Kjósum ungt fólk á Alþingi Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifa 23. ágúst 2021 14:30 Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er gjarnan útskýrð með þeim hætti að ekki sé raunverulegur áhugi eða þekking fyrir hendi og að ungt fólk kjósi bara „það sem pabbi og mamma kjósa“. Slíkar alhæfingar eru hættulegar og kynda undir þá fordóma sem ávallt hafa verið til staðar gagnvart ungu fólki í pólitík. Við sjáum þessa fordóma svart á hvítu þegar talað er um dómsmálaráðherra sem fermingarkrakka eða stelpukjána. Ungt fólk fær gjarnan að sinna stöðu áheyrnarfulltrúa en fær ekki raunverulegt sæti við borðið. Samtal við ungt fólk virðist einungis viðhaft því það þykir móðins. Því erum við enn á villigötum þrátt fyrir að mantran um mikilvægi ungs fólks í pólitík hafi verið kveðin ár eftir ár. Ungt fólk vill sæti við borðið Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur færst í aukana á undanförnum misserum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þessa hóps. Finna má unga aðgerðarsinna í hverju horni sem krefjast þess að markviss skref séu tekin í átt að betra samfélagi og betri heimi. Áberandi baráttumál eru jafnrétti allra samfélagshópa og róttæk skref í loftslagsmálum. Ungt fólk krefst þess í auknum mæli að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvörðunartöku um málefni sem varða eigin framtíð og framtíð komandi kynslóða. Þrátt fyrir að framboð á ungu fólki í pólitík hafi aukist til muna hefur fulltrúum þess á þingi ekki fjölgað að sama skapi. Landið okkar er fullt af ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterka skoðun á hvernig samfélagi það vill búa í. Það sýnir sig á þeim fjölda ungs fólks sem býður fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar; en þess má geta að listar Vinstri grænna státa af 24 ungliðum. Pólitík án aðgreiningar Fulltrúar á Alþingi ættu að standa fyrir, og vera, þverskurður af samfélaginu. Því þarf þátttaka í pólitík að vera án aðgreiningar þar sem raddir allra fá að heyrast. Það skiptir sköpum fyrir stjórnun landsins að í þingsætum megi finna fulltrúa ólíkra kynja, kynþátta og kynhneigða, fulltrúa alls staðar að af landinu óháð stétt og stöðu, og að fulltrúar þessara hópa séu á sem breiðustu aldursbili. Ungt fólk er sannarlega traustsins vert Flest mál á Alþingi varða ungt fólk vegna þess að þau munu erfa landið og þurfa að lifa með ákvörðunum sem teknar eru í dag. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd á þingi. Í stefnu VG kemur fram að hreyfingin treysti ungu fólki og því má fagna. Hins vegar þarf það traust sem VG sýnir ungu fólki að skila sér til kjósenda. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf til að vera á þingi. Munið að hver sá sem fer á þing í fyrsta sinn er reynslulaus á þeim vettvangi hvort sem hann er tvítugur eða fimmtugur. Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að. Má þar á meðal nefna að ungt fólk á þingi býr jafnan yfir miklum eldmóð, kemur inn með ferskan andblæ og veitir þannig þeim eldri aðhald til að knýja fram breytingar. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem taka virkan þátt í pólitík snemma á lífsleiðinni eru líklegri til að leitast stöðugt við bæta samfélagið sitt ævina út. Jafnframt eru málefni sem brenna á ungu fólki málefni okkar allra. Unga kynslóðin veit að sumar aðgerðir þola enga bið og er tilbúin til að berjast strax í dag til að búa sér og sínum farsælli og öruggari framtíð. Við viljum með þessari grein hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa á þing. Jafnframt viljum við hvetja þjóðina alla til að kjósa flokka sem tefla fram fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Kjósum fjölbreytileika á Alþingi. Höfundar skipa 5 og 6. sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er gjarnan útskýrð með þeim hætti að ekki sé raunverulegur áhugi eða þekking fyrir hendi og að ungt fólk kjósi bara „það sem pabbi og mamma kjósa“. Slíkar alhæfingar eru hættulegar og kynda undir þá fordóma sem ávallt hafa verið til staðar gagnvart ungu fólki í pólitík. Við sjáum þessa fordóma svart á hvítu þegar talað er um dómsmálaráðherra sem fermingarkrakka eða stelpukjána. Ungt fólk fær gjarnan að sinna stöðu áheyrnarfulltrúa en fær ekki raunverulegt sæti við borðið. Samtal við ungt fólk virðist einungis viðhaft því það þykir móðins. Því erum við enn á villigötum þrátt fyrir að mantran um mikilvægi ungs fólks í pólitík hafi verið kveðin ár eftir ár. Ungt fólk vill sæti við borðið Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur færst í aukana á undanförnum misserum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þessa hóps. Finna má unga aðgerðarsinna í hverju horni sem krefjast þess að markviss skref séu tekin í átt að betra samfélagi og betri heimi. Áberandi baráttumál eru jafnrétti allra samfélagshópa og róttæk skref í loftslagsmálum. Ungt fólk krefst þess í auknum mæli að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvörðunartöku um málefni sem varða eigin framtíð og framtíð komandi kynslóða. Þrátt fyrir að framboð á ungu fólki í pólitík hafi aukist til muna hefur fulltrúum þess á þingi ekki fjölgað að sama skapi. Landið okkar er fullt af ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterka skoðun á hvernig samfélagi það vill búa í. Það sýnir sig á þeim fjölda ungs fólks sem býður fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar; en þess má geta að listar Vinstri grænna státa af 24 ungliðum. Pólitík án aðgreiningar Fulltrúar á Alþingi ættu að standa fyrir, og vera, þverskurður af samfélaginu. Því þarf þátttaka í pólitík að vera án aðgreiningar þar sem raddir allra fá að heyrast. Það skiptir sköpum fyrir stjórnun landsins að í þingsætum megi finna fulltrúa ólíkra kynja, kynþátta og kynhneigða, fulltrúa alls staðar að af landinu óháð stétt og stöðu, og að fulltrúar þessara hópa séu á sem breiðustu aldursbili. Ungt fólk er sannarlega traustsins vert Flest mál á Alþingi varða ungt fólk vegna þess að þau munu erfa landið og þurfa að lifa með ákvörðunum sem teknar eru í dag. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd á þingi. Í stefnu VG kemur fram að hreyfingin treysti ungu fólki og því má fagna. Hins vegar þarf það traust sem VG sýnir ungu fólki að skila sér til kjósenda. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf til að vera á þingi. Munið að hver sá sem fer á þing í fyrsta sinn er reynslulaus á þeim vettvangi hvort sem hann er tvítugur eða fimmtugur. Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að. Má þar á meðal nefna að ungt fólk á þingi býr jafnan yfir miklum eldmóð, kemur inn með ferskan andblæ og veitir þannig þeim eldri aðhald til að knýja fram breytingar. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem taka virkan þátt í pólitík snemma á lífsleiðinni eru líklegri til að leitast stöðugt við bæta samfélagið sitt ævina út. Jafnframt eru málefni sem brenna á ungu fólki málefni okkar allra. Unga kynslóðin veit að sumar aðgerðir þola enga bið og er tilbúin til að berjast strax í dag til að búa sér og sínum farsælli og öruggari framtíð. Við viljum með þessari grein hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa á þing. Jafnframt viljum við hvetja þjóðina alla til að kjósa flokka sem tefla fram fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Kjósum fjölbreytileika á Alþingi. Höfundar skipa 5 og 6. sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar