Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 15:55 Brittany Commisso er fyrst þeirra kvenna sem hefur sakað Cuomo um kynferðisáreitni til að stíga fram og greina frá upplifun sinni. skjáskot Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. „Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Brittany Commisso, í viðtali við fréttastofu CBS, sem birtist í dag. Commisso er fyrst kvennanna, svo vitað sé til, sem kærir Cuomo fyrir kynferðisáreitni en í síðustu viku birtust niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálaráðherra New York-ríkis þar sem fram kom að Cuomo hafi gerst sekur um kynferðisáreitni gegn ellefu konum. „Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndi ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu draga nafn mitt í gegn um drullusvað eins og ég hef orðið vitni af þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu. Commisso hefur meðal annars sakað Cuomo um að hafa káfað á rassi hennar, ítrekað sagt óviðeigandi hluti við hana um líkama hennar og ástarlíf og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Þá hafi hann oft knúsað hana án samþykkis og í eitt skipti kysst hana, án hennar samþykkis. Hægt er að horfa á hluta viðtalsins í spilaranum hér að neðan. Cuomo, sem er 63 ára, hefur neitað öllum ásökunum og hefur hingað til ekki tekið í mál að segja af sér, þrátt fyrir hvatningu ýmissa hátt settra aðila, þar á meðal Joes Biden Bandaríkjaforseta. Rannsóknin sem var framkvæmda f dómsmálaráðherra New York var viðamikil og tók marga mánuði. Tæplega 200 voru yfirheyrðir við rannsóknina, þar á meðal þeir sem hafa sakað hann um kynferðisáreitni. Núverandi aðstoðarkona Cuomos, sem hefur verið aðstoðarkona hans undanfarin tvö ár, sagði af sér í morgun en hún hefur verið sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanninum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrsluna. Þá verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo á fundinum. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
„Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Brittany Commisso, í viðtali við fréttastofu CBS, sem birtist í dag. Commisso er fyrst kvennanna, svo vitað sé til, sem kærir Cuomo fyrir kynferðisáreitni en í síðustu viku birtust niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálaráðherra New York-ríkis þar sem fram kom að Cuomo hafi gerst sekur um kynferðisáreitni gegn ellefu konum. „Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndi ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu draga nafn mitt í gegn um drullusvað eins og ég hef orðið vitni af þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu. Commisso hefur meðal annars sakað Cuomo um að hafa káfað á rassi hennar, ítrekað sagt óviðeigandi hluti við hana um líkama hennar og ástarlíf og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Þá hafi hann oft knúsað hana án samþykkis og í eitt skipti kysst hana, án hennar samþykkis. Hægt er að horfa á hluta viðtalsins í spilaranum hér að neðan. Cuomo, sem er 63 ára, hefur neitað öllum ásökunum og hefur hingað til ekki tekið í mál að segja af sér, þrátt fyrir hvatningu ýmissa hátt settra aðila, þar á meðal Joes Biden Bandaríkjaforseta. Rannsóknin sem var framkvæmda f dómsmálaráðherra New York var viðamikil og tók marga mánuði. Tæplega 200 voru yfirheyrðir við rannsóknina, þar á meðal þeir sem hafa sakað hann um kynferðisáreitni. Núverandi aðstoðarkona Cuomos, sem hefur verið aðstoðarkona hans undanfarin tvö ár, sagði af sér í morgun en hún hefur verið sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanninum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrsluna. Þá verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo á fundinum.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29
Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23