Skoðun

Börn sem kosta

Birna Eik Benediktsdóttir skrifar

Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira.

Hvað ef foreldrar eru of fátækir til þess að sækja um bætur?

Þetta kann að hljóma réttlátt og raunhæft í eyrum sumra en hvernig er það þegar barn með sérþarfir fæðist inn í fátæka fjölskyldu? Ef foreldrar barns eru báðir á lágmarkslaunum, hvað þá ef barnið á einhver systkini sem einnig eru á framfæri foreldrana, geta komið upp þær aðstæður að foreldrar sem í raun eiga rétt á umönnunarbótum vegna verulegs kostnaðar af umönnun barns eru of fátækir til þess að sækja um bæturnar. 

Þegar umsókn um umönnunarbætur þurfa að fylgja kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna umrædds barns þýðir það að til þess að geta fengið umönnunarbætur þarftu fyrst að hafa átt efni á því að greiða fyrir þá sérþjónustu sem barn þitt hefur þörf fyrir og taka kvittun. Þeir foreldrar sem ekki geta greitt fyrir iðjuþjálfun, dýrt sérfræði, lyf eða aðrar sérþarfir barna sinna geta ekki fengið umönnunarbætur. Þannig virðist kerfið innréttað á þann hátt að það léttir undir bagga með þeim sem geta í raun bjargað sér, en þeir sem enga björg sér geta veitt lenda út undan. Að auki þurfa foreldrar barna með meðfæddar eða varanlegar fatlanir að endurnýja umsóknir sínar með reglulegu millibili þrátt fyrir vottorð sérfræðinga um varanlegt ástand barns. Eru hagsmunir barna hér hafðir að leiðarljósi? Þjónar þetta fyrirkomulag þeim helst er þurfa hvað brýnast á aðstoðinni að halda? Stefna Sósíalistaflokksins er að útrýma fátækt. Stefna Sósíalistaflokksins er að að tryggja börnum aðgengi að gjaldfrjálsri þjónustu. Stefna Sósíalistaflokksins er eina vitið. 

Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×