Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. júní 2021 07:00 Berglind Ósk Ólafsdóttir hjá BYKO og Hörður Arnarson hjá Landsvirkjun svara spurningum um áherslur og áskoranir verðlaunahafa Samfélagsskýrslu ársins 2021 í sjálbærniverkefnum. Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um verðlaunin Samfélagsskýrsla ársins 2021. Ólík nálgun segir dómnefnd Verðlaun fyrir Samfélagsskýrslu ársins voru fyrst veitt árið 2018 en þau fyrirtæki sem áður hafa hlotið verðlaunin eru Krónan árið 2020, Isavia árið 2019 og Landsbankinn árið 2018. Alls bárust 28 tilnefningar í ár og þar af hlutu 24 skýrslur tilnefningu, í samanburði við 19 skýrslur árið á undan. Í dómnefnd sátu Tómas N. Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala og Kjartan Sigurðsson lektor við Háskólann í Twente í Hollandi. Tómas var formaður dómnefndar en hann er jafnframt formaður FESTU. Í umsögn dómnefndar fyrir val á verðlaunahöfum árið 2021 segir meðal annars: „Að þessu sinni hljóta tvö fyrirtæki viðurkenningu fyrir gerð samfélagsskýrslu. Dómnefnd velur fyrirtæki sem eru ólík í eðli sínu og nálgast upplýsingagjöf um sjálfbærni í rekstri með nokkuð ólíkum hætti. Með þessu telur dómnefnd að gefist tækifæri til að varpa breiðara ljósi á það mikilvæga verkefni sem gerð samfélags- og sjálfbærniskýrslna er orðin.“ Frá verðlaunaathöfn Samfélagsskýrslu ársins 2021, fv.: Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu.Vísir/HAG Atvinnulífið bað verðlaunahafa um að svara spurningum um helstu áherslur og áskoranir fyrirtækjanna í samfélagslegri ábyrgð í fyrra. Heimsmarkmiðin og innleiðing kjarnamarkmiða Hvaða áherslur voru sérstaklega til grundvallar í upplýsingagjöf um samfélagslega ábyrgð BYKO árið 2020? Berglind Ósk segir m.a. að ein helsta áskorun ársins í fyrra hafi verið að fá starfsfólk í lið með sjálfbærniverkefnunum.Vísir/Aðsent Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, BYKO: „Sjálfbærniskýrsla BYKO er unnin samkvæmt viðmiðum Global Reporting Inititative, eða sem kallast GRI, sem eru alþjóðlegir skýrslustaðlar. Áhersla er lögð á þrjá meginþætti, efnahag, samfélag og umhverfi. Upplýsingar um fyrirtækið, stjórnskipulagið, umfang rekstursins, aðfangakeðjan og hagsmunaaðilar eru hluti af upplýsingagjöfinni og farið er einnig yfir framtíðarsýn BYKO og innleiðingu á sjálfbærnistefnu, umhverfisstefnu og mannauðsstefnu fyrirtækisins. Í skýrslu fyrir rekstrarárið 2019 var gerð ítarleg greining á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem BYKO lagði áherslu á fimm kjarnamarkmið til að vinna að. Í núverandi skýrslu er farið svo yfir hvernig innleiðing á þessum kjarnamarkmiðum hefur gengið og áhersla á næstu skref í þeirri innleiðingu. Skilgreindir eru mælikvarðar fyrir alla meginþætti. Efnahagslegar upplýsingar eru dregnar fram úr rekstrarreikningi og mannauðsupplýsingar, til dæmis fjöldi starfsmanna eftir aldri og kyni. Upplýsingar um umhverfisþætti eins og efnisnotkun í daglegri starfsemi eru skilgreindar niður á prentefni, pokanotkun og ræstingar og greining vegna orkunotkunar á borð við eldsneyti, rafmagn og upphitun eru tilgreind. Einnig eru vöruflutningar sem og meðhöndlun úrgangs hluti af upplýsingagjöf. Önnur starfsmannamál eru tilgreind eins og fræðsla, öryggi og vinnuvernd og greint áhættumat eru tekin fyrir. Síðast en ekki síst eru mælikvarðar um heildarlosun gróðurhúsalofttegunda reiknuð út þar sem tilgreint er uppruni losunar í tonnum CO2 og því kominn mælikvarði til að bregðast við og draga úr eigin losun.“ Að fá starfsfólkið með í lið Að þínu mati, hverjar voru stærstu áskoranir fyrirtækisins í þessum efnum í fyrra? Stærstu áskoranir BYKO voru að fá starfsfólk í lið með sér í sjálfbærnivegferðina. Að ná fram breyttri hugsun, breyttu viðhorfi og gefa starfsfólki tilgang til að taka þátt, máta sig við Heimsmarkmiðin og með því að skoða eigin vinnuaðferðir, verkferla og finna ný tækifæri. Þetta er rökrétt framhald af skýrri stefnu BYKO, að birta með skýrum og gagnsæjum hætti vegferð okkar að sjálfbærni og upplýsa bæði starfsfólk, stjórnendur og hagaðila.“ Samfélagsskýrsla ársins 2021, viðurkenningarhafar: Sigurður Pálsson forstjóri BYKO ásamt fríðu föruneyti starfsfólks við verðlaunaafhendinguna sem fram fór í gær.Vísir/HAG Opin og góð samskipti við hagaðila Hvaða áherslur voru sérstaklega til grundvallar í upplýsingagjöf um samfélagslega ábyrgð Landsvirkjunar árið 2020? Hörður segir Landsvirkjun hafa tekist að halda sínu striki í sjálfbærniverkefnum þrátt fyrir Covid vegna eljusemi og ákveðni starfsfólks fyrirtækisins. Vísir/Aðsent Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Sem stærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi berum við ábyrgð. Ábyrgð fyrirtækisins hvað varðar sjálfbærni snýr meðal annars að því að fara vel með auðlindir og umhverfi, stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins og skapa arð. Sjálfbærni hefur allt frá upphafi verið kjarnaþáttur í starfsemi fyrirtækisins. Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 og þá var strax horft til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi, auk þess að skapa efnahagsleg verðmæti. Til dæmis með því að skapa störf, gera atvinnulífið fjölbreyttara, stuðla að aukinni tækniþekkingu í samfélaginu og ganga af virðingu um náttúruna með góðum frágangi, fallegum mannvirkjum, skógrækt og landgræðslu. Við erum sífellt að leita nýrra leiða til að auka sjálfbærni í starfsemi Landsvirkjunar. Við viljum að fyrirtækið láti gott af sér leiða og starfi í jafnvægi við efnahag, umhverfi og samfélag og eigum í opnum samskiptum við hagaðila okkar. Með sjálfbærniskýrslunni gáfum við upplýsingar um þessar áherslur okkar og frammistöðu í málefnaflokkum sem snúa að sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Eftir viðamikið samráð við hagaðila fyrirtækisins á tímabilinu 2019-2020 er nú sérstaklega horft á forgangsröðun þeirra á málefnum við miðlun upplýsinga, stefnumótun og markmiðasetningu. Á meðal þeirra málefna eru loftslagsbreytingar, orkuvinnsla í sátt við náttúru landsins, bætt nýting auðlinda og minni sóun, öryggi og vellíðan starfsfólk, jafnréttismál, samvinna með nærsamfélögum, ábyrgir starfshættir og siðferðisviðmið, sköpun efnahagslegra verðmæta og orkutengd nýsköpun.“ Héldu sínu striki þrátt fyrir Covid Að þínu mati, hverjar voru stærstu áskoranir fyrirtækisins í þessum efnum í fyrra? Veirufaraldurinn hafði að sjálfsögðu mikil áhrif á starfsemi okkar eins og annarra fyrirtækja í landinu á árinu 2020. Þó má segja að við höfum haldið okkar striki í sjálfbærniverkefnum og upplýsingagjöf um þau, þökk sé eljusemi og ákveðni starfsfólks. Sem dæmi má nefna að aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum gekk vonum framar, en losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar dróst saman um 8% á árinu og við erum á áætlun með að ná markmiði okkar um að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025. Annað dæmi sem má rekja er að mikill kraftur var í starfi við orkutengda nýsköpun á árinu, en hún er sívaxandi hluti af starfsemi okkar. Má þar nefna samstarfsverkefnin Orkídeu á Suðurlandi, EIM á Norðurlandi og Bláma á Vestfjörðum. Við vinnum einnig með sprotafyrirtækjum, en þar má nefna MýSilica og MýSköpun í Mývatnssveit, auk þess sem við eigum í margvíslegu samstarfi við ýmsa aðila, svo sem frumkvöðla, háskóla, fyrirtæki og vísindamenn. Þá stöndum við fjölbreyttar rannsóknir á lífríki landsins, veðurfari, vatnafari, jöklum og jarðfræði.“ Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar tók við verðlaunum á viðurkenningarhátíðinni í gær fyrir hönd Landsvirkjunar og starfsfólks þess. Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri tók þátt í umræðum úr panel.Vísir/HAG Samfélagsleg ábyrgð Vinnustaðurinn Stjórnun Tengdar fréttir „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00 Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um verðlaunin Samfélagsskýrsla ársins 2021. Ólík nálgun segir dómnefnd Verðlaun fyrir Samfélagsskýrslu ársins voru fyrst veitt árið 2018 en þau fyrirtæki sem áður hafa hlotið verðlaunin eru Krónan árið 2020, Isavia árið 2019 og Landsbankinn árið 2018. Alls bárust 28 tilnefningar í ár og þar af hlutu 24 skýrslur tilnefningu, í samanburði við 19 skýrslur árið á undan. Í dómnefnd sátu Tómas N. Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala og Kjartan Sigurðsson lektor við Háskólann í Twente í Hollandi. Tómas var formaður dómnefndar en hann er jafnframt formaður FESTU. Í umsögn dómnefndar fyrir val á verðlaunahöfum árið 2021 segir meðal annars: „Að þessu sinni hljóta tvö fyrirtæki viðurkenningu fyrir gerð samfélagsskýrslu. Dómnefnd velur fyrirtæki sem eru ólík í eðli sínu og nálgast upplýsingagjöf um sjálfbærni í rekstri með nokkuð ólíkum hætti. Með þessu telur dómnefnd að gefist tækifæri til að varpa breiðara ljósi á það mikilvæga verkefni sem gerð samfélags- og sjálfbærniskýrslna er orðin.“ Frá verðlaunaathöfn Samfélagsskýrslu ársins 2021, fv.: Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu.Vísir/HAG Atvinnulífið bað verðlaunahafa um að svara spurningum um helstu áherslur og áskoranir fyrirtækjanna í samfélagslegri ábyrgð í fyrra. Heimsmarkmiðin og innleiðing kjarnamarkmiða Hvaða áherslur voru sérstaklega til grundvallar í upplýsingagjöf um samfélagslega ábyrgð BYKO árið 2020? Berglind Ósk segir m.a. að ein helsta áskorun ársins í fyrra hafi verið að fá starfsfólk í lið með sjálfbærniverkefnunum.Vísir/Aðsent Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, BYKO: „Sjálfbærniskýrsla BYKO er unnin samkvæmt viðmiðum Global Reporting Inititative, eða sem kallast GRI, sem eru alþjóðlegir skýrslustaðlar. Áhersla er lögð á þrjá meginþætti, efnahag, samfélag og umhverfi. Upplýsingar um fyrirtækið, stjórnskipulagið, umfang rekstursins, aðfangakeðjan og hagsmunaaðilar eru hluti af upplýsingagjöfinni og farið er einnig yfir framtíðarsýn BYKO og innleiðingu á sjálfbærnistefnu, umhverfisstefnu og mannauðsstefnu fyrirtækisins. Í skýrslu fyrir rekstrarárið 2019 var gerð ítarleg greining á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem BYKO lagði áherslu á fimm kjarnamarkmið til að vinna að. Í núverandi skýrslu er farið svo yfir hvernig innleiðing á þessum kjarnamarkmiðum hefur gengið og áhersla á næstu skref í þeirri innleiðingu. Skilgreindir eru mælikvarðar fyrir alla meginþætti. Efnahagslegar upplýsingar eru dregnar fram úr rekstrarreikningi og mannauðsupplýsingar, til dæmis fjöldi starfsmanna eftir aldri og kyni. Upplýsingar um umhverfisþætti eins og efnisnotkun í daglegri starfsemi eru skilgreindar niður á prentefni, pokanotkun og ræstingar og greining vegna orkunotkunar á borð við eldsneyti, rafmagn og upphitun eru tilgreind. Einnig eru vöruflutningar sem og meðhöndlun úrgangs hluti af upplýsingagjöf. Önnur starfsmannamál eru tilgreind eins og fræðsla, öryggi og vinnuvernd og greint áhættumat eru tekin fyrir. Síðast en ekki síst eru mælikvarðar um heildarlosun gróðurhúsalofttegunda reiknuð út þar sem tilgreint er uppruni losunar í tonnum CO2 og því kominn mælikvarði til að bregðast við og draga úr eigin losun.“ Að fá starfsfólkið með í lið Að þínu mati, hverjar voru stærstu áskoranir fyrirtækisins í þessum efnum í fyrra? Stærstu áskoranir BYKO voru að fá starfsfólk í lið með sér í sjálfbærnivegferðina. Að ná fram breyttri hugsun, breyttu viðhorfi og gefa starfsfólki tilgang til að taka þátt, máta sig við Heimsmarkmiðin og með því að skoða eigin vinnuaðferðir, verkferla og finna ný tækifæri. Þetta er rökrétt framhald af skýrri stefnu BYKO, að birta með skýrum og gagnsæjum hætti vegferð okkar að sjálfbærni og upplýsa bæði starfsfólk, stjórnendur og hagaðila.“ Samfélagsskýrsla ársins 2021, viðurkenningarhafar: Sigurður Pálsson forstjóri BYKO ásamt fríðu föruneyti starfsfólks við verðlaunaafhendinguna sem fram fór í gær.Vísir/HAG Opin og góð samskipti við hagaðila Hvaða áherslur voru sérstaklega til grundvallar í upplýsingagjöf um samfélagslega ábyrgð Landsvirkjunar árið 2020? Hörður segir Landsvirkjun hafa tekist að halda sínu striki í sjálfbærniverkefnum þrátt fyrir Covid vegna eljusemi og ákveðni starfsfólks fyrirtækisins. Vísir/Aðsent Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Sem stærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi berum við ábyrgð. Ábyrgð fyrirtækisins hvað varðar sjálfbærni snýr meðal annars að því að fara vel með auðlindir og umhverfi, stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins og skapa arð. Sjálfbærni hefur allt frá upphafi verið kjarnaþáttur í starfsemi fyrirtækisins. Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 og þá var strax horft til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi, auk þess að skapa efnahagsleg verðmæti. Til dæmis með því að skapa störf, gera atvinnulífið fjölbreyttara, stuðla að aukinni tækniþekkingu í samfélaginu og ganga af virðingu um náttúruna með góðum frágangi, fallegum mannvirkjum, skógrækt og landgræðslu. Við erum sífellt að leita nýrra leiða til að auka sjálfbærni í starfsemi Landsvirkjunar. Við viljum að fyrirtækið láti gott af sér leiða og starfi í jafnvægi við efnahag, umhverfi og samfélag og eigum í opnum samskiptum við hagaðila okkar. Með sjálfbærniskýrslunni gáfum við upplýsingar um þessar áherslur okkar og frammistöðu í málefnaflokkum sem snúa að sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Eftir viðamikið samráð við hagaðila fyrirtækisins á tímabilinu 2019-2020 er nú sérstaklega horft á forgangsröðun þeirra á málefnum við miðlun upplýsinga, stefnumótun og markmiðasetningu. Á meðal þeirra málefna eru loftslagsbreytingar, orkuvinnsla í sátt við náttúru landsins, bætt nýting auðlinda og minni sóun, öryggi og vellíðan starfsfólk, jafnréttismál, samvinna með nærsamfélögum, ábyrgir starfshættir og siðferðisviðmið, sköpun efnahagslegra verðmæta og orkutengd nýsköpun.“ Héldu sínu striki þrátt fyrir Covid Að þínu mati, hverjar voru stærstu áskoranir fyrirtækisins í þessum efnum í fyrra? Veirufaraldurinn hafði að sjálfsögðu mikil áhrif á starfsemi okkar eins og annarra fyrirtækja í landinu á árinu 2020. Þó má segja að við höfum haldið okkar striki í sjálfbærniverkefnum og upplýsingagjöf um þau, þökk sé eljusemi og ákveðni starfsfólks. Sem dæmi má nefna að aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum gekk vonum framar, en losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar dróst saman um 8% á árinu og við erum á áætlun með að ná markmiði okkar um að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025. Annað dæmi sem má rekja er að mikill kraftur var í starfi við orkutengda nýsköpun á árinu, en hún er sívaxandi hluti af starfsemi okkar. Má þar nefna samstarfsverkefnin Orkídeu á Suðurlandi, EIM á Norðurlandi og Bláma á Vestfjörðum. Við vinnum einnig með sprotafyrirtækjum, en þar má nefna MýSilica og MýSköpun í Mývatnssveit, auk þess sem við eigum í margvíslegu samstarfi við ýmsa aðila, svo sem frumkvöðla, háskóla, fyrirtæki og vísindamenn. Þá stöndum við fjölbreyttar rannsóknir á lífríki landsins, veðurfari, vatnafari, jöklum og jarðfræði.“ Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar tók við verðlaunum á viðurkenningarhátíðinni í gær fyrir hönd Landsvirkjunar og starfsfólks þess. Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri tók þátt í umræðum úr panel.Vísir/HAG
Samfélagsleg ábyrgð Vinnustaðurinn Stjórnun Tengdar fréttir „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00 Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00
Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00
Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31