Keyrt um þverbak! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 31. maí 2021 17:00 Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra. Með jákvæðum og markvissum vinnubrögðum hefur tekist að umbreyta orðræðunni og auka almennan skilning á hvað áhrif ADHD hefur á daglegt líf bæði barna og fullorðinna sem hljóta þessa taugaþroskaröskun i vöggugjöf. Gjöf segi ég hiklaust þar sem ADHD á sér ýmsar jákvæðar hliðar, þó vissulega geti legið djúpt á, svo sem þegar skert aðgengi að greiningu og meðferð er regla fremur en undantekning. Hér finn ég mig knúinn til að stinga niður penna og drepa á þessari hlið mála, enda hefur ástandið farið hríðversnandi. Nú keyrir um þverbak þegar biðlisti fyrir fullorðna hjá ADHD teymi LSH er kominn yfir 3 ár og lengist enn. Fyrir fullorðna einstaklinga er greining og meðferð vegna ADHD að mestu í höndum sálfræðinga og geðlækna. Sé um fyrstu skref að ræða og/eða ekki sé talin ástæða til að íhuga lyfjameðferð geta sálfræðingar með rétta sérmenntun sinnt þessari hlið. Hins vegar fellur þjónusta sálfræðinga sjaldnast undir greiðsluþátttöku hins opinbera og öllum má ljóst vera að margir einstaklingar með ADHD hafa ekki bolmagn til að ráða við þann háa kostnað sem greining hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingi hefur í för með sér. Jafnvel þó Alþingi hafi um mitt síðasta ár samþykkt breytingar hvað þetta varða þá breytist ekkert. Jú, til að gæta allrar sanngirni birtist nýverið auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á sem sagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Í besta falli einhver 10% af áætlaðri þörf. Nú er það svo að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem fyrst leita sér aðstoðar á fullorðinsaldri. Jafnvel þó niðurstaðan kunni að vera eitthvað allt annað og ótengt ADHD. Óbreytt ástand geti og muni oft valda enn meiri vanda og í mörgum tilfellum leiða til kvíða, þunglyndis og vanlíðanar, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvort heldur sé í félagslegu eða fjárhagslegu tilliti. Ef litið er til þjónustu geðlækna þá hefur hún verið niðurgreidd. Jafnvel nú á tímum þegar samningar sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands hafa almennt séð verið lausir og hvor samningsaðili bendir á annan. Í samhengi þessara skrifa er þó öllu alvarlegri staðreynd að hér skortir geðlækna. Löngu var vitað að nýliðun væri of hæg en seint brugðist við. Þessi staða er sem fyrr segir algerlega ólíðandi. Hvers vegna tek ég svo sterkt til orða? Árið 2013 var ákveðið að stofna teymi geðlækna og sálfræðinga utan um ADHD greiningar. Lengi vel var á stefnuskrá að allar ADHD greiningar færu þar í gegn. Vissulega stórhuga fyrirætlun en dauðadæmd frá upphafi vegna vanfjármögnunar og m.a. fyrrnefndum skorti á geðlæknum. Ekki bættir úr skák þegar sífellt er dregið úr og í, sem skapar mikið álag fyrir starfsmenn teymisins og eðlilega gefast menn á endanum upp og leita á önnur mið. Á sama tíma hefur iðulega, leynt eða ljóst, verið agnúast út í að sjálfstætt starfandi geðlæknar með tilheyrandi sérþekkingu sinntu þessu. Jafnvel þegar greining var unnin með sálfræðingi, á svipaðan máta og hjá ADHD teymi LSH. Þegar svo Fréttablaðið hefur eftir Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni hjá LSH, að geðlæknar sem áður sinntu meðal annars ADHD teymi LSH hafi flutt sig yfir í geðheilsuteymi heilsugæslunnar (sem ekki er ætlað að taka á ADHD málum) og engin fáist til að fylla þeirra sæti … þá er manni eiginlega öllum lokið. Mig rekur alla vega ekki minni til að biðlistinn hjá því ágæta teymi hafi nokkurn tímann styst. Og varla verður svo í bráð. En í stað þess að heilbrigðisráðherrar fyrr og nú hefðu girt sig í brók og sett fjármagn í verkefnið, mætti frekar halda að heilbrigðisyfirvöld leggi áherslu á að rækta og lengja biðlista, enda nokkuð auðvelt að reikna það sem skammtíma sparnað í krónum og aurum talið …! Hér virðist litlu breyta þó núverandi heilbrigðisráðherra leggi þung lóð á vogarskálarnar og hafi m.a., með fulltingi meirihluta Alþingis, barist ötullega fyrir að þjónusta sálfræðinga verði niðurgreidd. Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur. Með vísan í samráð ADHD samtakanna við ráðuneyti heilbrigðismála um nýtt fyrirkomulag sem nú er beðið eftir, spyr ég hreint út: Háttvirtur ráðherra, ríkistjórnin í heild sinni og aðrir Alþingismenn, hvað ætlið þið að gera – ekki strax, bráðum eða eftir kosningar – heldur núna? Ykkar er að taka af skarið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra. Með jákvæðum og markvissum vinnubrögðum hefur tekist að umbreyta orðræðunni og auka almennan skilning á hvað áhrif ADHD hefur á daglegt líf bæði barna og fullorðinna sem hljóta þessa taugaþroskaröskun i vöggugjöf. Gjöf segi ég hiklaust þar sem ADHD á sér ýmsar jákvæðar hliðar, þó vissulega geti legið djúpt á, svo sem þegar skert aðgengi að greiningu og meðferð er regla fremur en undantekning. Hér finn ég mig knúinn til að stinga niður penna og drepa á þessari hlið mála, enda hefur ástandið farið hríðversnandi. Nú keyrir um þverbak þegar biðlisti fyrir fullorðna hjá ADHD teymi LSH er kominn yfir 3 ár og lengist enn. Fyrir fullorðna einstaklinga er greining og meðferð vegna ADHD að mestu í höndum sálfræðinga og geðlækna. Sé um fyrstu skref að ræða og/eða ekki sé talin ástæða til að íhuga lyfjameðferð geta sálfræðingar með rétta sérmenntun sinnt þessari hlið. Hins vegar fellur þjónusta sálfræðinga sjaldnast undir greiðsluþátttöku hins opinbera og öllum má ljóst vera að margir einstaklingar með ADHD hafa ekki bolmagn til að ráða við þann háa kostnað sem greining hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingi hefur í för með sér. Jafnvel þó Alþingi hafi um mitt síðasta ár samþykkt breytingar hvað þetta varða þá breytist ekkert. Jú, til að gæta allrar sanngirni birtist nýverið auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á sem sagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Í besta falli einhver 10% af áætlaðri þörf. Nú er það svo að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem fyrst leita sér aðstoðar á fullorðinsaldri. Jafnvel þó niðurstaðan kunni að vera eitthvað allt annað og ótengt ADHD. Óbreytt ástand geti og muni oft valda enn meiri vanda og í mörgum tilfellum leiða til kvíða, þunglyndis og vanlíðanar, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvort heldur sé í félagslegu eða fjárhagslegu tilliti. Ef litið er til þjónustu geðlækna þá hefur hún verið niðurgreidd. Jafnvel nú á tímum þegar samningar sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands hafa almennt séð verið lausir og hvor samningsaðili bendir á annan. Í samhengi þessara skrifa er þó öllu alvarlegri staðreynd að hér skortir geðlækna. Löngu var vitað að nýliðun væri of hæg en seint brugðist við. Þessi staða er sem fyrr segir algerlega ólíðandi. Hvers vegna tek ég svo sterkt til orða? Árið 2013 var ákveðið að stofna teymi geðlækna og sálfræðinga utan um ADHD greiningar. Lengi vel var á stefnuskrá að allar ADHD greiningar færu þar í gegn. Vissulega stórhuga fyrirætlun en dauðadæmd frá upphafi vegna vanfjármögnunar og m.a. fyrrnefndum skorti á geðlæknum. Ekki bættir úr skák þegar sífellt er dregið úr og í, sem skapar mikið álag fyrir starfsmenn teymisins og eðlilega gefast menn á endanum upp og leita á önnur mið. Á sama tíma hefur iðulega, leynt eða ljóst, verið agnúast út í að sjálfstætt starfandi geðlæknar með tilheyrandi sérþekkingu sinntu þessu. Jafnvel þegar greining var unnin með sálfræðingi, á svipaðan máta og hjá ADHD teymi LSH. Þegar svo Fréttablaðið hefur eftir Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni hjá LSH, að geðlæknar sem áður sinntu meðal annars ADHD teymi LSH hafi flutt sig yfir í geðheilsuteymi heilsugæslunnar (sem ekki er ætlað að taka á ADHD málum) og engin fáist til að fylla þeirra sæti … þá er manni eiginlega öllum lokið. Mig rekur alla vega ekki minni til að biðlistinn hjá því ágæta teymi hafi nokkurn tímann styst. Og varla verður svo í bráð. En í stað þess að heilbrigðisráðherrar fyrr og nú hefðu girt sig í brók og sett fjármagn í verkefnið, mætti frekar halda að heilbrigðisyfirvöld leggi áherslu á að rækta og lengja biðlista, enda nokkuð auðvelt að reikna það sem skammtíma sparnað í krónum og aurum talið …! Hér virðist litlu breyta þó núverandi heilbrigðisráðherra leggi þung lóð á vogarskálarnar og hafi m.a., með fulltingi meirihluta Alþingis, barist ötullega fyrir að þjónusta sálfræðinga verði niðurgreidd. Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur. Með vísan í samráð ADHD samtakanna við ráðuneyti heilbrigðismála um nýtt fyrirkomulag sem nú er beðið eftir, spyr ég hreint út: Háttvirtur ráðherra, ríkistjórnin í heild sinni og aðrir Alþingismenn, hvað ætlið þið að gera – ekki strax, bráðum eða eftir kosningar – heldur núna? Ykkar er að taka af skarið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar