Ákærð fyrir að myrða manninn sem misnotaði hana í 24 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2021 08:42 Valérie Bacot var fyrst nauðgað af stjúpföður sínum þegar hún var 12 ára. Skjáskot/TF1 Í dag hefjast réttarhöld yfir Valérie Bacot, sem er ákærð fyrir að hafa myrt stjúpföður sinn og seinna eiginmann. Bacot hefur játað að hafa orðið manninum að bana en hann nauðgaði henni fyrst þegar hún var 12 ára gömul. Heimilisofbeldi er útbreitt vandamál í Frakklandi og það sem af er ári hafa að minnsta kosti 55 konur verið myrtar af maka eða fyrrverandi maka. Þegar Bacot skaut Daniel Polette hafði hann beitt hana ofbeldi í 24 ár, gert hana ólétta að minnsta kosti fjórum sinnum og selt hana í vændi. Franska útgáfan Fayard gaf í maí síðastliðnum út ævisögu Bacot, sem ber heitið „Allir vissu“. Þar greinir Bacot meðal annars frá því hvernig Polette var dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell árið 1995 en flutti aftur inn á heimilið þegar hann losnaði þremur árum seinna og hélt áfram að misnota Bacot. Í bókinni segist Bacot eitt sinn hafa heyrt móður sína segja að sér væri alveg sama hvað Polette gerði við dótturina, svo lengi sem hún yrði ekki ólétt. Það varð hún hins vegar 17 ára gömul en þá flutti Polette hana annað. Bacot eignaðist þrjú börn til viðbótar í kjölfar kynferðisofbeldis Polette. Óttaðist hvað hann myndi gera dóttur þeirra Bacot segist hafa lifað í daglegum ótta við Polette og hvað hann myndi gera henni og börnunum ef hún reyndi að flýja. Polette ákvað að lokum að hætta að vinna og selja Bacot í vændi. Bacot var látin „þjónusta“ viðskiptavini aftur í bifreið en þegar einn viðskiptavinanna nauðgaði henni gafst hún upp, tók byssu sem Polette geymdi í bílnum og skaut hann til bana. Mál Bacot þykir enduróma mál Jaqueline Sauvage, sem var gift ofbeldisfullum alkahólista í 47 ár, sem hún sagði hafa nauðgað sér og dætrum sínum þremur og beitt son þeirra kynferðisofbeldi. Í september árið 2012, daginn eftir að sonur hennar hengdi sig, skaut Sauvage eiginmann sinn til bana. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi en náðuð af Francois Hollande Frakklandsforseta eftir þrjú ár. Ákæruvaldið segir Bacot hafa lagt á ráðin um morðið en hún hefur sjálf sagst hafa óttast að Polette myndi misnota dóttur þeirra. Verjendur Bacot segja að fyrir Bacot hafi þetta snúist um líf eða dauða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Heimilisofbeldi er útbreitt vandamál í Frakklandi og það sem af er ári hafa að minnsta kosti 55 konur verið myrtar af maka eða fyrrverandi maka. Þegar Bacot skaut Daniel Polette hafði hann beitt hana ofbeldi í 24 ár, gert hana ólétta að minnsta kosti fjórum sinnum og selt hana í vændi. Franska útgáfan Fayard gaf í maí síðastliðnum út ævisögu Bacot, sem ber heitið „Allir vissu“. Þar greinir Bacot meðal annars frá því hvernig Polette var dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell árið 1995 en flutti aftur inn á heimilið þegar hann losnaði þremur árum seinna og hélt áfram að misnota Bacot. Í bókinni segist Bacot eitt sinn hafa heyrt móður sína segja að sér væri alveg sama hvað Polette gerði við dótturina, svo lengi sem hún yrði ekki ólétt. Það varð hún hins vegar 17 ára gömul en þá flutti Polette hana annað. Bacot eignaðist þrjú börn til viðbótar í kjölfar kynferðisofbeldis Polette. Óttaðist hvað hann myndi gera dóttur þeirra Bacot segist hafa lifað í daglegum ótta við Polette og hvað hann myndi gera henni og börnunum ef hún reyndi að flýja. Polette ákvað að lokum að hætta að vinna og selja Bacot í vændi. Bacot var látin „þjónusta“ viðskiptavini aftur í bifreið en þegar einn viðskiptavinanna nauðgaði henni gafst hún upp, tók byssu sem Polette geymdi í bílnum og skaut hann til bana. Mál Bacot þykir enduróma mál Jaqueline Sauvage, sem var gift ofbeldisfullum alkahólista í 47 ár, sem hún sagði hafa nauðgað sér og dætrum sínum þremur og beitt son þeirra kynferðisofbeldi. Í september árið 2012, daginn eftir að sonur hennar hengdi sig, skaut Sauvage eiginmann sinn til bana. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi en náðuð af Francois Hollande Frakklandsforseta eftir þrjú ár. Ákæruvaldið segir Bacot hafa lagt á ráðin um morðið en hún hefur sjálf sagst hafa óttast að Polette myndi misnota dóttur þeirra. Verjendur Bacot segja að fyrir Bacot hafi þetta snúist um líf eða dauða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira