Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 09:00 Hér eru Hákon Magnús, Metta Marit, prinsessa, og Erna Solberg, forsætisráðherra, við minningarathöfnina í morgun. EPA-EFE/GEIR OLSEN „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í ræðu sinni við minningarathöfn vegna hryðjuverkaárásanna í Útey og Ósló þann 22. júlí 2011. Í dag eru liðin tíu ár frá árásunum þar sem 77 féllu. Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins hefur undanfarið kallað eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að berjast gegn pólitískum öfgum í norsku samfélagi. Solberg sagði í morgun í samtali við fréttastofu VG að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að berjast gegn hægri öfgahyggju, sem hún segir hafa verið að baki árásanna fyrir tíu árum síðan. „Við höfum ekki gert nóg til að berjast gegn þessari þróun. Við höfum gert margt og ég er tilbúin til að leita betri leiða, sérstaklega til að ná til drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa miklar öfgar í sínu daglega lífi,“ sagði Solberg í morgun. „Það var ekki bara ein pólitísk hreyfing sem varð fyrir áfalli. Landið allt var barið niður á jörðina. En við náðum að standa upp aftur,“ sagði Solberg. Minningarathafnir fara víða fram í Noregi í dag. Klukkan 8:45 hefst bein útsending frá minningarathöfn í dómkirkjunni í Ósló og klukkan 12:45 verður beint streymi frá minningarathöfn úti í Útey. Þá mun ráðhúsbjöllunum í Ósló verða hringt 77 sinnum til minningar um fórnarlömbin 77 klukkan fimm að íslenskum tíma. Haraldur Noregskonungur mun halda ræðu við minningarathöfnina í dómkirkjunni í dag. 72 mínútur Klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur þann 22. júlí 2011 þegar bílasprengja sprakk í miðborg Óslóar. Allt lögreglulið sem var tiltækt var kallað út en átta fórust og hundruð særðust í sprengingunni. Aðeins tæpum tveimur tímum síðar hófst síðari árásin, í Útey, þar sem hundruð ungmenna í ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins voru saman komin. Árásarmaðurinn, Anders Breivik, hafði klætt sig upp í lögreglubúning og bar fölsuð skilríki. Hann hóf skotárásina þegar í stað og banaði 69 ungmennum og særði minnst 110. 72 mínútum síðar var lögregla komin á staðinn og Breivik lagði niður vopn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hægt er að horfa á minningarathafnirnar í spilaranum hér að neðan. Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í ræðu sinni við minningarathöfn vegna hryðjuverkaárásanna í Útey og Ósló þann 22. júlí 2011. Í dag eru liðin tíu ár frá árásunum þar sem 77 féllu. Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins hefur undanfarið kallað eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að berjast gegn pólitískum öfgum í norsku samfélagi. Solberg sagði í morgun í samtali við fréttastofu VG að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að berjast gegn hægri öfgahyggju, sem hún segir hafa verið að baki árásanna fyrir tíu árum síðan. „Við höfum ekki gert nóg til að berjast gegn þessari þróun. Við höfum gert margt og ég er tilbúin til að leita betri leiða, sérstaklega til að ná til drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa miklar öfgar í sínu daglega lífi,“ sagði Solberg í morgun. „Það var ekki bara ein pólitísk hreyfing sem varð fyrir áfalli. Landið allt var barið niður á jörðina. En við náðum að standa upp aftur,“ sagði Solberg. Minningarathafnir fara víða fram í Noregi í dag. Klukkan 8:45 hefst bein útsending frá minningarathöfn í dómkirkjunni í Ósló og klukkan 12:45 verður beint streymi frá minningarathöfn úti í Útey. Þá mun ráðhúsbjöllunum í Ósló verða hringt 77 sinnum til minningar um fórnarlömbin 77 klukkan fimm að íslenskum tíma. Haraldur Noregskonungur mun halda ræðu við minningarathöfnina í dómkirkjunni í dag. 72 mínútur Klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur þann 22. júlí 2011 þegar bílasprengja sprakk í miðborg Óslóar. Allt lögreglulið sem var tiltækt var kallað út en átta fórust og hundruð særðust í sprengingunni. Aðeins tæpum tveimur tímum síðar hófst síðari árásin, í Útey, þar sem hundruð ungmenna í ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins voru saman komin. Árásarmaðurinn, Anders Breivik, hafði klætt sig upp í lögreglubúning og bar fölsuð skilríki. Hann hóf skotárásina þegar í stað og banaði 69 ungmennum og særði minnst 110. 72 mínútum síðar var lögregla komin á staðinn og Breivik lagði niður vopn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hægt er að horfa á minningarathafnirnar í spilaranum hér að neðan.
Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira