Ákveðin að koma enn sterkari til baka Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2021 15:31 Sara ræddi um meiðslin í þættinum Ísland í dag. Stöð2 Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. Krossbandið slitnaði aðeins tveimur dögum áður en undankeppnin fyrir Evrópuleikana í Crossfit hófst, með þeim afleiðingum að Sara missir af tímabilinu 2021 eins og það leggur sig. „Ég slít krossbandið í æfingu sem ég á bara ekkert að geta slitið það í, ég var að lyfta frá öxlum og yfir haus,“ segir Sara um meiðslin. Hún var því fyrst viss um að meiðslin væru ekki svo alvarleg. Sara hefur um árabil verið ein skærasta stjarnan í Crossfit heiminum og hafði sett stefnuna á verðlaunapall á heimsleikunum í ár, en hún hefur í tvígang lent þar í þriðja sæti. En þótt vonbrigðin séu gríðarleg er Sara þegar byrjuð að æfa aftur eftir aðgerð og er ákveðin í að koma sterkari til baka en nokkru sinni. Sigrún Ósk ræddi við Söru í þættinum Ísland í dag. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hélt fast í tvö prósentin Sara hafði samband við Örnólf Valdimarsson bæklunarlækni eftir að hún meiddist. Hún taldi sjálf að bólgueyðandi lyf væri allt sem þyrfti til að kippa hnénu í lag, en hann vildi fá að skoða hana. „Ég fer til hans og hann tekur krossbands-test til öryggis.“ Sara segir að hún hafi séð strax á svipbrigðunum og svipnum á honum að þetta væri alvarlegt. Hann sagði að það væru 98 prósent líkur á að krossbandið væri slitið en íþróttakonan missti samt ekki vonina strax. „98 er ekki hundrað, það eru þessi tvö prósent.“ Eftir að krossbandsslitin voru staðfest fékk Sara tíma í aðgerð mánuði síðar. Hún hóf strax að styrkja hnéð markvisst til að batinn yrði sem skjótastur. Mánuði eftir aðgerð mátti hún svo byrja að æfa, en það var ekki einfalt mál fyrir eina hraustustu konu heims að halda aftur af sér í æfingunum. „Það er eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað.“ Upp og niður andlega Æfingarútínan núna er þannig að hún æfir í tvo tíma í senn, tvö daga í röð og svo einn í frí. Reyndar syndir hún á frídeginum. „Þetta er mjög lítið miðað við það sem ég er vön. Ég er alveg að deyja ég er með svo mikla orku en svo minni ég sjálfa mig á að þetta eru bara sextán vikur í heildina.“ Sara segir að meiðslin hafi látið hana vinna í eigin veikleikum, sem hún hafi ekki endilega gefið sér tíma til að gera áður. „Veikleikinn hjá mér hefur svolítið verið hausinn minn.“ Í þættinum var einnig rætt við Snorra Barón umboðsmann Söru. Hann segir að hugarfar hennar hvað varðar meiðslin hafi verið til fyrirmyndar frá fyrsta degi. Hún leyfir aðdáendum að fylgjast með öllu ferlinu í gegnum þætti á Youtube. Eins og Sara segir sjálf í viðtalinu þá koma dagar inn á milli þar sem er erfitt að sætta sig við að tímabilið, sem átti að verða það besta í langan tíma, hafi verið búið áður en það byrjaði. „Ég er alveg búin að fara upp og niður andlega.“ Kveðja frá Van Dijk og Mufasa Snorri var meðvitaður um þetta og bjó til myndband þar sem hann með góðri hjálp safnaði saman kveðjum og hvatningarorðum til Söru úr ólíkum áttum. Til að mynda frá okkar fremsta íþróttafólki, vinum Söru úr crossfit heiminum og sjálfum Virgil Van Dijk sem á það sameiginlegt með Söru að vera að jafna sig eftir krossbandsslit. Skemmtileg kveðja frá leikmanni Liverpool.Stöð2 Í þessu sama myndbandi leyndust einnig gersemar eins og þessi ógleymanlegi keppandi í Britains Got Talent og Mufasa nokkur sem sló í gegn í netheimum með dansgleði sem er svo smitandi að ef hann nær ekki að hressa fólk við þá getur það enginn. Snorri myndaði svo óborganleg viðbrögð Söru þegar hún fékk að sjá myndbandið og má sjá þau í spilaranum hér fyrir ofan. Bæði myndbandið og viðbrögðin við því hafa verið partur af þáttum á YouTube sem heita Road to Recovery en í þeim fá aðdáendur Söru að fylgjast með henni í bataferlinu. Ný fatalína í vinnslu „Ég held að líkaminn minn hafi bara þurft á þessu að halda og ég kem bara til baka með einhverju trompi,“ segir Sara meðal annars í viðtalinu. Sara er sannkölluð stórstjarna í Crossfit heiminum og er með um þrjú hundruð þúsund fleiri fylgjendur á instagram en fjórfaldur heimsmeistarinn í greininni, Tia Claire Toomey. Snorri segir að engin kona á Íslandi sé með fleiri fylgjendur á Instagram en Sara. Sara náði að halda í styrktaraðilana þrátt fyrir meiðslin og gerði gott betur því hún er búin að gera nokkra nýja samninga eftir að hún meiddist og er að hanna sína eigin fatalínu fyrir merki sem heitir WIT. Í Ísland í dag var einnig kíkt inn í einkalíkamsrækt Söru sem faðir hennar útbjó fyrir hana svo hún fengi næði og pláss til að æfa. Ísland í dag CrossFit Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Krossbandið slitnaði aðeins tveimur dögum áður en undankeppnin fyrir Evrópuleikana í Crossfit hófst, með þeim afleiðingum að Sara missir af tímabilinu 2021 eins og það leggur sig. „Ég slít krossbandið í æfingu sem ég á bara ekkert að geta slitið það í, ég var að lyfta frá öxlum og yfir haus,“ segir Sara um meiðslin. Hún var því fyrst viss um að meiðslin væru ekki svo alvarleg. Sara hefur um árabil verið ein skærasta stjarnan í Crossfit heiminum og hafði sett stefnuna á verðlaunapall á heimsleikunum í ár, en hún hefur í tvígang lent þar í þriðja sæti. En þótt vonbrigðin séu gríðarleg er Sara þegar byrjuð að æfa aftur eftir aðgerð og er ákveðin í að koma sterkari til baka en nokkru sinni. Sigrún Ósk ræddi við Söru í þættinum Ísland í dag. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hélt fast í tvö prósentin Sara hafði samband við Örnólf Valdimarsson bæklunarlækni eftir að hún meiddist. Hún taldi sjálf að bólgueyðandi lyf væri allt sem þyrfti til að kippa hnénu í lag, en hann vildi fá að skoða hana. „Ég fer til hans og hann tekur krossbands-test til öryggis.“ Sara segir að hún hafi séð strax á svipbrigðunum og svipnum á honum að þetta væri alvarlegt. Hann sagði að það væru 98 prósent líkur á að krossbandið væri slitið en íþróttakonan missti samt ekki vonina strax. „98 er ekki hundrað, það eru þessi tvö prósent.“ Eftir að krossbandsslitin voru staðfest fékk Sara tíma í aðgerð mánuði síðar. Hún hóf strax að styrkja hnéð markvisst til að batinn yrði sem skjótastur. Mánuði eftir aðgerð mátti hún svo byrja að æfa, en það var ekki einfalt mál fyrir eina hraustustu konu heims að halda aftur af sér í æfingunum. „Það er eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað.“ Upp og niður andlega Æfingarútínan núna er þannig að hún æfir í tvo tíma í senn, tvö daga í röð og svo einn í frí. Reyndar syndir hún á frídeginum. „Þetta er mjög lítið miðað við það sem ég er vön. Ég er alveg að deyja ég er með svo mikla orku en svo minni ég sjálfa mig á að þetta eru bara sextán vikur í heildina.“ Sara segir að meiðslin hafi látið hana vinna í eigin veikleikum, sem hún hafi ekki endilega gefið sér tíma til að gera áður. „Veikleikinn hjá mér hefur svolítið verið hausinn minn.“ Í þættinum var einnig rætt við Snorra Barón umboðsmann Söru. Hann segir að hugarfar hennar hvað varðar meiðslin hafi verið til fyrirmyndar frá fyrsta degi. Hún leyfir aðdáendum að fylgjast með öllu ferlinu í gegnum þætti á Youtube. Eins og Sara segir sjálf í viðtalinu þá koma dagar inn á milli þar sem er erfitt að sætta sig við að tímabilið, sem átti að verða það besta í langan tíma, hafi verið búið áður en það byrjaði. „Ég er alveg búin að fara upp og niður andlega.“ Kveðja frá Van Dijk og Mufasa Snorri var meðvitaður um þetta og bjó til myndband þar sem hann með góðri hjálp safnaði saman kveðjum og hvatningarorðum til Söru úr ólíkum áttum. Til að mynda frá okkar fremsta íþróttafólki, vinum Söru úr crossfit heiminum og sjálfum Virgil Van Dijk sem á það sameiginlegt með Söru að vera að jafna sig eftir krossbandsslit. Skemmtileg kveðja frá leikmanni Liverpool.Stöð2 Í þessu sama myndbandi leyndust einnig gersemar eins og þessi ógleymanlegi keppandi í Britains Got Talent og Mufasa nokkur sem sló í gegn í netheimum með dansgleði sem er svo smitandi að ef hann nær ekki að hressa fólk við þá getur það enginn. Snorri myndaði svo óborganleg viðbrögð Söru þegar hún fékk að sjá myndbandið og má sjá þau í spilaranum hér fyrir ofan. Bæði myndbandið og viðbrögðin við því hafa verið partur af þáttum á YouTube sem heita Road to Recovery en í þeim fá aðdáendur Söru að fylgjast með henni í bataferlinu. Ný fatalína í vinnslu „Ég held að líkaminn minn hafi bara þurft á þessu að halda og ég kem bara til baka með einhverju trompi,“ segir Sara meðal annars í viðtalinu. Sara er sannkölluð stórstjarna í Crossfit heiminum og er með um þrjú hundruð þúsund fleiri fylgjendur á instagram en fjórfaldur heimsmeistarinn í greininni, Tia Claire Toomey. Snorri segir að engin kona á Íslandi sé með fleiri fylgjendur á Instagram en Sara. Sara náði að halda í styrktaraðilana þrátt fyrir meiðslin og gerði gott betur því hún er búin að gera nokkra nýja samninga eftir að hún meiddist og er að hanna sína eigin fatalínu fyrir merki sem heitir WIT. Í Ísland í dag var einnig kíkt inn í einkalíkamsrækt Söru sem faðir hennar útbjó fyrir hana svo hún fengi næði og pláss til að æfa.
Ísland í dag CrossFit Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira