Góð ráð til að þrífa flugur af bílum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. ágúst 2021 07:01 Flugur á annars fagurhvítum bíl blaðamanns. Vísir/Kristinn Nú þegar verslunarmannahelgin er liðin þá er gott að huga að því hvernig bíllinn er að koma undan helginni. Eru líkamsleifar flugna það eina sem sést þegar bíllinn er skoðaður. Myndin hér að ofan er af bíl blaðamanns eftir að hafa ekið um Mývatnssveit um helgina. Hægt er að fá sérstök flugnasprey sem eru hönnuð til þess að fjarlægja dauðar flugur af lakki bíla. Líklega er það besta leiðin. Ýmsar tegundir eru fáanlegar. Fyrsta leiðin er að nota sérstakt sprey og fylgja leiðbeiningum framleiðanda sem yfirleitt eru að skola með vatni, spreyja, hugsanlega skrúbba aðeins með svamp eða örtrefjaklút og skola svo aftur. Aðrar leiðir ef flugnasprey er ekki við hendina, eru til dæmis WD-40 sem er til á flestum heimilum, skyldueign í alla bílskúra hið minnsta. Það skemmir ekki lakkið og virkar vel, því er spreyjað á og þurrkað af með örtrefjaklút eftir að hafa fengið að liggja á í skamma stund. Sömu sögu er að segja af flestri annarri feiti. Eins er hægt að setja edik og vatn til helminga í spreybrúsa sem er svo notað til að bleyta upp í flugunum og svo þurrka af með örtrefjaklút. Eins má nota sértaka bílasvampa og bílasjampó, en það getur kallað á nokkrar umferðir og talsvert strit. Ef flugurnar eru ekki þrifnar af getur sýra í líkamsleifum þeirra étið sig í gegnum glæra lakkið sem sett er sem vörn yfir litinn. Slíkt gerir það að verkum að lakkið skemmist frekar. Hafi flugurnar fengið að sitja í einhvern tíma er ágætt að nota spreyið til að bleyta aftur í flugunum og leggja klút rakan af spreyinu yfir og leyfa því að liggja um stund, þá ætti flugan að losna að endingu, án þess að grípa þurfi til mikilla tilþrifa við að skrúbba þær af. Best er að hafa bílinn vel bónaðan áður en lagt er af stað til að auðvelda þrifin eftir ferðalagið. Húsráð Skordýr Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent
Hægt er að fá sérstök flugnasprey sem eru hönnuð til þess að fjarlægja dauðar flugur af lakki bíla. Líklega er það besta leiðin. Ýmsar tegundir eru fáanlegar. Fyrsta leiðin er að nota sérstakt sprey og fylgja leiðbeiningum framleiðanda sem yfirleitt eru að skola með vatni, spreyja, hugsanlega skrúbba aðeins með svamp eða örtrefjaklút og skola svo aftur. Aðrar leiðir ef flugnasprey er ekki við hendina, eru til dæmis WD-40 sem er til á flestum heimilum, skyldueign í alla bílskúra hið minnsta. Það skemmir ekki lakkið og virkar vel, því er spreyjað á og þurrkað af með örtrefjaklút eftir að hafa fengið að liggja á í skamma stund. Sömu sögu er að segja af flestri annarri feiti. Eins er hægt að setja edik og vatn til helminga í spreybrúsa sem er svo notað til að bleyta upp í flugunum og svo þurrka af með örtrefjaklút. Eins má nota sértaka bílasvampa og bílasjampó, en það getur kallað á nokkrar umferðir og talsvert strit. Ef flugurnar eru ekki þrifnar af getur sýra í líkamsleifum þeirra étið sig í gegnum glæra lakkið sem sett er sem vörn yfir litinn. Slíkt gerir það að verkum að lakkið skemmist frekar. Hafi flugurnar fengið að sitja í einhvern tíma er ágætt að nota spreyið til að bleyta aftur í flugunum og leggja klút rakan af spreyinu yfir og leyfa því að liggja um stund, þá ætti flugan að losna að endingu, án þess að grípa þurfi til mikilla tilþrifa við að skrúbba þær af. Best er að hafa bílinn vel bónaðan áður en lagt er af stað til að auðvelda þrifin eftir ferðalagið.
Húsráð Skordýr Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent