„Sunnudagurinn var hræðilegasti dagur lífs míns“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2021 23:30 Framtíðin virðist ekki björt fyrir afganskar konur. AP/Rahmat Gul Afgönsk kona sem býr í Kabúl, höfuðborg Afganistan, og starfaði fyrir ríkisstjórnina sem þar var við völd áður en Talibanar tóku völdin segist óttast mjög um framtíðina undir stjórn Talibana. Hún segist vera í felum heima hjá sér og að ekki sé hægt að treysta orðum Talibana um að stjórnartíðin nú verði mildari. Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan eftir að þeir náðu yfirráðum yfir höfuðborginni á sunnudaginn. Talibanar voru við völd í landinu á árunum 1996-2001. Undir stjórn þeirra voru réttindi kvenna mjög skert, og óttast margir að það sama verði upp á teningnum nú. Þeirra á meðal er kona sem ræddi við BBC án þess að koma fram undir nafni, enda óttast hún mjög um afdrif sín nú þegar Talibanar hafa tekið yfir. „Sunnudagurinn var hræðilegasti dagur lífs míns,“ skrifar konan á vef BBC þar sem hún lýsir sunnudeginum. Óttaðist um líf sitt vegna þess hvernig hún var klædd Segir hún að íbúar hafi verið hræddir við að yfirtaka Talibana væri yfirvofandi, en að hún hafi ekki talið mögulegt að þeir kæmust inn í höfuðborgina. Hún hafi því farið til vinnu þennan sunnudagsmorgun. Þegar hún yfirgaf vinnustaðinn sá hún að andrúmsloftið hafði breyst. Hún reyndi að fara í banka til þess að taka út pening. Þá tók hún eftir því að fjölskylda hennar hefði reynt að hringja í hana. „Ég var hrædd vegna þess að ég hélt að eitthvað hafði komið fyrir. Ég hringdi í mömmu sem spurði hvar ég væri og hvað ég væri að gera. Ég ætti að drífa mig heim því að Talibanarnir væri komnir í vesturhluta borgarinnar,“ skrifar konan. Segir konan að hún hafi ákveðið að drífa sig heim. Á leiðinni fylltist hún ótta. „Ég óttaðist að ef Talibanarnir myndu sjá mig myndu þeir drepa mig þar sem ég væri klædd í föt sem bentu til þess að ég ynni á skrifstofu,“ skrifar konan. Ekki hægt að treysta Talibönum Segir konan að henni hafi langað til að flýja til frænda síns og fara í felur þar, en hún vilji ekki leggja hann í hættu. Því sé hún í felum heima hjá sér. Hún hefur ekki mikla trú á yfirlýsingar Talibana um að stjórn þeirra í þetta skiptið verði mildari. „Við höfum séð ógnarstjórn þeirra. Hvernig getum við treyst þeim? Ég sef ekki fyrir hræðslu,“ skrifar konan. Segist konan vera ein af þeim fjölmörgu sem bíður eftir að fá vegabréfaheimild til þess að komast burt frá Afganistan, þar sem hún hafi enga trú á því að henni verði leyft að vinna. „Ég hef glatað trú minni á framtíðina.“ Færslu konunnar má lesa á vef BBC hér. Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar í hjólahólfi vélar sem flaug frá Kabúl Rannsóknarnefnd á vegum bandaríska flughersins hefur ákveðið að hefja rannsókn á líkamsleifum sem fundust í hjólahólfi C-17 herflutningavélar, sem flaug af flugvellinum í Kabúl í gær. 17. ágúst 2021 22:27 Forgangsmál að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar. 17. ágúst 2021 20:01 Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd. 17. ágúst 2021 13:53 Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl. 17. ágúst 2021 11:35 Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl. 17. ágúst 2021 11:35 Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Fleiri fréttir Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Sjá meira
Hún segist vera í felum heima hjá sér og að ekki sé hægt að treysta orðum Talibana um að stjórnartíðin nú verði mildari. Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan eftir að þeir náðu yfirráðum yfir höfuðborginni á sunnudaginn. Talibanar voru við völd í landinu á árunum 1996-2001. Undir stjórn þeirra voru réttindi kvenna mjög skert, og óttast margir að það sama verði upp á teningnum nú. Þeirra á meðal er kona sem ræddi við BBC án þess að koma fram undir nafni, enda óttast hún mjög um afdrif sín nú þegar Talibanar hafa tekið yfir. „Sunnudagurinn var hræðilegasti dagur lífs míns,“ skrifar konan á vef BBC þar sem hún lýsir sunnudeginum. Óttaðist um líf sitt vegna þess hvernig hún var klædd Segir hún að íbúar hafi verið hræddir við að yfirtaka Talibana væri yfirvofandi, en að hún hafi ekki talið mögulegt að þeir kæmust inn í höfuðborgina. Hún hafi því farið til vinnu þennan sunnudagsmorgun. Þegar hún yfirgaf vinnustaðinn sá hún að andrúmsloftið hafði breyst. Hún reyndi að fara í banka til þess að taka út pening. Þá tók hún eftir því að fjölskylda hennar hefði reynt að hringja í hana. „Ég var hrædd vegna þess að ég hélt að eitthvað hafði komið fyrir. Ég hringdi í mömmu sem spurði hvar ég væri og hvað ég væri að gera. Ég ætti að drífa mig heim því að Talibanarnir væri komnir í vesturhluta borgarinnar,“ skrifar konan. Segir konan að hún hafi ákveðið að drífa sig heim. Á leiðinni fylltist hún ótta. „Ég óttaðist að ef Talibanarnir myndu sjá mig myndu þeir drepa mig þar sem ég væri klædd í föt sem bentu til þess að ég ynni á skrifstofu,“ skrifar konan. Ekki hægt að treysta Talibönum Segir konan að henni hafi langað til að flýja til frænda síns og fara í felur þar, en hún vilji ekki leggja hann í hættu. Því sé hún í felum heima hjá sér. Hún hefur ekki mikla trú á yfirlýsingar Talibana um að stjórn þeirra í þetta skiptið verði mildari. „Við höfum séð ógnarstjórn þeirra. Hvernig getum við treyst þeim? Ég sef ekki fyrir hræðslu,“ skrifar konan. Segist konan vera ein af þeim fjölmörgu sem bíður eftir að fá vegabréfaheimild til þess að komast burt frá Afganistan, þar sem hún hafi enga trú á því að henni verði leyft að vinna. „Ég hef glatað trú minni á framtíðina.“ Færslu konunnar má lesa á vef BBC hér.
Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar í hjólahólfi vélar sem flaug frá Kabúl Rannsóknarnefnd á vegum bandaríska flughersins hefur ákveðið að hefja rannsókn á líkamsleifum sem fundust í hjólahólfi C-17 herflutningavélar, sem flaug af flugvellinum í Kabúl í gær. 17. ágúst 2021 22:27 Forgangsmál að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar. 17. ágúst 2021 20:01 Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd. 17. ágúst 2021 13:53 Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl. 17. ágúst 2021 11:35 Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl. 17. ágúst 2021 11:35 Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Fleiri fréttir Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Sjá meira
Fundu líkamsleifar í hjólahólfi vélar sem flaug frá Kabúl Rannsóknarnefnd á vegum bandaríska flughersins hefur ákveðið að hefja rannsókn á líkamsleifum sem fundust í hjólahólfi C-17 herflutningavélar, sem flaug af flugvellinum í Kabúl í gær. 17. ágúst 2021 22:27
Forgangsmál að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar. 17. ágúst 2021 20:01
Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd. 17. ágúst 2021 13:53
Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl. 17. ágúst 2021 11:35
Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl. 17. ágúst 2021 11:35
Talibanar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkisstjórn Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd. 17. ágúst 2021 09:53