Ríkisstjórnin á að biðja þjóðina afsökunar Gunnar Smári Egilsson skrifar 25. júlí 2021 07:30 Í dag eru 500 dagar síðan að fyrst voru settar á samkomutakmarkanir á Íslandi vegna kórónafaraldursins. Og þetta er líka fyrsti dagurinn í nýjum takmörkunum. Í gær var síðasti dagurinn af 29 dögum án samkomutakmarkana, einu dagarnir af þessum 500 sem Íslendingar hafa verið lausir við samkomutakmarkanir og aðrar heftandi sóttvarnir. Það er skiljanlegt að mörgum sé um og ó. Þrátt fyrir síendurteknar fullyrðingar ráðherranna um að þeir hafi full tök á ástandinu er raunin allt önnur. 69-74% árangur á Nýja Sjálandi, 6% á Íslandi En er þetta ekki vel sloppið, að hafa fengið 29 daga án takmarkana á 500 dögum. Ef við berum okkur saman við Nýja Sjáland, land svo til akkúrat hinum megin á hnettinum, ekki svo ólíkt að loftslagi og svip og sem hefur staðið sig vel í sóttvörnum, þá er þetta afleitur árangur. Þar er runninn upp 492. dagurinn frá því að samkomutakmarkanir voru fyrst settar. Þann tíma hafa íbúar Auckland mátt njóta fulls samkomufrelsis í 339 daga, íbúar Wellington 360 daga og aðrir íbúar Nýja Sjálands fulls frelsis í 366 daga. Til að glöggva okkur á samanburðinum getum við sagt að á Nýja Sjálandi hafi 69-74% daganna verið án takmarkana en aðeins innan við 6% á Íslandi. Munurinn er eiginlega skelfilegur. Almenningur í báðum löndum vill nýsjálensku leiðina Ástæðan fyrir þessum mun er að á Nýja Sjálandi hafa sóttvarnir verið með hefðbundnu sniði, því sem reynt hefur verið og mótað í gegnum aldirnar. Harðar sóttvarnir á svæðum þar sem farsóttin geisar en síðan frjálst venjulegt líf þess á milli varið af hefðbundinni 14 daga sóttkví á landamærunum. Almenningur hefur stutt þessa stefnu heilshugar. Stjórnvöld hafa starfað í takt við vilja almennings. Þau sem hafa mótmælt eru færri á Nýja Sjálandi en þau sem hafa mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvörnum. Almenningur á Íslandi var spurður í könnun á vegum Félagsvísindastofnunar í apríl síðastliðnum hvaða sóttvarnarstefna hann vildi að væri rekin hér. 92% þátttakenda valdi harðar sóttvarnir á landamærum til að verja daglegt líf innanlands, tryggja að sem minnstar takmarkanir þyrfti. Þetta er það sem kalla má nýsjálensku leiðina. Þetta er hins vegar ekki sú stefna sem íslensk stjórnvöld hafa rekið. Sóttvarnaryfirvöld virtust reyndar komin á þessa línu síðla vetrar en sú útgáfa sem kom frá ríkisstjórn og Alþingi virkaði ekki. Og um leið og hertar aðgerðir voru kynntar lýstu ráðherrar því yfir að þær yrðu afturkallaðar fljótlega. Ríkisstjórnin hefur veikt varnir fyrir eigendur fyrirtækja Frá því vorið 2020 hefur reglan verið sú að ríkisstjórnin hafi samþykkt að mestu tillögur sóttvanalæknis um aðgerðir innanlands. En hún hefur ætíð gert minna en lagt er til á landamærunum. Framlag ráðherranna hefur verið að halda sóttvörnum á landamærum niðri. Hvers vegna? Fyrst og fremst til að láta undan kröfum eigenda stórra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Stundum eru þessar ákvarðanir klæddar í búning almennra aðgerða, að verið sé að vernda efnahags landsmanna. Þær fullyrðingar standast hins vegar ekki skoðun. Það hefur verið sýnt fram á að hagur almennings og þjóðarbúsins af veirufríu samfélagi, svipað og Nýsjálendingar hafa notið lengst af faraldrinum, eru mun meiri en hagurinn af þeim ferðamönnum sem hingað koma og öllum þeim takmörkunum sem óhjákvæmilega fylgja þeim bylgjum smita sem rekja má til takmarkaðra sóttvarna á landamærum. Og þetta vita allir. Í það minnsta 92% landsmanna. Þegar þeir völdu í könnun harðari aðgerðir á landamærunum var sú afstaða byggð á ársreynslu af stefnu stjórnvalda. Almenningur hafði þá fengið að reyna veirufrí tímabil og síðan alls kyns takmarkanir í kjölfar slökunar á landamærum og vissi því vel hvað var fólki fyrir bestu. En ríkisstjórnin, sem starfar eftir óskum stærstu eigenda stærstu fyrirtækjanna í ferðaþjónustu taldi sig vita betur. Öfugt við stjórnvöld í Nýja Sjálandi rak ríkisstjórn Íslands stefnu þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. 70 föld dauðsföll Á þessu grafi má sjá sjá dagleg smit frá því faraldurinn hófst. Ísland er rauða línan en Nýja Sjáland sí svarta. Þetta eru rauntölur yfir meðalsmit á dag undanfarna sjö daga, ekki hlutfallstölur leiðréttar fyrir íbúafjölda. Þegar þið horfið á grafið ættuð þið að hafa í huga að það búa fjórtán sinnum fleiri á Nýja Sjálandi. Í raun sýnir þetta graf ríkisstjórn sem lærir að takast á við vanda og svo aðra ríkisstjórn sem getur ekki lært. Á bak við mismuninn á þessum línum er ekki baka takmarkanir á daglegt líf íbúanna heldur veikindi og dauði. Það sem af er faraldri hafa 30 manns dáið vegna cóvid á Íslandi en aðeins 26 á Nýja Sjálandi, þar sem búa 14 sinnum fleiri. Yfirfært yfir á íslenskan mælikvarða jafngilda dauðsföllin á Nýja Sjálandi því að tveir hefðu dáið á Íslandi. Það hafa því fimmtán sinnum fleiri dáið á Íslandi. Og ef við tökum fyrstu bylgjuna frá, sem kom aftan að öllum, þá hafa 4 dáið á Nýja Sjálandi síðan 1. júní á síðasta ári en 20 á Íslandi. Miðað við fólksfjölda eru það 70 falt fleiri dauðsföll. Þetta sýnir vel hvaða alvara er á bak við sóttvarnarstefnuna. Einfalt á Nýja Sjálandi, flókið á Íslandi Og ef við viljum meta hversu íþyngjandi aðgerðirnar stjórnvalda hafa verið er gott að styðjast við varúðarstigin á Nýja Sjálandi. Þau eru bara fjögur og vel skilgreind; frá engum takmörkunum nema grímuskyldu í almannasamgöngum, upp í 100 manna samkomutakmarkanir, það í 10 manna samkomutakmarkanir og loks nokkurs konar útgöngubann utan allra nauðsynlegustu erinda. Aðrar takmarkanir vaxa síðan í sambærilegu hlutfalli upp stigin. Þegar horft er yfir aðgerðardagatalið á Nýja Sjálandi þá er það einfalt og skýrt. Landið eða einstakar borgir eru fluttar frá einu fyrir fram skilgreinda stiginu yfir á það næsta. Frá upphafi cóvid hefur varúðarstigunum verið breytt 26 sinnum til hækkunar eða lækkunar. Íslenska dagatalið er með 42 tilkynningar á þessu ári á 50 á síðasta ári með allskyns útfærslu á samkomutakmörkunum og öðrum aðgerðum. En ef við miðum við samkomutakmarkanirnar fyrst og fremst getum við borið heftandi sóttvarnaraðgerðir landanna saman. Miklu harðari aðgerðir á Íslandi en Nýja Sjáland Ef við tökum Auckland þar sem mestar takmarkanir hafa verið og þar sem tæplega 1,5 milljón manns af rúmlega 5,1 milljón íbúa Nýja Sjálands búa þá hafa 339 dagar verið á stigi eitt, sem eru engar takmarkanir. Á íslandi hafa þessir dagar verið aðeins 29. Í Auckland hafa 75 dagar verið á stigi 2 (100 manna takmarkanir) en 82 slíkir dagar á Íslandi en svo aðrir 153 sem hafa verið með takmarkanir sem voru mismikið vægari en stig 2. Í Auckland hafa verið 46 dagar á stigi 3 en 61 á Íslandi auk 176 sem falla á milli stigs 2 og 3. Það voru síðan 33 dagar í fyrstu bylgjunni á 4. stigi varúðar í Auckland, nánast útgöngubanni en til þess hefur ekki verið gripið á Íslandi. En við leggjum þetta saman og látum sem stigin gefi rétta mynd af alvarleika takmarkana og byrði almennings af sóttvörnum þá var meðaldagurinn í Aukland frá upphafi cóvid 1,54 á meðan hann var 2,20 á Íslandi. Þar sem 1 er ekkert álag var álag almennings vegna sóttvarna á Íslandi 122% meira en í Auckland og 179% meira en í öðrum hlutum Nýja Sjálands. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu að vakna Það sem var merkilegt við gærdaginn var að þá virtist vera að renna upp fyrir sumum þeirra, sem krafist höfðu opinna landamæra, að ef til var staðan ekki eins einföld og þeir höfðu útlistað. Það er ekki svo að með því að opna landamærin þá vaxi ferðaþjónustan. Takmarkaðar sóttvarnir á landamærum auka líkur á enn einni bylgju smita, sem aftur veldur því að Ísland fer á válista í öðrum löndum og ferðalög hingað leggjast af að þeim sökum. Meira en áralöng barátta þessa fólks var því byggð á misskilningi. Það er alls ekki þess hagur, frekar en annara landsmanna, að fella niður sóttvarnir á landamærum. Það er alveg sama hvað okkur finnst um hættuna af kórónafaraldrinum, hvort við teljum dauðsföll af honum ásættanleg og allar sóttvarnaraðgerðir jafnvel óþarfar; staðreyndin er sú að það hefur orðið til kerfi í kringum ferðalög milli landa sem taka mið af fjölda smita í hverju landi. Þau sem vilja græða fljótt sem mest á góðri stöðu smita munu aðeins njóta þess í skamman tíma. Það hefðu íslensk stjórnvöld átt að læra síðastliðið sumar. Bóluefnin áttu að styrkja stefnu ríkisstjórnarinnar Ég hef ekki getið bóluefna. Á Nýja Sjálandi er litið á bóluefni sem stuðning við aðrar sóttvarnir, eitthvað sem dregur úr hættu á smiti, veikindum og dauða. Ríkisstjórn Íslands leit hins vegar á bóluefnin sem tæki til að opna landið fyrr svo hingað kæmu fljótt sem flestir ferðamenn. Bóluefnin voru notuð til stuðnings fyrri stefnu stjórnvalda, sem byggði á falskri von um að ferðaþjónustan gæti vaxið fljótt og vel. Ríkisstjórnin tók veðmáli, lýsti yfir opnun landsins í takt við fjölgun bólusetninga og treysti á að allt færi vel. Ríkisstjórnin hefur nú tapað þessu veðmáli. Við stöndum nú frammi fyrir stærstu bylgju cóvid-smita hingað til. Ef landið verður ekki sett á rauðan válista í þessari viku þá gerist það í þeirri næstu. Innlagnir á sjúkrahús er vanalega í takt við smit fyrir viku eða tíu dögum. Í dag eru fjórir á sjúkrahúsi, það má búast við að sú tala verði miklum mun hærri eftir viku eða tvær. Ráðherrarnir skulda þjóðinni afsökunarbeiðni Og hvað gera ráðherrarnir? Koma þeir til þjóðarinnar og biðja hana afsökunar? Nei, þeir koma fram og segja þjóðinni að nú þurfi hún enn og aftur að axla byrðarnir af kolrangri sóttvarnarstefnu sem rekið er gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. Almenningur hefði miklu fremur viljað halda uppi sóttvörnum á landamærum og fá að halda Þjóðhátíð í Eyjum, Druslugöngu, Menningarnótt og Gleðigöngu. Allur meginþorri almennings kýs að fá að lifa frjálsu lífi innan samfélagsins og taka á sig sóttkví ef hann þarf að ferðast til útlanda. Þau sem vilja kalla takmarkanir á daglegt líf og ófrelsi yfir almenning, veikindi og jafnvel dauða, til þess eins að hingað komi ferðamenn einhverjum misserum fyrr en ella, eru algjör minnihluti landsmanna. En það er fólkið sem stjórnar landinu í gegnum þessa ríkisstjórn sem við sitjum uppi með næstu níu vikurnar. Þá verður kosið til nýs þings og þá fær almenningur færi á að kjósa þessa ríkisstjórn burt. Þá fær almenningur tækifæri til að kjósa þá sóttvarnarstefnu sem hann vill og sem þjónar hans hagsmunum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Í dag eru 500 dagar síðan að fyrst voru settar á samkomutakmarkanir á Íslandi vegna kórónafaraldursins. Og þetta er líka fyrsti dagurinn í nýjum takmörkunum. Í gær var síðasti dagurinn af 29 dögum án samkomutakmarkana, einu dagarnir af þessum 500 sem Íslendingar hafa verið lausir við samkomutakmarkanir og aðrar heftandi sóttvarnir. Það er skiljanlegt að mörgum sé um og ó. Þrátt fyrir síendurteknar fullyrðingar ráðherranna um að þeir hafi full tök á ástandinu er raunin allt önnur. 69-74% árangur á Nýja Sjálandi, 6% á Íslandi En er þetta ekki vel sloppið, að hafa fengið 29 daga án takmarkana á 500 dögum. Ef við berum okkur saman við Nýja Sjáland, land svo til akkúrat hinum megin á hnettinum, ekki svo ólíkt að loftslagi og svip og sem hefur staðið sig vel í sóttvörnum, þá er þetta afleitur árangur. Þar er runninn upp 492. dagurinn frá því að samkomutakmarkanir voru fyrst settar. Þann tíma hafa íbúar Auckland mátt njóta fulls samkomufrelsis í 339 daga, íbúar Wellington 360 daga og aðrir íbúar Nýja Sjálands fulls frelsis í 366 daga. Til að glöggva okkur á samanburðinum getum við sagt að á Nýja Sjálandi hafi 69-74% daganna verið án takmarkana en aðeins innan við 6% á Íslandi. Munurinn er eiginlega skelfilegur. Almenningur í báðum löndum vill nýsjálensku leiðina Ástæðan fyrir þessum mun er að á Nýja Sjálandi hafa sóttvarnir verið með hefðbundnu sniði, því sem reynt hefur verið og mótað í gegnum aldirnar. Harðar sóttvarnir á svæðum þar sem farsóttin geisar en síðan frjálst venjulegt líf þess á milli varið af hefðbundinni 14 daga sóttkví á landamærunum. Almenningur hefur stutt þessa stefnu heilshugar. Stjórnvöld hafa starfað í takt við vilja almennings. Þau sem hafa mótmælt eru færri á Nýja Sjálandi en þau sem hafa mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvörnum. Almenningur á Íslandi var spurður í könnun á vegum Félagsvísindastofnunar í apríl síðastliðnum hvaða sóttvarnarstefna hann vildi að væri rekin hér. 92% þátttakenda valdi harðar sóttvarnir á landamærum til að verja daglegt líf innanlands, tryggja að sem minnstar takmarkanir þyrfti. Þetta er það sem kalla má nýsjálensku leiðina. Þetta er hins vegar ekki sú stefna sem íslensk stjórnvöld hafa rekið. Sóttvarnaryfirvöld virtust reyndar komin á þessa línu síðla vetrar en sú útgáfa sem kom frá ríkisstjórn og Alþingi virkaði ekki. Og um leið og hertar aðgerðir voru kynntar lýstu ráðherrar því yfir að þær yrðu afturkallaðar fljótlega. Ríkisstjórnin hefur veikt varnir fyrir eigendur fyrirtækja Frá því vorið 2020 hefur reglan verið sú að ríkisstjórnin hafi samþykkt að mestu tillögur sóttvanalæknis um aðgerðir innanlands. En hún hefur ætíð gert minna en lagt er til á landamærunum. Framlag ráðherranna hefur verið að halda sóttvörnum á landamærum niðri. Hvers vegna? Fyrst og fremst til að láta undan kröfum eigenda stórra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Stundum eru þessar ákvarðanir klæddar í búning almennra aðgerða, að verið sé að vernda efnahags landsmanna. Þær fullyrðingar standast hins vegar ekki skoðun. Það hefur verið sýnt fram á að hagur almennings og þjóðarbúsins af veirufríu samfélagi, svipað og Nýsjálendingar hafa notið lengst af faraldrinum, eru mun meiri en hagurinn af þeim ferðamönnum sem hingað koma og öllum þeim takmörkunum sem óhjákvæmilega fylgja þeim bylgjum smita sem rekja má til takmarkaðra sóttvarna á landamærum. Og þetta vita allir. Í það minnsta 92% landsmanna. Þegar þeir völdu í könnun harðari aðgerðir á landamærunum var sú afstaða byggð á ársreynslu af stefnu stjórnvalda. Almenningur hafði þá fengið að reyna veirufrí tímabil og síðan alls kyns takmarkanir í kjölfar slökunar á landamærum og vissi því vel hvað var fólki fyrir bestu. En ríkisstjórnin, sem starfar eftir óskum stærstu eigenda stærstu fyrirtækjanna í ferðaþjónustu taldi sig vita betur. Öfugt við stjórnvöld í Nýja Sjálandi rak ríkisstjórn Íslands stefnu þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. 70 föld dauðsföll Á þessu grafi má sjá sjá dagleg smit frá því faraldurinn hófst. Ísland er rauða línan en Nýja Sjáland sí svarta. Þetta eru rauntölur yfir meðalsmit á dag undanfarna sjö daga, ekki hlutfallstölur leiðréttar fyrir íbúafjölda. Þegar þið horfið á grafið ættuð þið að hafa í huga að það búa fjórtán sinnum fleiri á Nýja Sjálandi. Í raun sýnir þetta graf ríkisstjórn sem lærir að takast á við vanda og svo aðra ríkisstjórn sem getur ekki lært. Á bak við mismuninn á þessum línum er ekki baka takmarkanir á daglegt líf íbúanna heldur veikindi og dauði. Það sem af er faraldri hafa 30 manns dáið vegna cóvid á Íslandi en aðeins 26 á Nýja Sjálandi, þar sem búa 14 sinnum fleiri. Yfirfært yfir á íslenskan mælikvarða jafngilda dauðsföllin á Nýja Sjálandi því að tveir hefðu dáið á Íslandi. Það hafa því fimmtán sinnum fleiri dáið á Íslandi. Og ef við tökum fyrstu bylgjuna frá, sem kom aftan að öllum, þá hafa 4 dáið á Nýja Sjálandi síðan 1. júní á síðasta ári en 20 á Íslandi. Miðað við fólksfjölda eru það 70 falt fleiri dauðsföll. Þetta sýnir vel hvaða alvara er á bak við sóttvarnarstefnuna. Einfalt á Nýja Sjálandi, flókið á Íslandi Og ef við viljum meta hversu íþyngjandi aðgerðirnar stjórnvalda hafa verið er gott að styðjast við varúðarstigin á Nýja Sjálandi. Þau eru bara fjögur og vel skilgreind; frá engum takmörkunum nema grímuskyldu í almannasamgöngum, upp í 100 manna samkomutakmarkanir, það í 10 manna samkomutakmarkanir og loks nokkurs konar útgöngubann utan allra nauðsynlegustu erinda. Aðrar takmarkanir vaxa síðan í sambærilegu hlutfalli upp stigin. Þegar horft er yfir aðgerðardagatalið á Nýja Sjálandi þá er það einfalt og skýrt. Landið eða einstakar borgir eru fluttar frá einu fyrir fram skilgreinda stiginu yfir á það næsta. Frá upphafi cóvid hefur varúðarstigunum verið breytt 26 sinnum til hækkunar eða lækkunar. Íslenska dagatalið er með 42 tilkynningar á þessu ári á 50 á síðasta ári með allskyns útfærslu á samkomutakmörkunum og öðrum aðgerðum. En ef við miðum við samkomutakmarkanirnar fyrst og fremst getum við borið heftandi sóttvarnaraðgerðir landanna saman. Miklu harðari aðgerðir á Íslandi en Nýja Sjáland Ef við tökum Auckland þar sem mestar takmarkanir hafa verið og þar sem tæplega 1,5 milljón manns af rúmlega 5,1 milljón íbúa Nýja Sjálands búa þá hafa 339 dagar verið á stigi eitt, sem eru engar takmarkanir. Á íslandi hafa þessir dagar verið aðeins 29. Í Auckland hafa 75 dagar verið á stigi 2 (100 manna takmarkanir) en 82 slíkir dagar á Íslandi en svo aðrir 153 sem hafa verið með takmarkanir sem voru mismikið vægari en stig 2. Í Auckland hafa verið 46 dagar á stigi 3 en 61 á Íslandi auk 176 sem falla á milli stigs 2 og 3. Það voru síðan 33 dagar í fyrstu bylgjunni á 4. stigi varúðar í Auckland, nánast útgöngubanni en til þess hefur ekki verið gripið á Íslandi. En við leggjum þetta saman og látum sem stigin gefi rétta mynd af alvarleika takmarkana og byrði almennings af sóttvörnum þá var meðaldagurinn í Aukland frá upphafi cóvid 1,54 á meðan hann var 2,20 á Íslandi. Þar sem 1 er ekkert álag var álag almennings vegna sóttvarna á Íslandi 122% meira en í Auckland og 179% meira en í öðrum hlutum Nýja Sjálands. Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu að vakna Það sem var merkilegt við gærdaginn var að þá virtist vera að renna upp fyrir sumum þeirra, sem krafist höfðu opinna landamæra, að ef til var staðan ekki eins einföld og þeir höfðu útlistað. Það er ekki svo að með því að opna landamærin þá vaxi ferðaþjónustan. Takmarkaðar sóttvarnir á landamærum auka líkur á enn einni bylgju smita, sem aftur veldur því að Ísland fer á válista í öðrum löndum og ferðalög hingað leggjast af að þeim sökum. Meira en áralöng barátta þessa fólks var því byggð á misskilningi. Það er alls ekki þess hagur, frekar en annara landsmanna, að fella niður sóttvarnir á landamærum. Það er alveg sama hvað okkur finnst um hættuna af kórónafaraldrinum, hvort við teljum dauðsföll af honum ásættanleg og allar sóttvarnaraðgerðir jafnvel óþarfar; staðreyndin er sú að það hefur orðið til kerfi í kringum ferðalög milli landa sem taka mið af fjölda smita í hverju landi. Þau sem vilja græða fljótt sem mest á góðri stöðu smita munu aðeins njóta þess í skamman tíma. Það hefðu íslensk stjórnvöld átt að læra síðastliðið sumar. Bóluefnin áttu að styrkja stefnu ríkisstjórnarinnar Ég hef ekki getið bóluefna. Á Nýja Sjálandi er litið á bóluefni sem stuðning við aðrar sóttvarnir, eitthvað sem dregur úr hættu á smiti, veikindum og dauða. Ríkisstjórn Íslands leit hins vegar á bóluefnin sem tæki til að opna landið fyrr svo hingað kæmu fljótt sem flestir ferðamenn. Bóluefnin voru notuð til stuðnings fyrri stefnu stjórnvalda, sem byggði á falskri von um að ferðaþjónustan gæti vaxið fljótt og vel. Ríkisstjórnin tók veðmáli, lýsti yfir opnun landsins í takt við fjölgun bólusetninga og treysti á að allt færi vel. Ríkisstjórnin hefur nú tapað þessu veðmáli. Við stöndum nú frammi fyrir stærstu bylgju cóvid-smita hingað til. Ef landið verður ekki sett á rauðan válista í þessari viku þá gerist það í þeirri næstu. Innlagnir á sjúkrahús er vanalega í takt við smit fyrir viku eða tíu dögum. Í dag eru fjórir á sjúkrahúsi, það má búast við að sú tala verði miklum mun hærri eftir viku eða tvær. Ráðherrarnir skulda þjóðinni afsökunarbeiðni Og hvað gera ráðherrarnir? Koma þeir til þjóðarinnar og biðja hana afsökunar? Nei, þeir koma fram og segja þjóðinni að nú þurfi hún enn og aftur að axla byrðarnir af kolrangri sóttvarnarstefnu sem rekið er gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. Almenningur hefði miklu fremur viljað halda uppi sóttvörnum á landamærum og fá að halda Þjóðhátíð í Eyjum, Druslugöngu, Menningarnótt og Gleðigöngu. Allur meginþorri almennings kýs að fá að lifa frjálsu lífi innan samfélagsins og taka á sig sóttkví ef hann þarf að ferðast til útlanda. Þau sem vilja kalla takmarkanir á daglegt líf og ófrelsi yfir almenning, veikindi og jafnvel dauða, til þess eins að hingað komi ferðamenn einhverjum misserum fyrr en ella, eru algjör minnihluti landsmanna. En það er fólkið sem stjórnar landinu í gegnum þessa ríkisstjórn sem við sitjum uppi með næstu níu vikurnar. Þá verður kosið til nýs þings og þá fær almenningur færi á að kjósa þessa ríkisstjórn burt. Þá fær almenningur tækifæri til að kjósa þá sóttvarnarstefnu sem hann vill og sem þjónar hans hagsmunum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun