Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 12:14 Kim Jong-un ávarpar forsætisrnefnd Verkamannaflokks Norður-Kóreu, Þar úthúðaði hann hátt settum embættismönnum fyrir vanhæfni, ábyrgðarleysi og sinnuleysi í glímunni við faraldurinn. AP/Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. Takmarkaðar upplýsingar um ástanda mála í Norður-Kóreu berast út fyrir landamæri ríkisins. Norður-kóresk stórnvöld hafa reynt að halda því fram að engin kórónuveirutilfelli hafi greinst þar þrátt fyrir að landið deili landamærum við Kína. Því reyna sérfræðingar að rýna í opinber ummæli líkt og þau sem ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hafði eftir Kim í dag. Ekki kom þó fram í umfjöllun hans hver þessi örlagaríku mistök hefðu verið. Þau voru Kim þó tilefni til þess að kalla saman forsætisnefnd Verkamannaflokksins. Kim sagði þar að „hátt settir embættismenn sem voru yfir mikilvægum málefnum ríkisins hefðu vanrækt að framfylgja mikilvægum ákvörðunum flokksins um að grípa til skipulagslegra, stofnanalegra, efnislegra, vísindalegra og tæknilegra aðgerða líkt og viðvarandi neyðarástand vegna faraldursforvarna krefst“. Munu aldrei viðurkenna smit Sérfræðingarnir telja þetta benda til þess að ástand faraldursins sé slæmt. Hong Min, greinandi hjá Þjóðareiningarstofnun Kóreu í Seúl í Suður-Kóreu, segir ummæli Kim benda til þess að hann ætli mögulega að gera Kim Tok Hun, forsætisráðherra, ábyrgan fyrir klúðri stjórnvalda og skipta honum út. „Það er ekki möguleiki að Norður-Kórea viðurkenni nokkru sinni smit, jafnvel þó að það almenn útbreiðsla, upplýsir norðrið alls ekki um slíka þróun og heldur áfram að halda á lofti veiruvörnum sem þau fullyrða að séu þær bestu,“ segir Hong við AP-fréttastofuna. Eðli ummæla Kim telur hann benda til að eitthvað stór hafi gerst, hvort það sé útbreitt smit kórónuveirunnar eða að stór hópur fólks hafi verið útsettur fyrir smiti. Aðrir sérfræðingar telja þó mögulegt að Kim sé ósáttur við smygl um landamærin eða að hann hyggi á uppstokkun í stjórn sinni til að treysta völd sín. Norður-Kórea lokaði landamærum sínum þegar faraldurinn hófst. Lokunin ásamt viðskiptaþvingunum hefur leitt til matvælaskorts og efnahagskreppu. Kim gekkst við því nýlega að matarskortur væri í landinu og sagði landsmönnum að búa sig undir sögulega slæmar afleiðingar sem breska ríkisútvarpið BBC segir að hafi virst vísun í mannskæða hungursneyð í landinu á 10. áratug síðustu aldar. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Takmarkaðar upplýsingar um ástanda mála í Norður-Kóreu berast út fyrir landamæri ríkisins. Norður-kóresk stórnvöld hafa reynt að halda því fram að engin kórónuveirutilfelli hafi greinst þar þrátt fyrir að landið deili landamærum við Kína. Því reyna sérfræðingar að rýna í opinber ummæli líkt og þau sem ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hafði eftir Kim í dag. Ekki kom þó fram í umfjöllun hans hver þessi örlagaríku mistök hefðu verið. Þau voru Kim þó tilefni til þess að kalla saman forsætisnefnd Verkamannaflokksins. Kim sagði þar að „hátt settir embættismenn sem voru yfir mikilvægum málefnum ríkisins hefðu vanrækt að framfylgja mikilvægum ákvörðunum flokksins um að grípa til skipulagslegra, stofnanalegra, efnislegra, vísindalegra og tæknilegra aðgerða líkt og viðvarandi neyðarástand vegna faraldursforvarna krefst“. Munu aldrei viðurkenna smit Sérfræðingarnir telja þetta benda til þess að ástand faraldursins sé slæmt. Hong Min, greinandi hjá Þjóðareiningarstofnun Kóreu í Seúl í Suður-Kóreu, segir ummæli Kim benda til þess að hann ætli mögulega að gera Kim Tok Hun, forsætisráðherra, ábyrgan fyrir klúðri stjórnvalda og skipta honum út. „Það er ekki möguleiki að Norður-Kórea viðurkenni nokkru sinni smit, jafnvel þó að það almenn útbreiðsla, upplýsir norðrið alls ekki um slíka þróun og heldur áfram að halda á lofti veiruvörnum sem þau fullyrða að séu þær bestu,“ segir Hong við AP-fréttastofuna. Eðli ummæla Kim telur hann benda til að eitthvað stór hafi gerst, hvort það sé útbreitt smit kórónuveirunnar eða að stór hópur fólks hafi verið útsettur fyrir smiti. Aðrir sérfræðingar telja þó mögulegt að Kim sé ósáttur við smygl um landamærin eða að hann hyggi á uppstokkun í stjórn sinni til að treysta völd sín. Norður-Kórea lokaði landamærum sínum þegar faraldurinn hófst. Lokunin ásamt viðskiptaþvingunum hefur leitt til matvælaskorts og efnahagskreppu. Kim gekkst við því nýlega að matarskortur væri í landinu og sagði landsmönnum að búa sig undir sögulega slæmar afleiðingar sem breska ríkisútvarpið BBC segir að hafi virst vísun í mannskæða hungursneyð í landinu á 10. áratug síðustu aldar.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Á meðan hungursneyð ríkir í Norður-Kóreu greinir ríkismiðillinn, sem lýtur stjórn ríkisstjórnarinnar, frá því að alþýðan hafi áhyggjur af þyngdartapi leiðtoga síns, Kim Jong Un. 27. júní 2021 14:05
Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32