Sterkasti maður Íslands neyddist til að hætta í körfubolta vegna höfuðhöggs Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. ágúst 2021 19:15 Stefán Karel Torfason Skjáskot/Stöð 2 Stefán Karel Torfason varð á dögunum sterkasti maður Íslands en leið hans á toppinn í kraftlyftingum er ansi mögnuð. Þessi 27 ára gamli Akureyringur þótti efnilegur körfuknattleiksmaður á sínum tíma en eftir að hafa orðið fyrir höfuðhöggi í leik í efstu deild árið 2016 þurfti hann að segja skilið við körfuboltaiðkun. Hann var þá leikmaður ÍR og hafði leikið fimm A-landsleiki þrátt fyrir ungan aldur. Guðjón Guðmundsson ræddi við Stefán Karel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var 22 ára þarna og átti nánast allan körfuboltaferilinn eftir. Þetta var rosalega sárt og það tók langan tíma að venjast því að þetta væri búið. Maður átti nóg eftir með landsliðinu en núna lifir maður á þessum fimm landsleikjum,“ segir Stefán Karel. Stefán Karel lék körfubolta og fótbolta með yngri flokkum Þórs á Akureyri á sínum yngri árum en á þó ekki langt að sækja kraftana þar sem faðir Stefáns er kraftajötuninn Torfi Ólafsson. „Í raun var sagt við mig að ég mætti ekki vera í neinum íþróttum sem krefðust snertinga. Komandi úr fjölskyldu þar sem kraftar eru númer 1,2 og 3 þá fór ég í fótspor föður míns og þetta kom bara náttúrulega.“ „Ég má ekki vera í fótbolta eða körfubolta eða neinu slíku og enn þann dag í dag er ég að passa mig. Maður fær enn bölvaða höfuðverki og mígreni sem ég þjáist af,“ segir Stefán Karel. Viðtalið við Stefán í heild má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sterkasti maður Íslands Kraftlyftingar Körfubolti Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta nú sterkasti maður Íslands Stefán Karel Torfason, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, sigraði í keppninni um sterkasta mann Íslands sem fram fór nýliðna helgi. Keppt var á Selfossi á laugardag en úrslitin fóru fram í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag. 10. ágúst 2021 17:01 Húsafellshellan færði Stefáni Karel titilinn Sterkasti maður Íslands 2021 Stefán Karel Torfason vann keppnina Sterkasti maður Íslands um helgina og komst þar í hóp með föður sínum. 11. ágúst 2021 15:15 Stefán Karel hættir út af heilahristingum Körfuboltakappinn öflugi, Stefán Karel Torfason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga. 3. nóvember 2016 13:30 Stefán Karel: Maður hefur bara einn haus ÍR-ingurinn Stefán Karel Torfason var fluttur upp á spítala eftir fyrsta leik ÍR-inga í Dominos-deildinni í vetur er hann fékk slæmt höfuðhögg. Framhaldið hjá honum er í óvissu. 12. október 2016 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Þessi 27 ára gamli Akureyringur þótti efnilegur körfuknattleiksmaður á sínum tíma en eftir að hafa orðið fyrir höfuðhöggi í leik í efstu deild árið 2016 þurfti hann að segja skilið við körfuboltaiðkun. Hann var þá leikmaður ÍR og hafði leikið fimm A-landsleiki þrátt fyrir ungan aldur. Guðjón Guðmundsson ræddi við Stefán Karel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var 22 ára þarna og átti nánast allan körfuboltaferilinn eftir. Þetta var rosalega sárt og það tók langan tíma að venjast því að þetta væri búið. Maður átti nóg eftir með landsliðinu en núna lifir maður á þessum fimm landsleikjum,“ segir Stefán Karel. Stefán Karel lék körfubolta og fótbolta með yngri flokkum Þórs á Akureyri á sínum yngri árum en á þó ekki langt að sækja kraftana þar sem faðir Stefáns er kraftajötuninn Torfi Ólafsson. „Í raun var sagt við mig að ég mætti ekki vera í neinum íþróttum sem krefðust snertinga. Komandi úr fjölskyldu þar sem kraftar eru númer 1,2 og 3 þá fór ég í fótspor föður míns og þetta kom bara náttúrulega.“ „Ég má ekki vera í fótbolta eða körfubolta eða neinu slíku og enn þann dag í dag er ég að passa mig. Maður fær enn bölvaða höfuðverki og mígreni sem ég þjáist af,“ segir Stefán Karel. Viðtalið við Stefán í heild má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sterkasti maður Íslands
Kraftlyftingar Körfubolti Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta nú sterkasti maður Íslands Stefán Karel Torfason, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, sigraði í keppninni um sterkasta mann Íslands sem fram fór nýliðna helgi. Keppt var á Selfossi á laugardag en úrslitin fóru fram í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag. 10. ágúst 2021 17:01 Húsafellshellan færði Stefáni Karel titilinn Sterkasti maður Íslands 2021 Stefán Karel Torfason vann keppnina Sterkasti maður Íslands um helgina og komst þar í hóp með föður sínum. 11. ágúst 2021 15:15 Stefán Karel hættir út af heilahristingum Körfuboltakappinn öflugi, Stefán Karel Torfason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga. 3. nóvember 2016 13:30 Stefán Karel: Maður hefur bara einn haus ÍR-ingurinn Stefán Karel Torfason var fluttur upp á spítala eftir fyrsta leik ÍR-inga í Dominos-deildinni í vetur er hann fékk slæmt höfuðhögg. Framhaldið hjá honum er í óvissu. 12. október 2016 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta nú sterkasti maður Íslands Stefán Karel Torfason, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, sigraði í keppninni um sterkasta mann Íslands sem fram fór nýliðna helgi. Keppt var á Selfossi á laugardag en úrslitin fóru fram í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag. 10. ágúst 2021 17:01
Húsafellshellan færði Stefáni Karel titilinn Sterkasti maður Íslands 2021 Stefán Karel Torfason vann keppnina Sterkasti maður Íslands um helgina og komst þar í hóp með föður sínum. 11. ágúst 2021 15:15
Stefán Karel hættir út af heilahristingum Körfuboltakappinn öflugi, Stefán Karel Torfason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga. 3. nóvember 2016 13:30
Stefán Karel: Maður hefur bara einn haus ÍR-ingurinn Stefán Karel Torfason var fluttur upp á spítala eftir fyrsta leik ÍR-inga í Dominos-deildinni í vetur er hann fékk slæmt höfuðhögg. Framhaldið hjá honum er í óvissu. 12. október 2016 19:00