Blaðamaður bætist í hóp handtekinna í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 14:49 Plakat til stuðnings Daniels Ortega forseta utan á rútu í höfuðborginni Managva. Forsetinn er sakaður um að beita umdeildum landráðalögum til þess að bola burt öllum hugsanlegum keppinautum fyrir forsetakosningar í haust. AP/Miguel Andres Herferð Daniels Ortega, forseta Níkaragva, gegn stjórnarandstöðunni í landinu hélt áfram þegar lögregla handtók Miguel Mora, blaðamann og stjórnarandstæðing, í gærkvöldi. Ortega hefur nú látið handtaka á annan tug stjórnarandstæðinga og mögulegra keppinauta í forsetakosningum í haust. Reuters-fréttastofan segir að Mora hafi verið handtekinn síðla kvöld í gær. Hann er sakaður um að grafa undan sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétti Níkaragva. Yfirvöld hafa beitt umdeildum landráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra sem veitir honum rétt til að skilgreina fólk sem svikara og banna þeim að bjóða sig fram til opinbers embættis. Gagnrýnendur Ortega saka hann um að beita lögunum til að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir kosningarnar í nóvember. Mora stýrði fréttastöðinni og vefnum 100% Noticias, einum helsta óháða fjölmiðli Níkaragva, þegar mótmælaalda gegn breytingum Ortega á lífeyriskerfi landsins hófust árið 2018. Hann var handtekinn í desember það ár og sakfelldur fyrir hryðjuverk og hvatningu til ofbeldis og haturs. Mora var veitt sakaruppgjöf í júní árið 2019. Síðan þá hefur hann snúið sér að flokkapólitík. Nú hafa fimm mögulegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningunum í nóvember verið handteknir, að Mora meðtöldum. Auk þeirra hafa fjórtán stjórnarandstæðingar verið handteknir á undanförnum vikum, flestir þeirra fyrir meint brot á landráðalögunum. Fastlega er búist við að Ortega sækist eftir endurkjöri, fjórða kjörtímabilið í röð, í nóvember. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins fyrir síðustu kosningar svo að hann gæti boðið sig fram aftur þá. Forsetinn hefur stýrt landinu frá 2007 og á þeim árum hefur hann náð tangarhaldi á flestum valdastofnunum ríksins, þar á meðal öryggissveitum og dómstólum. Upphaflega komst Ortega til valda í byltingu skæruliða sandínista árið 1979 en hann tapaði í forsetakosningum árið 1990. Eftir að hann komst aftur til valda árið 2007 hefur Ortega, fjölskylda hans og bandamenn verið sakaðir um að maka krókinn á kostnað almennings. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á dætur Ortega og þrjá bandamenn hans. Hún hefur jafnframt hótað því að skoða frekari refsiaðgerðir verði forsetakosningarnar í haust ekki frjálsar og sanngjarnar. Níkaragva Tengdar fréttir Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Reuters-fréttastofan segir að Mora hafi verið handtekinn síðla kvöld í gær. Hann er sakaður um að grafa undan sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétti Níkaragva. Yfirvöld hafa beitt umdeildum landráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra sem veitir honum rétt til að skilgreina fólk sem svikara og banna þeim að bjóða sig fram til opinbers embættis. Gagnrýnendur Ortega saka hann um að beita lögunum til að ryðja öllum hugsanlegum keppinautum hans úr vegi fyrir kosningarnar í nóvember. Mora stýrði fréttastöðinni og vefnum 100% Noticias, einum helsta óháða fjölmiðli Níkaragva, þegar mótmælaalda gegn breytingum Ortega á lífeyriskerfi landsins hófust árið 2018. Hann var handtekinn í desember það ár og sakfelldur fyrir hryðjuverk og hvatningu til ofbeldis og haturs. Mora var veitt sakaruppgjöf í júní árið 2019. Síðan þá hefur hann snúið sér að flokkapólitík. Nú hafa fimm mögulegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningunum í nóvember verið handteknir, að Mora meðtöldum. Auk þeirra hafa fjórtán stjórnarandstæðingar verið handteknir á undanförnum vikum, flestir þeirra fyrir meint brot á landráðalögunum. Fastlega er búist við að Ortega sækist eftir endurkjöri, fjórða kjörtímabilið í röð, í nóvember. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins fyrir síðustu kosningar svo að hann gæti boðið sig fram aftur þá. Forsetinn hefur stýrt landinu frá 2007 og á þeim árum hefur hann náð tangarhaldi á flestum valdastofnunum ríksins, þar á meðal öryggissveitum og dómstólum. Upphaflega komst Ortega til valda í byltingu skæruliða sandínista árið 1979 en hann tapaði í forsetakosningum árið 1990. Eftir að hann komst aftur til valda árið 2007 hefur Ortega, fjölskylda hans og bandamenn verið sakaðir um að maka krókinn á kostnað almennings. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á dætur Ortega og þrjá bandamenn hans. Hún hefur jafnframt hótað því að skoða frekari refsiaðgerðir verði forsetakosningarnar í haust ekki frjálsar og sanngjarnar.
Níkaragva Tengdar fréttir Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52 Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. 14. júní 2021 10:52
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15