Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 12:09 Bashar Assad og eiginkona ohans Asma á kjörstaði í Douma. AP/Hassan Ammar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. Kosningarnar eru eingöngu haldnar á þeim svæðum sem Assad-liðar stjórna. Þá hafa einungis tveir lítt þekktir menn boðið sig fram gegn forsetanum. Sýrlenskum andstæðingum Assad sem búa erlendis var meinað að bjóða sigi fram. Þetta verður í fjórða sinn sem Assad sigrar kosningar í Sýrlandi en hann tók við völdum af föður sínum árið 2000. Faðir hans, Hafez, hafði þá stjórnað Sýrlandi í þrjátíu ár. Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru þetta aðrar kosningarnar sem haldnar hafa verið síðan borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi fyrir um áratug. Styrjöldin hófst þegar stjórnarher Assads mætti mótmælendum sem kröfðust umbóta í Sýrlandi af mikilli hörku. Um 23 milljónir bjuggu í Sýrlandi þegar átökin hófust. Síðan þá hafa minnst 388 þúsund fallið í átökunum og um helmingur íbúa landsins hafa þurft að flýja heimili sín. Minnst fimm milljónir hafa flúið Sýrland. Assad og eiginkona hans, Asma, greiddu atkvæði í Douma, úthverfi Damascus, sem var lengi eitt helsta vígi uppreisnarmanna en stjórnarher Sýrlands náði tökum á Douma árið 2018. Það var eftir mannskæða efnavopnaárás sem stjórnarher Assads hefur verið sakaður um að gera. Aðrir kjósendur umkringdu þau hjón og kyrjuðu: „Með blóði okkar og sálum, fórnum við lífum okkar fyrir þig Bashar,“ samkvæmt AFP. Eftir að hann greiddi atkvæði sitt ræddi Assad við sýrlenska blaðamenn og sagði að Sýrland myndi ekki sætta sig við ummæli vestrænna ríkja, sem hefðu mörg hver átt nýlendur, um kosningarnar. Hagkerfi Sýrlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og þá sérstaklega nú nýlega. Það má að miklu leyti rekja til efnahagsvandræða Líbanon, einnar helstu lífæðar Sýrlands við umheiminn undanfarin ár. AP fréttaveitan segir efnahagsvandræði Sýrlands einnig mega rekja til stríðsrekstrar undanfarin áratug, viðskiptaþvingana og refsiaðgerða og spillingar. Sýrland Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Kosningarnar eru eingöngu haldnar á þeim svæðum sem Assad-liðar stjórna. Þá hafa einungis tveir lítt þekktir menn boðið sig fram gegn forsetanum. Sýrlenskum andstæðingum Assad sem búa erlendis var meinað að bjóða sigi fram. Þetta verður í fjórða sinn sem Assad sigrar kosningar í Sýrlandi en hann tók við völdum af föður sínum árið 2000. Faðir hans, Hafez, hafði þá stjórnað Sýrlandi í þrjátíu ár. Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru þetta aðrar kosningarnar sem haldnar hafa verið síðan borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi fyrir um áratug. Styrjöldin hófst þegar stjórnarher Assads mætti mótmælendum sem kröfðust umbóta í Sýrlandi af mikilli hörku. Um 23 milljónir bjuggu í Sýrlandi þegar átökin hófust. Síðan þá hafa minnst 388 þúsund fallið í átökunum og um helmingur íbúa landsins hafa þurft að flýja heimili sín. Minnst fimm milljónir hafa flúið Sýrland. Assad og eiginkona hans, Asma, greiddu atkvæði í Douma, úthverfi Damascus, sem var lengi eitt helsta vígi uppreisnarmanna en stjórnarher Sýrlands náði tökum á Douma árið 2018. Það var eftir mannskæða efnavopnaárás sem stjórnarher Assads hefur verið sakaður um að gera. Aðrir kjósendur umkringdu þau hjón og kyrjuðu: „Með blóði okkar og sálum, fórnum við lífum okkar fyrir þig Bashar,“ samkvæmt AFP. Eftir að hann greiddi atkvæði sitt ræddi Assad við sýrlenska blaðamenn og sagði að Sýrland myndi ekki sætta sig við ummæli vestrænna ríkja, sem hefðu mörg hver átt nýlendur, um kosningarnar. Hagkerfi Sýrlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og þá sérstaklega nú nýlega. Það má að miklu leyti rekja til efnahagsvandræða Líbanon, einnar helstu lífæðar Sýrlands við umheiminn undanfarin ár. AP fréttaveitan segir efnahagsvandræði Sýrlands einnig mega rekja til stríðsrekstrar undanfarin áratug, viðskiptaþvingana og refsiaðgerða og spillingar.
Sýrland Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira