Ólympíumeistarinn byrjar vel á opna breska hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 10:59 Nelly Korda bítur í Ólympíugullið sem hún vann á dögunum á leikunum í Tókýó. AP/Andy Wong Bandaríski kylfingurinn Nelly Korda var ein af þremur kylfingum sem léku best á fyrsta degi á opna breska meistaramótinu í golfi. Korda þykir eiga möguleika á að verða það sem Tiger Woods var fyrir karlagolfið en hún er efst á heimslistanum í golfi og varð Ólympíumeistari á dögunum í Tókýó. Það verður gaman að fylgjast með henni í framhaldinu en risamótið er i beinni á Stöð 2 Golf. World number one Nelly Korda, Madelene Sagstrom and Kim Sui-young share the clubhouse lead after the opening round of the Women's Open at Carnoustie.#bbcgolf— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2021 Korda lék á fimm höggum undir pari á fyrsta hring og deildi efsta sætinu með Madelene Sagstrom frá Svíþjóð og Kim Sei-young frá Suður Kóreu. Korda er aðeins 23 ára gömul og vann sitt fyrsta risamót í júní þegar hún lék best allra á PGA meistaramótinu. Skoski áhugamaðurinn Louise Duncan spilaði mjög vel á fyrstu átján holunum og var aðeins einu höggi á eftir efstu konum. Hún er á heimavelli en spilað er á Carnoustie vellinum í Skotlandi. The leaderboard after round one of the AIG Women's Open!What a day we have in store tomorrow!#WorldClass pic.twitter.com/OczhU3icsR— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 19, 2021 Englendingurinn Georgia Hall, sem vann opna breska meistaramótið árið 2018, átti möguleika á að vera í efsta sætinu en fékk skolla á lokaholu gærdagsins og endaði einu höggi á eftir Korda og félögum. Opna breska meistaramótið fer nú fram í 45. skiptið en það er spilað á fyrrnefndum Carnoustie golfvelli sem er við austurströnd Skotlands. Þetta er í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli en það var líka spilað þar fyrir tíu árum síðan. Stöð 2 Golf sýnir beint frá mótinu. Útsendingin hófst klukkan 10.00 og stendur yfir til klukkan 17.00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Korda þykir eiga möguleika á að verða það sem Tiger Woods var fyrir karlagolfið en hún er efst á heimslistanum í golfi og varð Ólympíumeistari á dögunum í Tókýó. Það verður gaman að fylgjast með henni í framhaldinu en risamótið er i beinni á Stöð 2 Golf. World number one Nelly Korda, Madelene Sagstrom and Kim Sui-young share the clubhouse lead after the opening round of the Women's Open at Carnoustie.#bbcgolf— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2021 Korda lék á fimm höggum undir pari á fyrsta hring og deildi efsta sætinu með Madelene Sagstrom frá Svíþjóð og Kim Sei-young frá Suður Kóreu. Korda er aðeins 23 ára gömul og vann sitt fyrsta risamót í júní þegar hún lék best allra á PGA meistaramótinu. Skoski áhugamaðurinn Louise Duncan spilaði mjög vel á fyrstu átján holunum og var aðeins einu höggi á eftir efstu konum. Hún er á heimavelli en spilað er á Carnoustie vellinum í Skotlandi. The leaderboard after round one of the AIG Women's Open!What a day we have in store tomorrow!#WorldClass pic.twitter.com/OczhU3icsR— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 19, 2021 Englendingurinn Georgia Hall, sem vann opna breska meistaramótið árið 2018, átti möguleika á að vera í efsta sætinu en fékk skolla á lokaholu gærdagsins og endaði einu höggi á eftir Korda og félögum. Opna breska meistaramótið fer nú fram í 45. skiptið en það er spilað á fyrrnefndum Carnoustie golfvelli sem er við austurströnd Skotlands. Þetta er í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli en það var líka spilað þar fyrir tíu árum síðan. Stöð 2 Golf sýnir beint frá mótinu. Útsendingin hófst klukkan 10.00 og stendur yfir til klukkan 17.00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira