Allt fyrir gróðann Gunnlaugur Stefánsson skrifar 10. júní 2021 12:01 Atli Eide, fyrrverandi forstjóri norska laxeldisrisans Mowi og stjórnarformaður Salmar í Noregi sem á Arnarlax á Vestfjörðum, spáir því í blaðaviðtali að sjókvíaeldi muni heyra sögunni til innan tíu ára, segir það ósjálfbært og ekki umhverfisvænt. Fiskeldið muni færast yfir í land-og aflandseldi og verða mjög tæknivætt. Þetta er mat manns sem hefur varið starfsævi sinni í fiskeldinu. Svo skráðu alþingismenn í nefndaráliti, þegar þeir samþykktu ný fiskeldislög 17. maí 2019, „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. En á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin. Opna sjókvíaeldið á nú þegar í vök að verjast. Spurt er í vaxandi mæli á heimsmörkuðum um uppruna vörunnar. Laxinn úr opnum sjókvíum á þar erfiðara uppdráttar. Ef við lítum okkur nær, þá segja mér þjónar á veitingastöðum, að fólk spyrji æ oftar hvaðan laxinn komi og þeim fjölgar veitingastöðunum sem státa sig af að bjóða ekki lax úr opnum sjókvíum. Sömu sögu segja mér fisksalar. Fólki hrýs hugur við að borða fisk úr eldiskvíum, þar sem eitri gæti verið beitt, t.d. gegn lúsafári, og ekki síður til að sýna samstöðu í verki með umhverfinu. En hvað verður um fólkið og byggðirnar sem treysta á opna sjókvíaeldið, þegar því verður lokið innan tíu ára, eins og erlendir reynsluboltar laxeldisiðjunnar spá? Eða verður haldið áfram á Íslandi svo lengi sem stætt er hvernig sem umhverfisskaðanum framvindur eða orðspori þjóðar? „Það lafir á meðan ég lifi“, sagði Lúðvík 15 Frakkakóngur og lýsir vel áformum opnu eldisiðjunnar á Íslandi. Allt fyrir skammtímagróðann á meðan eitthvað lafir. Alls konar ævintýri hafa farið illa með dreifðar byggðir í áranna rás með fagurgala ábyrgðarlausra manna, sem hikuðu ekki við að kenna sig við vísindi og rannsóknir, þar til allt fór á hausinn. Það reyndist mörgu landsbyggðarfólki dýrkeypt. Er enn vegið í sama knérunn með opna sjókvíaeldinu? Er enn eitt ævintýrið að blása út sem hrynur svo með látum? Norsku eldisrisarnir hafa fengið flest á silfurfati, eldisleyfin nánast ókeypis sem borga þarf tugi milljarða fyrir í Noregi. En verða svo fljótir að hverfa, enda búnir að mergsjúga gróðann úr ævintýrinu og koma úr landi. Svo situr heimafólkið eftir með hrunið í fanginu. Atli Eide, laxeldisfrömuður í Noregi, boðar að þetta gæti orðið innan tíu ára. Alþingismenn taka undir það. Munu þeir bregðast við með aðgerðum til að forða hruninu fyrir umhverfið og fólkið í landinu? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Fiskeldi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Atli Eide, fyrrverandi forstjóri norska laxeldisrisans Mowi og stjórnarformaður Salmar í Noregi sem á Arnarlax á Vestfjörðum, spáir því í blaðaviðtali að sjókvíaeldi muni heyra sögunni til innan tíu ára, segir það ósjálfbært og ekki umhverfisvænt. Fiskeldið muni færast yfir í land-og aflandseldi og verða mjög tæknivætt. Þetta er mat manns sem hefur varið starfsævi sinni í fiskeldinu. Svo skráðu alþingismenn í nefndaráliti, þegar þeir samþykktu ný fiskeldislög 17. maí 2019, „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. En á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin. Opna sjókvíaeldið á nú þegar í vök að verjast. Spurt er í vaxandi mæli á heimsmörkuðum um uppruna vörunnar. Laxinn úr opnum sjókvíum á þar erfiðara uppdráttar. Ef við lítum okkur nær, þá segja mér þjónar á veitingastöðum, að fólk spyrji æ oftar hvaðan laxinn komi og þeim fjölgar veitingastöðunum sem státa sig af að bjóða ekki lax úr opnum sjókvíum. Sömu sögu segja mér fisksalar. Fólki hrýs hugur við að borða fisk úr eldiskvíum, þar sem eitri gæti verið beitt, t.d. gegn lúsafári, og ekki síður til að sýna samstöðu í verki með umhverfinu. En hvað verður um fólkið og byggðirnar sem treysta á opna sjókvíaeldið, þegar því verður lokið innan tíu ára, eins og erlendir reynsluboltar laxeldisiðjunnar spá? Eða verður haldið áfram á Íslandi svo lengi sem stætt er hvernig sem umhverfisskaðanum framvindur eða orðspori þjóðar? „Það lafir á meðan ég lifi“, sagði Lúðvík 15 Frakkakóngur og lýsir vel áformum opnu eldisiðjunnar á Íslandi. Allt fyrir skammtímagróðann á meðan eitthvað lafir. Alls konar ævintýri hafa farið illa með dreifðar byggðir í áranna rás með fagurgala ábyrgðarlausra manna, sem hikuðu ekki við að kenna sig við vísindi og rannsóknir, þar til allt fór á hausinn. Það reyndist mörgu landsbyggðarfólki dýrkeypt. Er enn vegið í sama knérunn með opna sjókvíaeldinu? Er enn eitt ævintýrið að blása út sem hrynur svo með látum? Norsku eldisrisarnir hafa fengið flest á silfurfati, eldisleyfin nánast ókeypis sem borga þarf tugi milljarða fyrir í Noregi. En verða svo fljótir að hverfa, enda búnir að mergsjúga gróðann úr ævintýrinu og koma úr landi. Svo situr heimafólkið eftir með hrunið í fanginu. Atli Eide, laxeldisfrömuður í Noregi, boðar að þetta gæti orðið innan tíu ára. Alþingismenn taka undir það. Munu þeir bregðast við með aðgerðum til að forða hruninu fyrir umhverfið og fólkið í landinu? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun