Fer í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 09:30 Síðustu ár Alberto Moreno hjá Liverpool voru ekki þau skemmtilegustu. EPA/PETER POWELL Alberto Moreno er enn á ný kominn í úrslitaleik í Evrópukeppni. Áður með Liverpool og Sevilla en nú með Villarreal. Hann ætti að kannast vel við mótherja kvöldsins eftir árin sín með Liverpool. Villarreal mætir Manchester United í kvöld og það halda örugglega miklu fleiri Liverpool stuðningsmenn með honum í kvöld en á erfiðum lokaárum hans sem leikmanni félagsins. Síðasti úrslitaleikur Morena í Evrópudeildinni var nefnilega mjög afdrifaríkur fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Það var árið 2016 og Liverpool missti af Meistaradeildarsæti eftir 3-1 tap á móti Sevilla í Basel. Leikurinn á móti Manchester United í kvöld er fyrsti úrslitaleikur Villarreal liðsins í Evrópu en þetta verður fimmti úrslitaleikur Alberto Moreno á sjö árum í Evrópukeppnum. Alberto Moreno says he and Santi Cazorla fight over who laughs most. Which says a lot. Few players so enjoyable to talk to: funny, open, very honest. https://t.co/XjFOvYwG2F— Sid Lowe (@sidlowe) May 25, 2021 Guardian ræddi við Alberto Moreno í tilefni af úrslitaleiknum í Gdansk. Hann grínaðist með það að hafa verið að segja liðsfélögunum sínum að þeir yrðu að vinna leikinn og fá að finna hvað Evrópudeildarbikarinn er þungur. „Hann er örugglega þyngri en Meistaradeildarbikarinn,“ sagði Alberto Moreno. „Ég var hjá Sevilla og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, fór þaðan til Liverpool og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er síðan kominn til Villarreal og við erum komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Næsta lið sem ég sem við mun fá þetta inn í samninginn minn,“ sagði Moreno léttur. Unai Emery, núverandi knattspyrnustjóri Villarreal, var stjóri Sevilla þegar liðið vann Moreno og þáverandi félaga hans í Liverpool í úrslitaleiknum 2016. „Já hann segir mér frá því. Hann elskar að útskýra það hvernig hann notaði tvo bakverði á móti mér og Coutinho,“ sagði Moreno. Þessi úrslitaleikur var hins vegar mjög afdrifaríkur því Moreno fékk mikla gagnrýni og flestir hjá Liverpool misstu trúna á hann í kjölfarið. „Ég skil ekki ennþá af hverju ég fékk alla þessa gagnrýni. Þeir klobbuðu mig í fyrsta markinu en ég er varnarmaður og leikmenn fara líka framhjá Sergio Ramos, besta miðverði heims. Af hverju getur það ekki gerst fyrir mig líka,“ sagði Moreno. Alberto Moreno opens up on his time at Anfield https://t.co/a4Lr0TIHub— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 25, 2021 „Það er ekki sanngjarnt. Fólkið kenndi mér um. Bara mér. Það var eins og ég einn hefði tapað úrslitaleiknum. Það var erfitt. Ég mun fara í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool í þessum leik,“ sagði Moreno. Jürgen Klopp setti James Milner í öfugan bakvörð í stað Moreno í næsta leik og svo meiddist hann þegar hann leit út fyrir að vera að vinna sér aftur sæti í liðinu. Þá fékk Andy Robertson tækifærið í hægri bakverðinum og hefur ekki litið til baka. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var seinni Meistaradeildarleikurinn. Hann fór í kjölfarið til Villarreal og hefur spilað það síðan. Í kvöld gæti hann hjálpað liðinu að upplifa stærstu stundina í sögu þess. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Villarreal mætir Manchester United í kvöld og það halda örugglega miklu fleiri Liverpool stuðningsmenn með honum í kvöld en á erfiðum lokaárum hans sem leikmanni félagsins. Síðasti úrslitaleikur Morena í Evrópudeildinni var nefnilega mjög afdrifaríkur fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Það var árið 2016 og Liverpool missti af Meistaradeildarsæti eftir 3-1 tap á móti Sevilla í Basel. Leikurinn á móti Manchester United í kvöld er fyrsti úrslitaleikur Villarreal liðsins í Evrópu en þetta verður fimmti úrslitaleikur Alberto Moreno á sjö árum í Evrópukeppnum. Alberto Moreno says he and Santi Cazorla fight over who laughs most. Which says a lot. Few players so enjoyable to talk to: funny, open, very honest. https://t.co/XjFOvYwG2F— Sid Lowe (@sidlowe) May 25, 2021 Guardian ræddi við Alberto Moreno í tilefni af úrslitaleiknum í Gdansk. Hann grínaðist með það að hafa verið að segja liðsfélögunum sínum að þeir yrðu að vinna leikinn og fá að finna hvað Evrópudeildarbikarinn er þungur. „Hann er örugglega þyngri en Meistaradeildarbikarinn,“ sagði Alberto Moreno. „Ég var hjá Sevilla og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, fór þaðan til Liverpool og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er síðan kominn til Villarreal og við erum komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Næsta lið sem ég sem við mun fá þetta inn í samninginn minn,“ sagði Moreno léttur. Unai Emery, núverandi knattspyrnustjóri Villarreal, var stjóri Sevilla þegar liðið vann Moreno og þáverandi félaga hans í Liverpool í úrslitaleiknum 2016. „Já hann segir mér frá því. Hann elskar að útskýra það hvernig hann notaði tvo bakverði á móti mér og Coutinho,“ sagði Moreno. Þessi úrslitaleikur var hins vegar mjög afdrifaríkur því Moreno fékk mikla gagnrýni og flestir hjá Liverpool misstu trúna á hann í kjölfarið. „Ég skil ekki ennþá af hverju ég fékk alla þessa gagnrýni. Þeir klobbuðu mig í fyrsta markinu en ég er varnarmaður og leikmenn fara líka framhjá Sergio Ramos, besta miðverði heims. Af hverju getur það ekki gerst fyrir mig líka,“ sagði Moreno. Alberto Moreno opens up on his time at Anfield https://t.co/a4Lr0TIHub— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 25, 2021 „Það er ekki sanngjarnt. Fólkið kenndi mér um. Bara mér. Það var eins og ég einn hefði tapað úrslitaleiknum. Það var erfitt. Ég mun fara í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool í þessum leik,“ sagði Moreno. Jürgen Klopp setti James Milner í öfugan bakvörð í stað Moreno í næsta leik og svo meiddist hann þegar hann leit út fyrir að vera að vinna sér aftur sæti í liðinu. Þá fékk Andy Robertson tækifærið í hægri bakverðinum og hefur ekki litið til baka. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var seinni Meistaradeildarleikurinn. Hann fór í kjölfarið til Villarreal og hefur spilað það síðan. Í kvöld gæti hann hjálpað liðinu að upplifa stærstu stundina í sögu þess. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira