Útbrunnir starfsmenn slökkva elda Gísli Rafn Ólafsson skrifar 17. ágúst 2021 09:01 Það er löngu þekkt að á krísutímum þá koma brestir í innviðum fyrr í ljós. Margra ára sparnaður magnar áhrifin og orsakar keðjuverkun sem getur keyrt kerfi um koll. Þau okkar sem hafa starfað innan almannavarnakerfisins þekkjum vel þær takmarkanir sem margir innviðir okkar glíma við. Við höfum til að mynda um áratugaskeið æft það að setja upp loftbrú með sjúklinga til Norðurlandanna ef stórslys verður á Íslandi, slys sem myndi krefjast meira af heilbrigðiskerfinu okkar en það getur sinnt. Á þeim æfingum höfum við alltaf gert ráð fyrir því að geta reitt okkur á nágrannaþjóðir þegar okkar kerfi springur. En nú, á tímum heimsfaraldurs, er staðan önnur. Flótti Á Íslandi er heilbrigðiskerfi sem gæti verið í heimsklassa, en því miður hefur áratuga sparnaður og launastefna sem er í engu samræmi við það sem tíðkast erlendis, gert það að verkum að þrátt fyrir sæmilegan tækjabúnað og þekkingu, þá getum við engan veginn mannað heilbrigðiskerfið með viðunandi hætti. Langur vinnutími og lág laun hafa orsakað flótta úr heilbrigðisstéttunum, bæði í aðra geira innanlands og á erlenda grundu. Ekki bætir úr skák að þrátt fyrir allt hið fallega tal um að umbuna starfsfólki í framlínu heimsfaraldurs, þá eru efndirnar ekki eftir því. Er það nema von að fólk gefist upp. Á sama tíma hafa stjórnendur og stjórnmálamenn á Norðurlöndum fullan skilning á því að það þarf bæði að fjárfesta í fólki og umbuna því fyrir erfitt starf á krísutímum. Gott dæmi er að starfsfólk á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi fær þreföld laun þegar það mætir í vinnu þegar það átti að vera í sumarfríi. Á sama tíma fær hjúkrunarfólk hér á landi 2-3 yfirvinnutíma greidda fyrir það að hætta snemma í sínu fríi. Íkveikjur Svör stjórnmálamanna hér á landi eru þau að nógu sé eytt í heilbrigðisþjónustu og því þurfi aðeins að auka framleiðni og innleiða stafræna umbyltingu. Sem aðili sem hefur leitt stafrænar umbyltingar víða um heim og unnið við að auka framleiðni í mannúðarstarfi víða um heim, þá er eitt grundvallarprinsipp sem er vel þekkt þegar kemur að slíkri vinnu. Það er að ekki er hægt að laga ferla eða nýta nýja tækni betur þegar starfsfólkið er í endalausri vinnu við að slökkva elda. Síst af öllu er það hægt á krísutímum. Yfirlýsingar um að nægt fjármagn sé þegar sett í heilbrigðiskerfið og að fólk þurfi bara nýta það betur og vinna hraðar eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Þvert á móti er það eins og að kasta bensín á bálið og leiðir einfaldlega til þess að enn fleira starfsfólk brennur út. Sér í lagi þegar litið er til þess að ástæðan fyrir yfirlýsingunum er sú að ef sækja þarf meira fjármagn til heilbrigðiskerfisins þá þarf það að koma með auknu auðlindagjaldi og hátekjuskatti, nokkuð sem er of nátengt þeim sem yfirlýsingarnar gefa. Brunaútsala Á hápunkti faraldursins í fyrra þurftu því miður margir, af þeim sem ég hef unnið með við mannúðarstörf víða um heim síðustu tvo áratugi, að taka þær erfiðu ákvarðanir í heimalandi sínu um hvaða sjúklingar fengju að lifa og hverjir myndu þurfa að deyja sökum þess að ekki voru nægileg sjúkrarými fyrir alla þá sem þurftu innlögn á sjúkrahús. Stjórnendur Landspítala segjast nálgast óðfluga þessi mörk og bráðum gætu læknar þurft að taka ákvörðun um það hvort þú eða foreldrar þínir fái að lifa. Það eru ákvarðanir sem enginn læknir á að þurfa að taka í ríku landi eins og Íslandi. Við þurfum að stórauka fjárfestingu í fólki innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum að borga starfsfólki samkeppnishæf laun, bæta starfsumhverfi þeirra og stórauka nýliðun innan kerfisins. Við þurfum að umbuna starfsfólki þegar það leggur á sig ómælda aukavinnu og áhættu, til þess að við og ástvinir okkar lifum. Við megum ekki setja líf fólks á brunaútsölu eða láta heilbrigðisstarfsfólk brenna út, einungis vegna stjórnmálamanna sem eru fastir í kreddum um hver skuli bera byrðarnar í samfélaginu. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að forgangsraða rétt. Sem segja það ekki vera einhverja „verstu hugmynd sem þeir hafi heyrt“ að ráða mannskap á stofnanir eins og Landspítalann. Við þurfum stjórnmálamenn sem átta sig á mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar í gangverki samfélagsins - sérstaklega á tímum þegar sjálft frelsi landsmanna hvílir á herðum Landspítalans. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að leysa vandamálin í stað þess að bíða eftir því að þeir fái hugljómun við það að veikjast sjálfir og þurfa að upplifa hið brothætta kerfi á eigin skinni. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það er löngu þekkt að á krísutímum þá koma brestir í innviðum fyrr í ljós. Margra ára sparnaður magnar áhrifin og orsakar keðjuverkun sem getur keyrt kerfi um koll. Þau okkar sem hafa starfað innan almannavarnakerfisins þekkjum vel þær takmarkanir sem margir innviðir okkar glíma við. Við höfum til að mynda um áratugaskeið æft það að setja upp loftbrú með sjúklinga til Norðurlandanna ef stórslys verður á Íslandi, slys sem myndi krefjast meira af heilbrigðiskerfinu okkar en það getur sinnt. Á þeim æfingum höfum við alltaf gert ráð fyrir því að geta reitt okkur á nágrannaþjóðir þegar okkar kerfi springur. En nú, á tímum heimsfaraldurs, er staðan önnur. Flótti Á Íslandi er heilbrigðiskerfi sem gæti verið í heimsklassa, en því miður hefur áratuga sparnaður og launastefna sem er í engu samræmi við það sem tíðkast erlendis, gert það að verkum að þrátt fyrir sæmilegan tækjabúnað og þekkingu, þá getum við engan veginn mannað heilbrigðiskerfið með viðunandi hætti. Langur vinnutími og lág laun hafa orsakað flótta úr heilbrigðisstéttunum, bæði í aðra geira innanlands og á erlenda grundu. Ekki bætir úr skák að þrátt fyrir allt hið fallega tal um að umbuna starfsfólki í framlínu heimsfaraldurs, þá eru efndirnar ekki eftir því. Er það nema von að fólk gefist upp. Á sama tíma hafa stjórnendur og stjórnmálamenn á Norðurlöndum fullan skilning á því að það þarf bæði að fjárfesta í fólki og umbuna því fyrir erfitt starf á krísutímum. Gott dæmi er að starfsfólk á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi fær þreföld laun þegar það mætir í vinnu þegar það átti að vera í sumarfríi. Á sama tíma fær hjúkrunarfólk hér á landi 2-3 yfirvinnutíma greidda fyrir það að hætta snemma í sínu fríi. Íkveikjur Svör stjórnmálamanna hér á landi eru þau að nógu sé eytt í heilbrigðisþjónustu og því þurfi aðeins að auka framleiðni og innleiða stafræna umbyltingu. Sem aðili sem hefur leitt stafrænar umbyltingar víða um heim og unnið við að auka framleiðni í mannúðarstarfi víða um heim, þá er eitt grundvallarprinsipp sem er vel þekkt þegar kemur að slíkri vinnu. Það er að ekki er hægt að laga ferla eða nýta nýja tækni betur þegar starfsfólkið er í endalausri vinnu við að slökkva elda. Síst af öllu er það hægt á krísutímum. Yfirlýsingar um að nægt fjármagn sé þegar sett í heilbrigðiskerfið og að fólk þurfi bara nýta það betur og vinna hraðar eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Þvert á móti er það eins og að kasta bensín á bálið og leiðir einfaldlega til þess að enn fleira starfsfólk brennur út. Sér í lagi þegar litið er til þess að ástæðan fyrir yfirlýsingunum er sú að ef sækja þarf meira fjármagn til heilbrigðiskerfisins þá þarf það að koma með auknu auðlindagjaldi og hátekjuskatti, nokkuð sem er of nátengt þeim sem yfirlýsingarnar gefa. Brunaútsala Á hápunkti faraldursins í fyrra þurftu því miður margir, af þeim sem ég hef unnið með við mannúðarstörf víða um heim síðustu tvo áratugi, að taka þær erfiðu ákvarðanir í heimalandi sínu um hvaða sjúklingar fengju að lifa og hverjir myndu þurfa að deyja sökum þess að ekki voru nægileg sjúkrarými fyrir alla þá sem þurftu innlögn á sjúkrahús. Stjórnendur Landspítala segjast nálgast óðfluga þessi mörk og bráðum gætu læknar þurft að taka ákvörðun um það hvort þú eða foreldrar þínir fái að lifa. Það eru ákvarðanir sem enginn læknir á að þurfa að taka í ríku landi eins og Íslandi. Við þurfum að stórauka fjárfestingu í fólki innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum að borga starfsfólki samkeppnishæf laun, bæta starfsumhverfi þeirra og stórauka nýliðun innan kerfisins. Við þurfum að umbuna starfsfólki þegar það leggur á sig ómælda aukavinnu og áhættu, til þess að við og ástvinir okkar lifum. Við megum ekki setja líf fólks á brunaútsölu eða láta heilbrigðisstarfsfólk brenna út, einungis vegna stjórnmálamanna sem eru fastir í kreddum um hver skuli bera byrðarnar í samfélaginu. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að forgangsraða rétt. Sem segja það ekki vera einhverja „verstu hugmynd sem þeir hafi heyrt“ að ráða mannskap á stofnanir eins og Landspítalann. Við þurfum stjórnmálamenn sem átta sig á mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar í gangverki samfélagsins - sérstaklega á tímum þegar sjálft frelsi landsmanna hvílir á herðum Landspítalans. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að leysa vandamálin í stað þess að bíða eftir því að þeir fái hugljómun við það að veikjast sjálfir og þurfa að upplifa hið brothætta kerfi á eigin skinni. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun