Bretar gefa leyfi fyrir mótefnalyfi gegn Covid sem á að létta álag á spítölum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Evrópusambandið hefur keypt 55 þúsund skammta af lyfinu til prófana. getty/Paul Hennessy/SOPA Images Lyfjastofnun Bretlands hefur veitt leyfi fyrir notkun mótefnalyfsins Ronapreve í meðferð við Covid-19. Lyfið er það fyrsta sinnar tegundar sem fær leyfi í Evrópu en Japanir samþykktu notkun þess fyrir rúmum mánuði. Menn binda vonir við að lyfið geti létt álag á breskum spítölum. Sé það gefið nógu snemma eftir að fólk fer að finna fyrir einkennum Covid-19 getur það dregið úr líkum á spítalainnlögn um allt að 70 prósent. Lyfið er það sama og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fékk gefið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Framleiðandi lyfsins er bandaríska líftæknifyrirtækið Regeneron en það er blanda úr tveimur gerðum mótefnis sem festast á prótein kórónuveirunnar og eiga að hjálpa líkamanum við að hindra veiruna í að dreifa sér. Þannig á lyfið að geta aðstoðað við að hreinsa líkamann fyrr af veirunni en ella. Prófanir bresku lyfjastofnunarinnar á mótefnalyfinu, Ronapreve, sýndu fram á góða virkni þess. Samkvæmt frétt The Guardian um mótefnalyfið er talið að það geti gagnast þeim vel sem eru viðkvæmastir fyrir veirunni og eiga í mestri hættu á að þurfa á spítalainnlögn að halda. Þá er sérstaklega horft til þeirra sem nota ónæmisbæld lyf og hafa fyrir vikið ekki tekið nægilega vel við bóluefnum. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir þetta mikil gleðitíðindi og vonar að hægt verði að taka lyfið í notkun á opinberum spítölum sem fyrst. Evrópusambandið skoðar lyfið Evrópusambandið keypti 55 þúsund skammta af lyfinu í júní og er með það í prófunum, samkvæmt frétt Reuters. Óljóst er hvort íslensk yfirvöld séu með lyfið til skoðunar og hvort þau hyggist þá fylgja Evrópusambandinu að málinu, eins og gert var við kaup á bóluefnum, eða fara sjálf í rannsóknir og kaup á mótefnalyfinu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Sé það gefið nógu snemma eftir að fólk fer að finna fyrir einkennum Covid-19 getur það dregið úr líkum á spítalainnlögn um allt að 70 prósent. Lyfið er það sama og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fékk gefið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Framleiðandi lyfsins er bandaríska líftæknifyrirtækið Regeneron en það er blanda úr tveimur gerðum mótefnis sem festast á prótein kórónuveirunnar og eiga að hjálpa líkamanum við að hindra veiruna í að dreifa sér. Þannig á lyfið að geta aðstoðað við að hreinsa líkamann fyrr af veirunni en ella. Prófanir bresku lyfjastofnunarinnar á mótefnalyfinu, Ronapreve, sýndu fram á góða virkni þess. Samkvæmt frétt The Guardian um mótefnalyfið er talið að það geti gagnast þeim vel sem eru viðkvæmastir fyrir veirunni og eiga í mestri hættu á að þurfa á spítalainnlögn að halda. Þá er sérstaklega horft til þeirra sem nota ónæmisbæld lyf og hafa fyrir vikið ekki tekið nægilega vel við bóluefnum. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir þetta mikil gleðitíðindi og vonar að hægt verði að taka lyfið í notkun á opinberum spítölum sem fyrst. Evrópusambandið skoðar lyfið Evrópusambandið keypti 55 þúsund skammta af lyfinu í júní og er með það í prófunum, samkvæmt frétt Reuters. Óljóst er hvort íslensk yfirvöld séu með lyfið til skoðunar og hvort þau hyggist þá fylgja Evrópusambandinu að málinu, eins og gert var við kaup á bóluefnum, eða fara sjálf í rannsóknir og kaup á mótefnalyfinu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira