Fæðuöryggi á Íslandi í breyttu loftslagi og heimi Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2021 08:30 Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra. Vitaskuld er beinn skaði: dauðsföll og eignaspjöll, sýnileg í myndböndum. En við eigum að íhuga einnig áhrif á landbúnað af völdum hitabylgna, þurrviðris, flóða og annarra hamfara. Atburðir þessa árs hafa örugglega skemmt nokkuð matvælaframleiðslu og -dreifingu um heim, en líklega ekki nógu mikið til þess að við finnum fyrir því á Íslandi. Þetta getur breyst. Hamfarir geta versnað með komandi hlýnun loftslags, jafnvel að hætti sem kemur á óvart eins og hitabylgjan á Norður-Ameríku fyrir mánuði. Fæðuöryggi verður mikilvægara og enn mikilvægara Væru meiriháttar hitabylgjur og þurrviðri á Bandaríkjunum, Brasílíu og Suður Rússlandi, miklir vatnavextir í Gulafljóti og Jangtse í Kína og veikar monsúnrigningar á Indlandi -- í stærstu fimm kornframleiðendum heims -- yrðu líklega hækkanir matarverða á heimsvísu sem gætu haft áhrif hér, og verri áhrif á fátækari löndum. Rannsóknir eru í gangi um hugsanlegan skort á framleiðslu í helstu landbúnaðarsvæðum veraldar samtímis (e. Multiple Breadbasket Failure), en lítið er nú vitað. Á þessu ári hafa verið hitabylgja og þurrviðri á Norður-Ameríku og vatnavextir í Gulafljóti. 2 af 5. Þess má einnig geta að í svartsýnni sviðsmyndum geti þurrviðri orðið algeng eða varanleg, þ.e. að aðstæður á sumum helstu landbúnaðarsvæðum heims breytist þannig að þau verði ónýt, glatist. Utan þess er mannfjöldi heims enn að aukast hratt meðan nothæft land til landbúnaðar minnkar sakir loftslagsbreytinga, ofbeitar og annars tjóns. Þannig er raunsæislegt að matarverð hækki jafnvel án hamfara. Vitandi þetta, eigum við skyldu til að auka frumframleiðslu matar (hitaeininga og próteins) á Íslandi, ekki bara fyrir okkur landsmenn sjálfa til þess að fæða okkur meðan hugsanlegur matarskortur stendur, en einnig fyrir alla menn heims. Útflutningur frá Íslandi gæti bjargað mannslífum. Þess má líka geta að hátt matarverð myndi þýða hagnað fyrir matvælaframleiðendur -- "tækifæri" ef við viljum líta á málið þannig. Við þurfum að hefja skipulagningu strax Til þess að auka frumframleiðslu matar á Íslandi á að huga að því máli í aðlögunaráætlun við loftslagsbreytingum. Auðvitað breytist veðurfar á Íslandi líka meðan sjórinn hlýnar og súrnar með því að taka upp koltvísýring beint frá loftslagi. Af því getum við ekki reitt matvælaframleiðslu okkar á sjávarútveg og búfjárrækt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti drög að loftslagsaðlögunarstefnu í Samráðsgáttinni í júní, sem kveður stuttum orðum á um fæðuöryggi, helst á síðu 44. og kafla 9.3. Drögin eru fín byrjun, og vonandi verður stefnan ítarlegri varðandi fæðuöryggi, því þetta er mikið þjóðaröryggismál. Píratar eiga líka loftslagsaðlögunarstefnu, samda og samþykkta í seinni helming ársins 2020. Hún kallar á að áætlanir miðast að bölsýnum sviðsmyndum (3-4 gráðna hlýnun, sem er alveg möguleg innan lífstíðar sumra okkar ef mannkyn breytir ekki ákveðið um stefnu) og leggur mikla áherslu á fæðuöryggi. Matarframleiðsla og -dreifing á Íslandi eigi að vera eins óháð innflutningi og mögulegt er. Hættulegt væri að vænta bara þess besta eða jafnvel miðlungssviðsmyndar, því teljandi líkur eru ennþá á mjög slæmri þróun í loftslagsmálum og við gætum reynst óheppnir -- og besta sviðsmynd krefur merkilegrar og stórtækrar samvinnu meðal þjóða heimsins, sem er alls ekki sjálfgefin. Við eigum að láta Ísland geta staðist verstu raunsæislegar aðstæðurnar. Og meðan við undirbúum kerfi okkar fyrir slæmar aðstæður ættum við að gera allt sem við getum til þess að forðast þær: minnka losun Íslands að núlli og hjálpa öðrum löndum til þess líka. Höfundur er forritari og í 17. sæti á lista Pírata í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Matvælaframleiðsla Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra. Vitaskuld er beinn skaði: dauðsföll og eignaspjöll, sýnileg í myndböndum. En við eigum að íhuga einnig áhrif á landbúnað af völdum hitabylgna, þurrviðris, flóða og annarra hamfara. Atburðir þessa árs hafa örugglega skemmt nokkuð matvælaframleiðslu og -dreifingu um heim, en líklega ekki nógu mikið til þess að við finnum fyrir því á Íslandi. Þetta getur breyst. Hamfarir geta versnað með komandi hlýnun loftslags, jafnvel að hætti sem kemur á óvart eins og hitabylgjan á Norður-Ameríku fyrir mánuði. Fæðuöryggi verður mikilvægara og enn mikilvægara Væru meiriháttar hitabylgjur og þurrviðri á Bandaríkjunum, Brasílíu og Suður Rússlandi, miklir vatnavextir í Gulafljóti og Jangtse í Kína og veikar monsúnrigningar á Indlandi -- í stærstu fimm kornframleiðendum heims -- yrðu líklega hækkanir matarverða á heimsvísu sem gætu haft áhrif hér, og verri áhrif á fátækari löndum. Rannsóknir eru í gangi um hugsanlegan skort á framleiðslu í helstu landbúnaðarsvæðum veraldar samtímis (e. Multiple Breadbasket Failure), en lítið er nú vitað. Á þessu ári hafa verið hitabylgja og þurrviðri á Norður-Ameríku og vatnavextir í Gulafljóti. 2 af 5. Þess má einnig geta að í svartsýnni sviðsmyndum geti þurrviðri orðið algeng eða varanleg, þ.e. að aðstæður á sumum helstu landbúnaðarsvæðum heims breytist þannig að þau verði ónýt, glatist. Utan þess er mannfjöldi heims enn að aukast hratt meðan nothæft land til landbúnaðar minnkar sakir loftslagsbreytinga, ofbeitar og annars tjóns. Þannig er raunsæislegt að matarverð hækki jafnvel án hamfara. Vitandi þetta, eigum við skyldu til að auka frumframleiðslu matar (hitaeininga og próteins) á Íslandi, ekki bara fyrir okkur landsmenn sjálfa til þess að fæða okkur meðan hugsanlegur matarskortur stendur, en einnig fyrir alla menn heims. Útflutningur frá Íslandi gæti bjargað mannslífum. Þess má líka geta að hátt matarverð myndi þýða hagnað fyrir matvælaframleiðendur -- "tækifæri" ef við viljum líta á málið þannig. Við þurfum að hefja skipulagningu strax Til þess að auka frumframleiðslu matar á Íslandi á að huga að því máli í aðlögunaráætlun við loftslagsbreytingum. Auðvitað breytist veðurfar á Íslandi líka meðan sjórinn hlýnar og súrnar með því að taka upp koltvísýring beint frá loftslagi. Af því getum við ekki reitt matvælaframleiðslu okkar á sjávarútveg og búfjárrækt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti drög að loftslagsaðlögunarstefnu í Samráðsgáttinni í júní, sem kveður stuttum orðum á um fæðuöryggi, helst á síðu 44. og kafla 9.3. Drögin eru fín byrjun, og vonandi verður stefnan ítarlegri varðandi fæðuöryggi, því þetta er mikið þjóðaröryggismál. Píratar eiga líka loftslagsaðlögunarstefnu, samda og samþykkta í seinni helming ársins 2020. Hún kallar á að áætlanir miðast að bölsýnum sviðsmyndum (3-4 gráðna hlýnun, sem er alveg möguleg innan lífstíðar sumra okkar ef mannkyn breytir ekki ákveðið um stefnu) og leggur mikla áherslu á fæðuöryggi. Matarframleiðsla og -dreifing á Íslandi eigi að vera eins óháð innflutningi og mögulegt er. Hættulegt væri að vænta bara þess besta eða jafnvel miðlungssviðsmyndar, því teljandi líkur eru ennþá á mjög slæmri þróun í loftslagsmálum og við gætum reynst óheppnir -- og besta sviðsmynd krefur merkilegrar og stórtækrar samvinnu meðal þjóða heimsins, sem er alls ekki sjálfgefin. Við eigum að láta Ísland geta staðist verstu raunsæislegar aðstæðurnar. Og meðan við undirbúum kerfi okkar fyrir slæmar aðstæður ættum við að gera allt sem við getum til þess að forðast þær: minnka losun Íslands að núlli og hjálpa öðrum löndum til þess líka. Höfundur er forritari og í 17. sæti á lista Pírata í Reykjavík Norður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun