Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 2-1 | Þórsarar í 16-liða úrslit Árni Gísli Magnússon skrifar 22. júní 2021 21:25 Þórsarar eru á leið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vísir/Skjáskot Þór mætti Grindavík á Salt-Pay vellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú í kvöld. Liðin leika bæði í Lengjudeildinni og skilja þar 8 stig liðin að. Þórsarar eru komnir áfram eftir 2-1 iðnaðarsigur. Þórsarar byrjuðu betur og komust yfir strax á fjórðu mínútu. Ásgeir Marinó Baldvinsson fékk þá boltann úti hægra megin og keyrði inn að teig gestanna og setti boltann þéttingsfast fyrir með jörðinni beint á Jakob Snæ sem var mættur og setti boltann auðveldlega í opið markið. Fyrri hálfleikurinn var að öðru leyti lítið fyrir augað og fátt markverk gerðist. Það skapaðist nokkrum sinnum hætta inn á teig Þórsara eftir föst leikatriði Grindvíkinga en Þórsarar komu boltanum alltaf frá undir rest. Í seinni hálfleik færðist aðeins meiri harka í leikinn og liðin náðu að koma sér í betri færi. Á 59. mínútu slapp Sölvi Sverrisson einn inn fyrir vörn Grindavíkur og átti skot sem Majewski varði frá honum en boltinn hrökk beint fyrir fæturnar á Alvaro Montejo, sem hafði komið inn á sem varamaður fjórum mínútum áður, og setti hann boltanum örugglega upp í hægra hornið og Þórsarar komnir tveimur mörkum yfir. Á 64. mínútu átti Sigurjón Rúnarsson hörkuskalla í slánna eftir hornspyrnu frá Símoni Loga. Það var svo á 77. mínútu sem að gestirnir komu boltanum loks í netið og var þar að verki Mirza Hasecic þegar hann skallaði boltann í markið eftir fasta en stutta sendingu inn á teiginn. Grindvíkingar þjörmuðu grimmt á Þórsara undir lok leiksins og dældu boltanum hvað eftir annað inn í teig en varnarmúr Þórsara hélt út og Þórsarar fögnuðu vel og innilega þegar lokaflautið gall. Af hverju vann Þór? Þórsarar nýttu færin sín vel í dag. Ég held þeir hafi kannski fengið eitt til tvö færi til viðbótar við mörkin tvö sem þeir skoruðu og það nægði þeim þar sem Grindvíkingar fengu ekki mörg færi og skoruðu ekki nema eitt mark. Hverjir stóðu upp úr? Petar Planic og Birgir Ómar Hlynsson voru virkilega samrýndir og flottir í hafsentastöðunum hjá Þór í dag og unnu ófá einvígin hvort sem það var í loftinu eða niðri á grasinu. Alvaro Montejo átti einnig flotta innkomu og setti strax mark sitt á leikinn með marki. Hjá Grindavík var Mirza Hasecic allt í öllu í föstum leikatriðum og var mikið í boltanum. Hann skoraði síðan gott skallamark sem dugði því miður ekki til fyrir Grindavík. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá báðum liðunum að spila boltanum vel sín á milli meðfram grasinu. Völlurinn er ekki í góðu ásigkomulagi og komu þjálfarar beggja liða inn á það eftir leik. Hvað gerist næst? Þór er komið áfram í 16-liða úrslitin. Mótherjar þeirra eru óljósir en þeir koma í ljós þegar dregið verður von bráðar. Næsti leikur þeirra í deild er gegn Fjölni í Grafarvoginum á laugardag kl. 13:00. Grindavík er dottið úr leik og einbeita sér að Lengjudeildinni þar sem þeir eru í harðri toppbaráttu. Næsti leikur þeirra er við Kórdrengi á Domusnovavellinum á föstudag kl. 19:15. Orri: Við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur Orri Freyr segir að sigurinn í dag hafi ekki verið fallegurÞór Akureyri Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var sáttur með að vera kominn áfram í næstu umferð en fannst leikurinn sjálfur ekki upp á marga fiska. „Þetta var náttúrulega bara barningur frá fyrstu mínútu til síðustu. Aðstæðurnar voru krefjandi en við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur, en sigur er sigur og við erum komnir áfram sem er bara flott.” Völlurinn er ekki mjög góðu ásigkomulagi og gat Orri því skilið að fótboltinn sem slíkur hafi ekki verið frábær hjá báðum liðum í dag. „Nei nei völlurinn bara hreinlega býður eiginlega ekki upp á neinn Brasilíu bolta því miður. Hann lítur ágætlega út úr stúkunni en er mjög slæmur þegar inn á hann er komið. Mér fannst bæði lið vera reyna að spila eftir grasinu en það gekk bara mjög illa hjá báðum liðum.” „Það er ekkert gaman að íþróttum nema að það sé harka í þeim, fullorðnir menn eiga að takast á bara og það var bara flott, ég bjóst ekki við neinu öðru, þeir eru með mjög flott lið og eru í toppbaráttunni í deildinni okkar og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru vel mannaðir og með mjög marga öfluga leikmenn”, sagði Orri þegar hann var spurður út í hörkuna sem myndaðist á milli liðanna inni á vellinum. Orri tók undir það að sigurinn í kvöld geti gefið liðinu aukna trú á komandi leikjum í deildinni þar sem árangurinn hefur ekki verið nægilega góður hingað til. „Já klárlega sko, það er alltaf miklu skemmtirlegra þegar maður vinnur heldur en þegar maður tapar og þegar þú nærð að tengja nokkra leiki í röð án sigurs verður stemmingin í klefanum aðeins daprari fyrir vikið. Ég heyrði að þeir fögnuðu vel áðan og vonandi er þetta eitthvað sem þeir geta nýtt sér í framhaldinu.” Sigurbjörn: Þetta er ekki teppi hérna, nýbúin að vera frjálsíþróttaæfing með kúlu og kringlu og sleggju jafnvel rétt áður Sigurbjörn Hreiðarsson.vísir/daníel Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með framlag síns liðs í dag þrátt fyrir að vera dottnir út úr bikarnum þetta árið. „Fyrstu 5-10 mínúturnar var kraftur í þeim, skora þarna 1-0 og svo fannst mér við vera með þennan leik, það er nú bara þannig og ég er svekktur að hafa ekki komið þessu allavega í framlengingu hérna. Mér fannst við vera með leikinn algjörlega, strákarnir stóðu sig mjög vel, lögðu sig fram og voru bara í góðum gír inn á velinum. Þeir skora hérna mörk og út það gengur þetta, við náum því ekki og þeir eru áfram en ekki við.” „Völlurinn er nú ekki, þetta er ekki teppi hérna, nýbúin að vera frjálsíþróttaæfing með kúlu og kringlu og sleggju jafnvel rétt áður þannig að menn eru ekkert að ná því að spila hér og smá vindur. Mér finnst samt inn á milli koma þokkalegir kaflar og í seinni hálfleik tökum við alveg yfir og náum góðum spilköflum en náum bara ekki að skora”, sagði Sigurbjörn þegar minnst var á að ekki hafi verið leikinn sérstaklega fallegur fótbolti í dag og virtist ekki skilja í því að frjálsíþróttaæfing hafi farið fram á vellinum rétt fyrir leik. Sigurbjörn gerði átta breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn í dag og virðist treysta vel á breiddina í hópnum. „Við erum bara með þannig hóp að við treystum öllum til að spila og höfum verið að spila á mönnum í deildinni sem hafa staðið sig mjög vel og mér fannst vera tilvalið að leyfa mönnum að sýna sig hérna þar sem mjög stutt er á milli leikja. Við spiluðum síðasta föstudag spilum aftur núna á föstudaginn þannig að við þurfum að huga aðeins að meiðslum og öðru slíku í þessu en mér fannst menn bara í góðum gír og þetta lið sem var inn á í dag var betra á vellinum fannst mér en Þórsarar eru alltaf með ákveðin gæði í sínum leik. Þegar Alvaro kom inn á slúttar hann mjög vel, 2-0 það er svona smá á brattann að sækja en við vorum nálægt því hérna að jafna.” „Við stefnum á að vinna hvern einasta leik sem við förum í og sjáum hvar við verðum þegar lokakaflinn byrjar, við stefnum náttúrulega á að vera í baráttunni þegar sá kafli byrjar ekki spurning, við teljum okkur vera með lið í það en það er náttúrulega fullt af fínum liðum í fyrstu deild í sama hugsunargangi og við. Við eigum fáránlega erfiðan leik á föstudaginn á móti þrusu Kórdrengjaliði á þeirra heimavelli þannig að við þufum bara að fóksusa á það núna en fúlt að vera dottnir úr bikarnum því við ætluðum áfram”, sagði Sigurbjörn aðspurður út í toppbaráttuna sem framundan er hjá liðinu í Lengjudeildinni. Mjólkurbikarinn Þór Akureyri UMF Grindavík
Þór mætti Grindavík á Salt-Pay vellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú í kvöld. Liðin leika bæði í Lengjudeildinni og skilja þar 8 stig liðin að. Þórsarar eru komnir áfram eftir 2-1 iðnaðarsigur. Þórsarar byrjuðu betur og komust yfir strax á fjórðu mínútu. Ásgeir Marinó Baldvinsson fékk þá boltann úti hægra megin og keyrði inn að teig gestanna og setti boltann þéttingsfast fyrir með jörðinni beint á Jakob Snæ sem var mættur og setti boltann auðveldlega í opið markið. Fyrri hálfleikurinn var að öðru leyti lítið fyrir augað og fátt markverk gerðist. Það skapaðist nokkrum sinnum hætta inn á teig Þórsara eftir föst leikatriði Grindvíkinga en Þórsarar komu boltanum alltaf frá undir rest. Í seinni hálfleik færðist aðeins meiri harka í leikinn og liðin náðu að koma sér í betri færi. Á 59. mínútu slapp Sölvi Sverrisson einn inn fyrir vörn Grindavíkur og átti skot sem Majewski varði frá honum en boltinn hrökk beint fyrir fæturnar á Alvaro Montejo, sem hafði komið inn á sem varamaður fjórum mínútum áður, og setti hann boltanum örugglega upp í hægra hornið og Þórsarar komnir tveimur mörkum yfir. Á 64. mínútu átti Sigurjón Rúnarsson hörkuskalla í slánna eftir hornspyrnu frá Símoni Loga. Það var svo á 77. mínútu sem að gestirnir komu boltanum loks í netið og var þar að verki Mirza Hasecic þegar hann skallaði boltann í markið eftir fasta en stutta sendingu inn á teiginn. Grindvíkingar þjörmuðu grimmt á Þórsara undir lok leiksins og dældu boltanum hvað eftir annað inn í teig en varnarmúr Þórsara hélt út og Þórsarar fögnuðu vel og innilega þegar lokaflautið gall. Af hverju vann Þór? Þórsarar nýttu færin sín vel í dag. Ég held þeir hafi kannski fengið eitt til tvö færi til viðbótar við mörkin tvö sem þeir skoruðu og það nægði þeim þar sem Grindvíkingar fengu ekki mörg færi og skoruðu ekki nema eitt mark. Hverjir stóðu upp úr? Petar Planic og Birgir Ómar Hlynsson voru virkilega samrýndir og flottir í hafsentastöðunum hjá Þór í dag og unnu ófá einvígin hvort sem það var í loftinu eða niðri á grasinu. Alvaro Montejo átti einnig flotta innkomu og setti strax mark sitt á leikinn með marki. Hjá Grindavík var Mirza Hasecic allt í öllu í föstum leikatriðum og var mikið í boltanum. Hann skoraði síðan gott skallamark sem dugði því miður ekki til fyrir Grindavík. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá báðum liðunum að spila boltanum vel sín á milli meðfram grasinu. Völlurinn er ekki í góðu ásigkomulagi og komu þjálfarar beggja liða inn á það eftir leik. Hvað gerist næst? Þór er komið áfram í 16-liða úrslitin. Mótherjar þeirra eru óljósir en þeir koma í ljós þegar dregið verður von bráðar. Næsti leikur þeirra í deild er gegn Fjölni í Grafarvoginum á laugardag kl. 13:00. Grindavík er dottið úr leik og einbeita sér að Lengjudeildinni þar sem þeir eru í harðri toppbaráttu. Næsti leikur þeirra er við Kórdrengi á Domusnovavellinum á föstudag kl. 19:15. Orri: Við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur Orri Freyr segir að sigurinn í dag hafi ekki verið fallegurÞór Akureyri Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var sáttur með að vera kominn áfram í næstu umferð en fannst leikurinn sjálfur ekki upp á marga fiska. „Þetta var náttúrulega bara barningur frá fyrstu mínútu til síðustu. Aðstæðurnar voru krefjandi en við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur, en sigur er sigur og við erum komnir áfram sem er bara flott.” Völlurinn er ekki mjög góðu ásigkomulagi og gat Orri því skilið að fótboltinn sem slíkur hafi ekki verið frábær hjá báðum liðum í dag. „Nei nei völlurinn bara hreinlega býður eiginlega ekki upp á neinn Brasilíu bolta því miður. Hann lítur ágætlega út úr stúkunni en er mjög slæmur þegar inn á hann er komið. Mér fannst bæði lið vera reyna að spila eftir grasinu en það gekk bara mjög illa hjá báðum liðum.” „Það er ekkert gaman að íþróttum nema að það sé harka í þeim, fullorðnir menn eiga að takast á bara og það var bara flott, ég bjóst ekki við neinu öðru, þeir eru með mjög flott lið og eru í toppbaráttunni í deildinni okkar og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru vel mannaðir og með mjög marga öfluga leikmenn”, sagði Orri þegar hann var spurður út í hörkuna sem myndaðist á milli liðanna inni á vellinum. Orri tók undir það að sigurinn í kvöld geti gefið liðinu aukna trú á komandi leikjum í deildinni þar sem árangurinn hefur ekki verið nægilega góður hingað til. „Já klárlega sko, það er alltaf miklu skemmtirlegra þegar maður vinnur heldur en þegar maður tapar og þegar þú nærð að tengja nokkra leiki í röð án sigurs verður stemmingin í klefanum aðeins daprari fyrir vikið. Ég heyrði að þeir fögnuðu vel áðan og vonandi er þetta eitthvað sem þeir geta nýtt sér í framhaldinu.” Sigurbjörn: Þetta er ekki teppi hérna, nýbúin að vera frjálsíþróttaæfing með kúlu og kringlu og sleggju jafnvel rétt áður Sigurbjörn Hreiðarsson.vísir/daníel Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með framlag síns liðs í dag þrátt fyrir að vera dottnir út úr bikarnum þetta árið. „Fyrstu 5-10 mínúturnar var kraftur í þeim, skora þarna 1-0 og svo fannst mér við vera með þennan leik, það er nú bara þannig og ég er svekktur að hafa ekki komið þessu allavega í framlengingu hérna. Mér fannst við vera með leikinn algjörlega, strákarnir stóðu sig mjög vel, lögðu sig fram og voru bara í góðum gír inn á velinum. Þeir skora hérna mörk og út það gengur þetta, við náum því ekki og þeir eru áfram en ekki við.” „Völlurinn er nú ekki, þetta er ekki teppi hérna, nýbúin að vera frjálsíþróttaæfing með kúlu og kringlu og sleggju jafnvel rétt áður þannig að menn eru ekkert að ná því að spila hér og smá vindur. Mér finnst samt inn á milli koma þokkalegir kaflar og í seinni hálfleik tökum við alveg yfir og náum góðum spilköflum en náum bara ekki að skora”, sagði Sigurbjörn þegar minnst var á að ekki hafi verið leikinn sérstaklega fallegur fótbolti í dag og virtist ekki skilja í því að frjálsíþróttaæfing hafi farið fram á vellinum rétt fyrir leik. Sigurbjörn gerði átta breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn í dag og virðist treysta vel á breiddina í hópnum. „Við erum bara með þannig hóp að við treystum öllum til að spila og höfum verið að spila á mönnum í deildinni sem hafa staðið sig mjög vel og mér fannst vera tilvalið að leyfa mönnum að sýna sig hérna þar sem mjög stutt er á milli leikja. Við spiluðum síðasta föstudag spilum aftur núna á föstudaginn þannig að við þurfum að huga aðeins að meiðslum og öðru slíku í þessu en mér fannst menn bara í góðum gír og þetta lið sem var inn á í dag var betra á vellinum fannst mér en Þórsarar eru alltaf með ákveðin gæði í sínum leik. Þegar Alvaro kom inn á slúttar hann mjög vel, 2-0 það er svona smá á brattann að sækja en við vorum nálægt því hérna að jafna.” „Við stefnum á að vinna hvern einasta leik sem við förum í og sjáum hvar við verðum þegar lokakaflinn byrjar, við stefnum náttúrulega á að vera í baráttunni þegar sá kafli byrjar ekki spurning, við teljum okkur vera með lið í það en það er náttúrulega fullt af fínum liðum í fyrstu deild í sama hugsunargangi og við. Við eigum fáránlega erfiðan leik á föstudaginn á móti þrusu Kórdrengjaliði á þeirra heimavelli þannig að við þufum bara að fóksusa á það núna en fúlt að vera dottnir úr bikarnum því við ætluðum áfram”, sagði Sigurbjörn aðspurður út í toppbaráttuna sem framundan er hjá liðinu í Lengjudeildinni.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti