Tékklistinn fyrir sumarfríið í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. júlí 2021 07:00 Sumar í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Þetta er svo geggjaður árstími: Sumarfríið framundan, samvera með vinum og vandamönnum. Jafnvel sól í heiði. Að fara í sumarfrí felur þó meira í sér en að vaktplanið sé skipulagt og allir upplýstir um þitt frí og annarra. Gott er fyrir okkur sjálf, að undirbúa okkur undir það að vera að fara í frí. Og þar sem góð vísa er sjaldan of oft kveðin, eru hér nokkur góð ráð úr umfjöllun Business Insider. Byrjaðu snemma að undirbúa þig undir fríið Margir kvarta undan því að vera í stressi áður en þeir fara í frí. Ná nánast ekki að fara í fríið á réttum tíma eða mæta jafnvel degi fyrr úr fríi vegna vinnu. Hér snýst málin fyrst og fremst um að byrja snemma að undirbúa sig undir það að fara í frí. Gera verkefnalista fram í tímann og passa þá vel að þar séu aðeins verkefni sem virkilega þurfa að klárast fyrir frí. Vinnunetfangið Með góðum fyrirvara er gott að setja texta niður á blað fyrir tilkynningu vinnutölvupóstsins um að þú sért í fríi. Ræða við samstarfsfólk um hvaða nafn og netfang eigi að gefa upp í þinni fjarveru. Mikilvægir viðskiptavinir Það fer auðvitað eftir því við hvað við störfum hvort það eigi við að láta viðskiptavini vita fyrirfram um sumarfríið þitt. En ef þú ert í þannig starfi að þú ert oft í samskiptum við viðskiptavini, er ágætt að skrifa niður lista af þeim viðskiptavinum sem þú telur æskilegt að viti með fyrirvara að þú ert að fara í frí. Þetta er ágætt að gera einni til tveimur vikum fyrir sumarfrí. Enda er þetta líka gott tilefni til að heyra í góðum viðskiptavinum. Skoðaðu forgangsröðunina vel Eitt er að búa til góðan verkefnalista með góðum fyrirvara en annað er að verkefnin séu unnin í réttri forgangsröðun. Ef forgangsröðun verkefna er ekki góð, er meiri hætta á að þú náir ekki að sinna öllu sem þú vildir fyrir frí og endir í stressinu sem þú ert að reyna að forðast. Það er því gott að gefa sér smá tíma í að skoða þetta atriði sérstaklega vel. Hvernig verður staðan eftir frí: Til dæmis eftir mánuð? Þegar að við undirbúum okkur fyrir fríið, er líka ágætt að horfa aðeins til þeirra verkefna sem eru líkleg til að taka við þegar að við komum aftur úr fríi. Ekki bara fyrstu dagana eftir frí, heldur til dæmis fyrstu vikurnar eftir frí. Hvað er til dæmis líklegt að verði í gangi í vinnunni mánuð eftir frí? Er eitthvað sem er gott að klára fyrir frí, þannig að það sé meira svigrúm til að undirbúa þau verkefni vel eftir frí? Treystu samstarfsfólkinu þínu Hvort sem þú ert í stjórnendastöðu eða ekki, er líka gott að hafa í huga að traust til samstarfsfólksins þíns er lykilatriði. Það eru til dæmis allar líkur á að allt muni ganga mjög vel fyrir sig, þótt þú sért að fara í frí! Fyrir fríið er samt ágætt að fara yfir það með samstarfsfólki, hvort það sé hægt að ná í þig á meðan þú ert í frí og þá hvernig (tölvupóstur, sími?). Eins ef markmiðið þitt er að vera alveg í fríi, þá er gott að ræða það líka við samstarfsfólk og gera ráðstafanir um úthlutun verkefna og/eða upplýsingagjöf um stöðu verkefna í samræmi við það. Góðu ráðin Tengdar fréttir Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01 Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Að fara í sumarfrí felur þó meira í sér en að vaktplanið sé skipulagt og allir upplýstir um þitt frí og annarra. Gott er fyrir okkur sjálf, að undirbúa okkur undir það að vera að fara í frí. Og þar sem góð vísa er sjaldan of oft kveðin, eru hér nokkur góð ráð úr umfjöllun Business Insider. Byrjaðu snemma að undirbúa þig undir fríið Margir kvarta undan því að vera í stressi áður en þeir fara í frí. Ná nánast ekki að fara í fríið á réttum tíma eða mæta jafnvel degi fyrr úr fríi vegna vinnu. Hér snýst málin fyrst og fremst um að byrja snemma að undirbúa sig undir það að fara í frí. Gera verkefnalista fram í tímann og passa þá vel að þar séu aðeins verkefni sem virkilega þurfa að klárast fyrir frí. Vinnunetfangið Með góðum fyrirvara er gott að setja texta niður á blað fyrir tilkynningu vinnutölvupóstsins um að þú sért í fríi. Ræða við samstarfsfólk um hvaða nafn og netfang eigi að gefa upp í þinni fjarveru. Mikilvægir viðskiptavinir Það fer auðvitað eftir því við hvað við störfum hvort það eigi við að láta viðskiptavini vita fyrirfram um sumarfríið þitt. En ef þú ert í þannig starfi að þú ert oft í samskiptum við viðskiptavini, er ágætt að skrifa niður lista af þeim viðskiptavinum sem þú telur æskilegt að viti með fyrirvara að þú ert að fara í frí. Þetta er ágætt að gera einni til tveimur vikum fyrir sumarfrí. Enda er þetta líka gott tilefni til að heyra í góðum viðskiptavinum. Skoðaðu forgangsröðunina vel Eitt er að búa til góðan verkefnalista með góðum fyrirvara en annað er að verkefnin séu unnin í réttri forgangsröðun. Ef forgangsröðun verkefna er ekki góð, er meiri hætta á að þú náir ekki að sinna öllu sem þú vildir fyrir frí og endir í stressinu sem þú ert að reyna að forðast. Það er því gott að gefa sér smá tíma í að skoða þetta atriði sérstaklega vel. Hvernig verður staðan eftir frí: Til dæmis eftir mánuð? Þegar að við undirbúum okkur fyrir fríið, er líka ágætt að horfa aðeins til þeirra verkefna sem eru líkleg til að taka við þegar að við komum aftur úr fríi. Ekki bara fyrstu dagana eftir frí, heldur til dæmis fyrstu vikurnar eftir frí. Hvað er til dæmis líklegt að verði í gangi í vinnunni mánuð eftir frí? Er eitthvað sem er gott að klára fyrir frí, þannig að það sé meira svigrúm til að undirbúa þau verkefni vel eftir frí? Treystu samstarfsfólkinu þínu Hvort sem þú ert í stjórnendastöðu eða ekki, er líka gott að hafa í huga að traust til samstarfsfólksins þíns er lykilatriði. Það eru til dæmis allar líkur á að allt muni ganga mjög vel fyrir sig, þótt þú sért að fara í frí! Fyrir fríið er samt ágætt að fara yfir það með samstarfsfólki, hvort það sé hægt að ná í þig á meðan þú ert í frí og þá hvernig (tölvupóstur, sími?). Eins ef markmiðið þitt er að vera alveg í fríi, þá er gott að ræða það líka við samstarfsfólk og gera ráðstafanir um úthlutun verkefna og/eða upplýsingagjöf um stöðu verkefna í samræmi við það.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01 Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01
Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01
Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01