Stjörnufræðingar námu ljós fyrir aftan svarthol Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 22:30 Vísindamenn hafa í fyrsta sinn numið ljósbylgur í svartholi. Getty Stjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti numið ljós sem barst til þeirra hlémegins svarthols, á svæðinu fyrir aftan það. Uppgötvunin er talin staðfesting á lýsingum hinnar almennu afstæðiskenningu á því hvernig þyngdarkraftur sveigir ljós í kringum svarthol. Bjartir blossar röntgengeisla sáust fyrir aftan risavaxið svarthol í miðju vetrarbrautar um 800 milljón ljósára í burtu frá okkur. Vísindamenn voru að rannsaka fyrirbæri sem kallast rosabaugur þegar sjónaukinn nam ljósbylgjur. Bylgjurnar voru veikari, minni og öðru vísi á litin en björtu röntgenblossarnir sem fyrst voru numdir. Blossarnir sem urðu til í vetrabrautinni voru svo skærir, að röntgengeislunin virkaði eins og ljóskastari sem lýsti á gas sem myndar skífu í kringum svarthol, einnig á gasið á fyrir aftan svartholið, þann hluta sem sést ekki beint. Vegna þess að svartholið sveigir og beygir geiminn er hægt að sjá endurkastið af ljósblossunum sem átti sér stað hinumegin frá, hlémeginn. Í þetta skiptið tókst að mæla bergmálið af ljósi sem skall á gas fyrir aftan svartholið, samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi. Svartholið eru svo þungt að þau sveigja og beygja geiminn í kringum sig. Því má líkja við undinn þvottapokka. Ljósgeislar ferðast eftir sveigjunum eins og í linsu, svo það sem er fyrir aftan það getur birst okkur þótt svartholið byrgi okkur sýn, sé fyrir, að sögn Sævars Helga. Mælingarnar staðfesta lýsingar almennu afstæðiskenningarinnar á því hvernig þyngdarkrafturinn sveigir ljós í kringum svarthol. „Fyrir fimmtíu árum síðan, þegar stjörnufræðingar fóru að velta því fyrir sér hvernig segulsvið haga sér í nálægt svartholi höfðu þeir enga hugmynd um að einn daginn hefðum við tæknina til að sjá þetta og sjá afstæðiskenningu Einsteins með berum augum,“ segir Roger Blandford, einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindablaðinu Nature, og haft er eftir honum í frétt Guardian. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, auk þess að fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Bjartir blossar röntgengeisla sáust fyrir aftan risavaxið svarthol í miðju vetrarbrautar um 800 milljón ljósára í burtu frá okkur. Vísindamenn voru að rannsaka fyrirbæri sem kallast rosabaugur þegar sjónaukinn nam ljósbylgjur. Bylgjurnar voru veikari, minni og öðru vísi á litin en björtu röntgenblossarnir sem fyrst voru numdir. Blossarnir sem urðu til í vetrabrautinni voru svo skærir, að röntgengeislunin virkaði eins og ljóskastari sem lýsti á gas sem myndar skífu í kringum svarthol, einnig á gasið á fyrir aftan svartholið, þann hluta sem sést ekki beint. Vegna þess að svartholið sveigir og beygir geiminn er hægt að sjá endurkastið af ljósblossunum sem átti sér stað hinumegin frá, hlémeginn. Í þetta skiptið tókst að mæla bergmálið af ljósi sem skall á gas fyrir aftan svartholið, samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi. Svartholið eru svo þungt að þau sveigja og beygja geiminn í kringum sig. Því má líkja við undinn þvottapokka. Ljósgeislar ferðast eftir sveigjunum eins og í linsu, svo það sem er fyrir aftan það getur birst okkur þótt svartholið byrgi okkur sýn, sé fyrir, að sögn Sævars Helga. Mælingarnar staðfesta lýsingar almennu afstæðiskenningarinnar á því hvernig þyngdarkrafturinn sveigir ljós í kringum svarthol. „Fyrir fimmtíu árum síðan, þegar stjörnufræðingar fóru að velta því fyrir sér hvernig segulsvið haga sér í nálægt svartholi höfðu þeir enga hugmynd um að einn daginn hefðum við tæknina til að sjá þetta og sjá afstæðiskenningu Einsteins með berum augum,“ segir Roger Blandford, einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindablaðinu Nature, og haft er eftir honum í frétt Guardian. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, auk þess að fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira