdóttir byrjaði að finna fyrir magaverkjum árið 2006, hún lýsir verkjunum þannig að það hafi verið eins og einhver væri að naga hana að innan. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Draumaferill Atla Freys hjá Hugo Boss, Prada og Hermès „Þetta hafa ekki eingöngu verið kampavínsboð og tískusýningar,“ segir Atli Freyr Sævarsson um feril sinn innan tískubransans. 24. ágúst 2021 13:48
Flugferð með RAX: Upplifði algjört skilningsleysi þegar eldgosið hófst „Maður veit aldrei hvaða ljósmynd lifir, en það eru nokkrar sem lifa og eignast sjálfstætt líf,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. 23. ágúst 2021 15:30
Eins og að vera nöguð að innan: „Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum“ Veronika Kristín Jónasdóttir byrjaði að finna fyrir magaverkjum árið 2006, hún lýsir verkjunum þannig að það hafi verið eins og einhver væri að naga hana að innan. 18. ágúst 2021 12:31