Hvað verður um barnið mitt í sumar? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:31 Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum. En sumarið og sumarfríið er ekki eintóm sæla fyrir fjölskyldur. Flestir foreldrar starfa utan heimilis í 100% starfi enda eru fáir sem geta framfleytt fjölskyldunni án þess. Flestir foreldrar fá mest sex vikur í sumarfrí. Börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra sumarfrí en foreldrar þeirra auk allra frídaganna sem eru á skólaárinu. Nú er úr vöndu að ráða. Foreldrar bera jú megin ábyrgð á börnum sínum og ber að vernda þau og annast. Veldur þetta mikla ósamræmi í frídögum ábyrgum foreldrunum oft miklum kvíða og áhyggjum. Foreldrar vilja sinna börnum sínum og hafa það að leiðarljósi sem börnunum er fyrir bestu. Félagasamtök bjóða börnum upp á ýmis námskeið að sumri til. Nú þarf að leggjast yfir það sem er í boði og finna ótal námskeið til að fylla í skarðið. Mörg þeirra fyllast fljótt. Námskeiðin kosta mikið og ekki er á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mörg þeirra eru jafnframt einungis hluta úr degi og jafnvel þarf að fara með börn um langan veg, skutla til og frá. Þetta fyrirkomulag er algjörlega ótækt og virðist miðast að samfélagi sem fyrir löngu er horfið, samfélagi þar sem atvinnuþátttaka mæðra var minni og jafnrétti kynjanna ekki hið sama og nú. Börn á yngsta stigi grunnskóla eiga kost á frístund eftir að skóladegi lýkur yfir veturinn, þar sem ekki er talið að þau eigi að sjá um sig sjálf og vera ein að loknum skóladegi. Flest sveitarfélög bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á þessa þjónustu auk fæðis á meðan á dvölinni stendur. Þessi þjónusta er ekki gjaldfrjáls en greiðsluþátttaka miðast víða við hversu mörg börn í fjölskyldunni þiggja þjónustu sveitarfélagsins. Frístund er mun kostnaðarminni en þau námskeið sem börn sækja að sumri til og tímasetningar miðast við vinnudag foreldra. Þar sem mikil röskun hefur orðið á skólastarfi víða um heim vegna heimsfaraldursins hefur staða barna víða versnað. Hið daglega líf þeirra hefur raskast og mörg þeirra hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa. Á Íslandi hefur staðan verið mun betri en víðast hvar. Víða hafa börn jafnvel ekki fengið næga næringu þar sem skólamáltíðin hefur verið eina næringarríka máltíð dagsins hjá sumum þeirra. Víða í Evrópu er umræða um mikilvægi þess að öllum börnum sé tryggð næringarrík máltíð á degi hverjum í fríum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld, ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum. Þau má skipuleggja í samstarfi við tómstundafélög sveitarfélaganna og umfram allt vera á viðráðanlegu verði ef ekki gjaldfrjáls. Kjörið er fyrir atvinnulífið að styrkja slíka starfsemi. Slík úrræði þurfa jafnframt að vera í samræmi við það samfélag sem við búum við nú. Barnaheill hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Móðir hvar er barnið þitt? Svo var eitt sinn kveðið og sungið af Bubba Mortens og margar mæður fengu sting í hjarta vegna umhyggju og jafnvel skömm yfir því að hafa ekki gætt barnsins síns nægilega vel. Látum mæður og feður 21. aldarinnar losna við skömmina, áhyggjur og úrræðaleysi sumarsins. Það er barninu fyrir bestu. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum. En sumarið og sumarfríið er ekki eintóm sæla fyrir fjölskyldur. Flestir foreldrar starfa utan heimilis í 100% starfi enda eru fáir sem geta framfleytt fjölskyldunni án þess. Flestir foreldrar fá mest sex vikur í sumarfrí. Börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra sumarfrí en foreldrar þeirra auk allra frídaganna sem eru á skólaárinu. Nú er úr vöndu að ráða. Foreldrar bera jú megin ábyrgð á börnum sínum og ber að vernda þau og annast. Veldur þetta mikla ósamræmi í frídögum ábyrgum foreldrunum oft miklum kvíða og áhyggjum. Foreldrar vilja sinna börnum sínum og hafa það að leiðarljósi sem börnunum er fyrir bestu. Félagasamtök bjóða börnum upp á ýmis námskeið að sumri til. Nú þarf að leggjast yfir það sem er í boði og finna ótal námskeið til að fylla í skarðið. Mörg þeirra fyllast fljótt. Námskeiðin kosta mikið og ekki er á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mörg þeirra eru jafnframt einungis hluta úr degi og jafnvel þarf að fara með börn um langan veg, skutla til og frá. Þetta fyrirkomulag er algjörlega ótækt og virðist miðast að samfélagi sem fyrir löngu er horfið, samfélagi þar sem atvinnuþátttaka mæðra var minni og jafnrétti kynjanna ekki hið sama og nú. Börn á yngsta stigi grunnskóla eiga kost á frístund eftir að skóladegi lýkur yfir veturinn, þar sem ekki er talið að þau eigi að sjá um sig sjálf og vera ein að loknum skóladegi. Flest sveitarfélög bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á þessa þjónustu auk fæðis á meðan á dvölinni stendur. Þessi þjónusta er ekki gjaldfrjáls en greiðsluþátttaka miðast víða við hversu mörg börn í fjölskyldunni þiggja þjónustu sveitarfélagsins. Frístund er mun kostnaðarminni en þau námskeið sem börn sækja að sumri til og tímasetningar miðast við vinnudag foreldra. Þar sem mikil röskun hefur orðið á skólastarfi víða um heim vegna heimsfaraldursins hefur staða barna víða versnað. Hið daglega líf þeirra hefur raskast og mörg þeirra hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa. Á Íslandi hefur staðan verið mun betri en víðast hvar. Víða hafa börn jafnvel ekki fengið næga næringu þar sem skólamáltíðin hefur verið eina næringarríka máltíð dagsins hjá sumum þeirra. Víða í Evrópu er umræða um mikilvægi þess að öllum börnum sé tryggð næringarrík máltíð á degi hverjum í fríum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld, ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum. Þau má skipuleggja í samstarfi við tómstundafélög sveitarfélaganna og umfram allt vera á viðráðanlegu verði ef ekki gjaldfrjáls. Kjörið er fyrir atvinnulífið að styrkja slíka starfsemi. Slík úrræði þurfa jafnframt að vera í samræmi við það samfélag sem við búum við nú. Barnaheill hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Móðir hvar er barnið þitt? Svo var eitt sinn kveðið og sungið af Bubba Mortens og margar mæður fengu sting í hjarta vegna umhyggju og jafnvel skömm yfir því að hafa ekki gætt barnsins síns nægilega vel. Látum mæður og feður 21. aldarinnar losna við skömmina, áhyggjur og úrræðaleysi sumarsins. Það er barninu fyrir bestu. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun