Pétri svarað Daði Már Kristófersson skrifar 28. júní 2021 12:01 Pétur Pálsson skrifar aðra grein hér á Vísi þar sem hann gerir athugasemdir við greinar mínar um veiðigjöld (hér og hér). Glögglega sést á skrifum okkar Péturs að við eru ekki sammála um hvort opinber skráning á verði fisks sé rétt eða ekki. Í fyrri grein minni lýsi ég minni nálgun. Hann lýsir þeirri sem notuð er hér. Ég læt lesendum eftir að dæma hvor leiðin þeim þykir betur endurspegla verðmæti fisks. Hinn punkturinn snýr að því hvort gjaldtaka með sölu á hluta kvótans sé skynsamleg leið til þess að innheimta veiðigjald. Ljóst er að miklu máli skiptir hvernig að slíku er staðið. Arðbær sjávarútvegur krefst fyrirsjáanleika. Sala á kvóta þyrfti því að vera til langs tíma ef ekki ætti að skerða hvata til fjárfestinga í greininni. Reynsla Færeyinga er þar t.d. víti til varnaðar. Þar var fyrst og fremst selt til árs í senn. Viðreisn hefur á hinn bóginn stutt hugmyndir að nýtingarsamningum til lengri tíma, þar sem einingis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Nýtingarsamningar þessir yrðu einkaréttarlegs eðlis, og þar með varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Ég hnýt um eitt atriði í röksemdafærslu Péturs. Hann segir: „Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig.“ Hvernig má það vera að sala ríkisins á aflahlutdeild setji alla útgerð í uppnám? Hafa ekki útgerðaraðilar verið að selja hverjir öðrum aflahlutdeild undanfarin 30 ár? Hvað er svona eitrað við að kaupa af ríkinu? Ríkið selur alskyns eignir daglega. Er það almenn reynsla þeirra sem kaupa þær eignir að þeir séu hlunnfarnir eða að kaupin séu ósanngjörn? Ég þakka síðan Pétri fyrir boðið í kaffi. Það á ég eftir að þiggja. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Pétur Pálsson skrifar aðra grein hér á Vísi þar sem hann gerir athugasemdir við greinar mínar um veiðigjöld (hér og hér). Glögglega sést á skrifum okkar Péturs að við eru ekki sammála um hvort opinber skráning á verði fisks sé rétt eða ekki. Í fyrri grein minni lýsi ég minni nálgun. Hann lýsir þeirri sem notuð er hér. Ég læt lesendum eftir að dæma hvor leiðin þeim þykir betur endurspegla verðmæti fisks. Hinn punkturinn snýr að því hvort gjaldtaka með sölu á hluta kvótans sé skynsamleg leið til þess að innheimta veiðigjald. Ljóst er að miklu máli skiptir hvernig að slíku er staðið. Arðbær sjávarútvegur krefst fyrirsjáanleika. Sala á kvóta þyrfti því að vera til langs tíma ef ekki ætti að skerða hvata til fjárfestinga í greininni. Reynsla Færeyinga er þar t.d. víti til varnaðar. Þar var fyrst og fremst selt til árs í senn. Viðreisn hefur á hinn bóginn stutt hugmyndir að nýtingarsamningum til lengri tíma, þar sem einingis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Nýtingarsamningar þessir yrðu einkaréttarlegs eðlis, og þar með varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Ég hnýt um eitt atriði í röksemdafærslu Péturs. Hann segir: „Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig.“ Hvernig má það vera að sala ríkisins á aflahlutdeild setji alla útgerð í uppnám? Hafa ekki útgerðaraðilar verið að selja hverjir öðrum aflahlutdeild undanfarin 30 ár? Hvað er svona eitrað við að kaupa af ríkinu? Ríkið selur alskyns eignir daglega. Er það almenn reynsla þeirra sem kaupa þær eignir að þeir séu hlunnfarnir eða að kaupin séu ósanngjörn? Ég þakka síðan Pétri fyrir boðið í kaffi. Það á ég eftir að þiggja. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar