Hægt að létta verulega á takmörkunum Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. júní 2021 16:52 Þórólfur Guðnason eftir einn ríkisstjórnarfundinn í vor. Ef allt fer að óskum mun hann síður venja komur sínar á þær samkundur á komandi tímum. Vísir/Vilhelm Viðbúið er að verulegar breytingar á samkömutakmörkunum verði kynntar á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir innanlands og á landamærunum. Óhætt er að segja að staða kórónuverufaraldursins hér á landi sé nokkuð góð en enginn hefur greinst með veiruna innanlands í átta daga. Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tvö minnisblöð, annað um aðgerðir innanlands en hitt um aðgerðir á landamærunum. Aðspurður hvort Íslendingar megi eiga von á góðu á morgun segir Þórólfur í samtali við fréttastofu: „Ríkisstjórnin er bara að fjalla um þetta núna og skoða málið og ákveður síðan hvað verður gert.“ Forsendur til að létta verulega á Samkvæmt heimildum fréttastofu eru verulegar breytingar boðaðar en heilbrigðisráðherra hefur sagt að stefnt sé að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands fyrir lok mánaðar. Lagðir þú til að öllu yrði aflétt? „Ég lagði ýmislegt til og ég tel ekki ástæður til að greina frá því núna frekar en áður,“ segir Þórólfur. „Allar takmarkanir sem eru í gangi eru undir í sjálfu sér, að létta á því. Það hefur gengið mjög vel núna innanlands. Síðasta innanlandstilfellið var 15. júní, þannig að það hefur gengið bara gríðarlega vel. Það hefur gengið líka vel á landamærunum, þannig að það eru alveg forsendur til að létta verulega á núna, finnst mér.“ Þórólfur vonast til að þurfa ekki að herða reglurnar aftur. „Svo sannarlega vonast ég til þess. En við þurfum líka að vera við því búin því faraldurinn er bara í mikilli útbreiðslu víða og það er bara brot af heiminum sem hefur verið bólusettur þannig að veiran verður með okkur í heiminum áfram þó að þetta gangi vel hér.“ Minnisblöðin verða kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun og er venjan að tilkynnt sé um breytingar að honum loknum. Draga úr skimunum en á ábyrgan hátt Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði verkefnastjóri hjá heilsugæslunni að ekki sé hægt að anna áframhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. „Þetta blasir eins við okkur. Það er alltaf að bætast í farþegafjöldann hjá okkur og met sleginn nánast daglega í farþegafjöldanum og biðin fyrir fólk er að verða ansi löng. Það er komið yfir tvo tíma sem fólk er í röð,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Flestir sýni þolinmæði en alls ekki allir. „Við höfum þurft að hafa afskipti af fólki vegna pirrings svo að maður taki vægt til orða,“ segir Sigurgeir. Þórólfur hefur sagst stefna að því að hætta að skima þennan hóp við landamærin um mánaðamótin, enda hlutfall smitaðra afar lágt og engin dreifing út frá þeim. „Það er mjög mikilvægt að við rýnum í okkar gögn og þær upplýsingar sem við höfum safnað til að reyna einfalda þetta á landamærunum en gera það samt á ábyrgan og öruggan hátt og það mun koma fram í mínum minnisblöðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum um aðgerðir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um breytingar á samkomutakmörkunum innanlands. Ætla má að ríkisstjórnin ræði þær á fundi sínum í fyrramálið. 24. júní 2021 12:55 Ekki hægt að anna skimunum á bólusettum við landamærin Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki hægt að anna áframhamhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. 23. júní 2021 21:28 Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Óhætt er að segja að staða kórónuverufaraldursins hér á landi sé nokkuð góð en enginn hefur greinst með veiruna innanlands í átta daga. Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tvö minnisblöð, annað um aðgerðir innanlands en hitt um aðgerðir á landamærunum. Aðspurður hvort Íslendingar megi eiga von á góðu á morgun segir Þórólfur í samtali við fréttastofu: „Ríkisstjórnin er bara að fjalla um þetta núna og skoða málið og ákveður síðan hvað verður gert.“ Forsendur til að létta verulega á Samkvæmt heimildum fréttastofu eru verulegar breytingar boðaðar en heilbrigðisráðherra hefur sagt að stefnt sé að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands fyrir lok mánaðar. Lagðir þú til að öllu yrði aflétt? „Ég lagði ýmislegt til og ég tel ekki ástæður til að greina frá því núna frekar en áður,“ segir Þórólfur. „Allar takmarkanir sem eru í gangi eru undir í sjálfu sér, að létta á því. Það hefur gengið mjög vel núna innanlands. Síðasta innanlandstilfellið var 15. júní, þannig að það hefur gengið bara gríðarlega vel. Það hefur gengið líka vel á landamærunum, þannig að það eru alveg forsendur til að létta verulega á núna, finnst mér.“ Þórólfur vonast til að þurfa ekki að herða reglurnar aftur. „Svo sannarlega vonast ég til þess. En við þurfum líka að vera við því búin því faraldurinn er bara í mikilli útbreiðslu víða og það er bara brot af heiminum sem hefur verið bólusettur þannig að veiran verður með okkur í heiminum áfram þó að þetta gangi vel hér.“ Minnisblöðin verða kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun og er venjan að tilkynnt sé um breytingar að honum loknum. Draga úr skimunum en á ábyrgan hátt Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði verkefnastjóri hjá heilsugæslunni að ekki sé hægt að anna áframhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. „Þetta blasir eins við okkur. Það er alltaf að bætast í farþegafjöldann hjá okkur og met sleginn nánast daglega í farþegafjöldanum og biðin fyrir fólk er að verða ansi löng. Það er komið yfir tvo tíma sem fólk er í röð,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Flestir sýni þolinmæði en alls ekki allir. „Við höfum þurft að hafa afskipti af fólki vegna pirrings svo að maður taki vægt til orða,“ segir Sigurgeir. Þórólfur hefur sagst stefna að því að hætta að skima þennan hóp við landamærin um mánaðamótin, enda hlutfall smitaðra afar lágt og engin dreifing út frá þeim. „Það er mjög mikilvægt að við rýnum í okkar gögn og þær upplýsingar sem við höfum safnað til að reyna einfalda þetta á landamærunum en gera það samt á ábyrgan og öruggan hátt og það mun koma fram í mínum minnisblöðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum um aðgerðir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um breytingar á samkomutakmörkunum innanlands. Ætla má að ríkisstjórnin ræði þær á fundi sínum í fyrramálið. 24. júní 2021 12:55 Ekki hægt að anna skimunum á bólusettum við landamærin Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki hægt að anna áframhamhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. 23. júní 2021 21:28 Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum um aðgerðir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um breytingar á samkomutakmörkunum innanlands. Ætla má að ríkisstjórnin ræði þær á fundi sínum í fyrramálið. 24. júní 2021 12:55
Ekki hægt að anna skimunum á bólusettum við landamærin Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki hægt að anna áframhamhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum. 23. júní 2021 21:28
Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. 23. júní 2021 09:02