YLFA vinnur alþjóðleg gullverðlaun í flokki áfengislausra bjóra Borg Brugghús 20. maí 2021 10:39 „Við lítum á verðlaunin sem enn eina staðfestinguna á því að við séum á réttri leið með þessa áfengislausu þróun,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson bruggmeistari Borg Brugghúss. Borg Brugghús státar nú af alþjóðlegum verðlaunum fyrir áfengislausa bjórinn Ylfu. Hin áfengislausa og séríslenska YLFA gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í hinni alþjóðlegu bjórkeppni European Beer Challenge 2021 sem haldin var í London nýverið. YLFA er svokallaður India Pale Ale, eða IPA-bjór, sem Borg Brugghús kynnti til leiks nú á vordögum og óhætt er að segja að slegið hafi í gegn hérlendis undanfarnar vikur. Sturlaugur Jón Björnsson bruggmeistari hjá Borg er að vonum ánægður með verðlaunin og viðtökurnar. Ylfa hlaut gullverðlaun í hinni alþjóðlegu bjórkeppni European Beer Challenge 2021. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar og kannski sérstaklega fyrir vöru sem er þetta ný og fersk. Það er tiltölulega stutt síðan að við gáfum út fyrsta áfengislausa bjórinn í sögu landsins og óhætt að segja að viðtökurnar séu framar björtustu vonum. Við lítum á verðlaunin sem enn eina staðfestinguna á því að við séum á réttri leið með þessa áfengislausu þróun til þessa – en aðalatriðið eru þær frábæru viðtökur sem bjórarnir okkar hafa fengið hjá íslensku bjóráhugafólki og öðrum neytendum undanfarna mánuði,“ segir Sturlaugur. Hver er galdurinn við að gera framúrskarandi áfengislausan bjór? „Við höldum okkur að mestu við þær aðferðir sem hafa skilað okkur árangri til þessa. Við vinnum með humla og önnur hráefni í hæsta gæðaflokki og sláum ekkert af kröfum þar þó oft sé það mun kostnaðarsamara. Þá liggur áralöng þróun að baki þessum útgáfum, bæði þróun á ákveðnum vinnsluaðferðum almennt og svo talsverðar rannsóknir á áfengislausum bjórum og vinnslu þeirra.“ Hver dós inniheldur minna en 60 kaloríur en fyrst og fremst er Ylfa gríðarlega svalandi og sjúklega bragðgóð að sögn bruggmeistarans. Mikill áhugi á áfengislausum bjór „Miðað við móttökurnar sem áfengislausu bjórarnir okkar hafa fengið hérlendis er greinilega mikill áhugi til staðar. Áhugi á áfengislausum bjórum er ekki eingöngu bundinn við Ísland heldur er þetta þróun sem á sér stað víða um heim,“ segir Sturlaugur. Hann segir ýmsa þætti spila þar inn í, meðal annars vaxandi gæði áfengislausra bjóra og þá fari sá hópur fólks sem kýs að draga úr eða forðast áfengisneyslu stækkandi. Einnig hafi aukin heilsuvitund almennt sitt að segja. „Ylfa er til dæmis mjög heilsusamlegur kostur, inniheldur eingöngu örfá og lítið unnin hráefni; vatn, humla og korn og skilar okkur vítamínum og steinefnum. Hver dós inniheldur minna en 60 kaloríur, fyrir þá sem hafa áhuga á því. Fyrst og fremst er hún samt gríðarlega svalandi og sjúklega bragðgóð.” Myndskreytingin er eftir mynd- og húðflúrlistamanninn Sleepofer Hönnunin vekur athygli „Ylfa tilheyrir úlfahjörðinni okkar, sem eru þeir IPA bjórar sem við höfum bruggað. Þeir bera allir nöfn sem vísa á einn eða annan hátt til úlfa,“ segir Sturlaugur en fyrsti IPA bjórinn frá Borg Brugghúsi hét Úlfur og var jafnframt fyrsti IPA-bjór sem bruggaður var hérlendis. Aðrir eru Úlfrún, Freki, Úlfey og Úlfur Úlfur svo dæmi séu tekin. Þá hafa umbúðirnar einnig skírskotun til úlfa og sérhannaðar fyrir hvern bjór. „Við höfum kosið að vinna reglulega með íslensku myndlistafólki sem okkur hefur þótt skara fram úr. Að þessu sinni var það mynd- og húðflúrlistamaðurinn Sleepofer sem teiknaði myndina af Ylfu á umbúðirnar sem okkur fannst algjörlega frábær og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Endilega kynnið ykkur þennan listamann ef þið hafið ekki þegar gert það,“ segir Sturlaugur. Drykkir Matur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Hin áfengislausa og séríslenska YLFA gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í hinni alþjóðlegu bjórkeppni European Beer Challenge 2021 sem haldin var í London nýverið. YLFA er svokallaður India Pale Ale, eða IPA-bjór, sem Borg Brugghús kynnti til leiks nú á vordögum og óhætt er að segja að slegið hafi í gegn hérlendis undanfarnar vikur. Sturlaugur Jón Björnsson bruggmeistari hjá Borg er að vonum ánægður með verðlaunin og viðtökurnar. Ylfa hlaut gullverðlaun í hinni alþjóðlegu bjórkeppni European Beer Challenge 2021. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar og kannski sérstaklega fyrir vöru sem er þetta ný og fersk. Það er tiltölulega stutt síðan að við gáfum út fyrsta áfengislausa bjórinn í sögu landsins og óhætt að segja að viðtökurnar séu framar björtustu vonum. Við lítum á verðlaunin sem enn eina staðfestinguna á því að við séum á réttri leið með þessa áfengislausu þróun til þessa – en aðalatriðið eru þær frábæru viðtökur sem bjórarnir okkar hafa fengið hjá íslensku bjóráhugafólki og öðrum neytendum undanfarna mánuði,“ segir Sturlaugur. Hver er galdurinn við að gera framúrskarandi áfengislausan bjór? „Við höldum okkur að mestu við þær aðferðir sem hafa skilað okkur árangri til þessa. Við vinnum með humla og önnur hráefni í hæsta gæðaflokki og sláum ekkert af kröfum þar þó oft sé það mun kostnaðarsamara. Þá liggur áralöng þróun að baki þessum útgáfum, bæði þróun á ákveðnum vinnsluaðferðum almennt og svo talsverðar rannsóknir á áfengislausum bjórum og vinnslu þeirra.“ Hver dós inniheldur minna en 60 kaloríur en fyrst og fremst er Ylfa gríðarlega svalandi og sjúklega bragðgóð að sögn bruggmeistarans. Mikill áhugi á áfengislausum bjór „Miðað við móttökurnar sem áfengislausu bjórarnir okkar hafa fengið hérlendis er greinilega mikill áhugi til staðar. Áhugi á áfengislausum bjórum er ekki eingöngu bundinn við Ísland heldur er þetta þróun sem á sér stað víða um heim,“ segir Sturlaugur. Hann segir ýmsa þætti spila þar inn í, meðal annars vaxandi gæði áfengislausra bjóra og þá fari sá hópur fólks sem kýs að draga úr eða forðast áfengisneyslu stækkandi. Einnig hafi aukin heilsuvitund almennt sitt að segja. „Ylfa er til dæmis mjög heilsusamlegur kostur, inniheldur eingöngu örfá og lítið unnin hráefni; vatn, humla og korn og skilar okkur vítamínum og steinefnum. Hver dós inniheldur minna en 60 kaloríur, fyrir þá sem hafa áhuga á því. Fyrst og fremst er hún samt gríðarlega svalandi og sjúklega bragðgóð.” Myndskreytingin er eftir mynd- og húðflúrlistamanninn Sleepofer Hönnunin vekur athygli „Ylfa tilheyrir úlfahjörðinni okkar, sem eru þeir IPA bjórar sem við höfum bruggað. Þeir bera allir nöfn sem vísa á einn eða annan hátt til úlfa,“ segir Sturlaugur en fyrsti IPA bjórinn frá Borg Brugghúsi hét Úlfur og var jafnframt fyrsti IPA-bjór sem bruggaður var hérlendis. Aðrir eru Úlfrún, Freki, Úlfey og Úlfur Úlfur svo dæmi séu tekin. Þá hafa umbúðirnar einnig skírskotun til úlfa og sérhannaðar fyrir hvern bjór. „Við höfum kosið að vinna reglulega með íslensku myndlistafólki sem okkur hefur þótt skara fram úr. Að þessu sinni var það mynd- og húðflúrlistamaðurinn Sleepofer sem teiknaði myndina af Ylfu á umbúðirnar sem okkur fannst algjörlega frábær og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Endilega kynnið ykkur þennan listamann ef þið hafið ekki þegar gert það,“ segir Sturlaugur.
Drykkir Matur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira