Tölum um gæði Sigríður Maack, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir skrifa 18. maí 2021 10:31 Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr. Í kreppu er nauðsynlegt að beita útsjónarsemi og hugviti, og hlúa að heilsu einstaklingsins. Sjá má merki frjórrar hugsunar og samtakamáttar fyrri kynslóða allstaðar, hvort sem horft er til gamalla hafnarmannvirkja, vegagerðar, kirkjubygginga, spítala eða Verkamannabústaðanna við Hringbraut og Breiðholtsins. Allt eru þetta fjárfestingar fyrri tíma, þar sem vandað hefur verið til verka. Þessar byggingar standa ennþá fyrir sínu og munu nýtast um ókomin ár. Allir lifa og hrærast í manngerðu umhverfi. Það eru ekki einungis byggingar og innirými þeirra heldur einnig græn svæði, rými á milli húsa, göngustígar og vegir. Arkitektúr og skipulag eru ein órjúfanleg heild sem mótar ramma fyrir líf mannskepnunar. Það getur verið erfitt að átta sig á hinu stóra hlutverki arkitektúrs í daglegu lífi. En áhrifin má glöggt sjá í því hvar fólk velur sér búsetu, og í hvernig húsnæði. Gæði í arkitektúr varða alla á einn eða annan hátt. Rómverski arkitektinn Vitruvius var uppi fyrir tvö þúsund árum. Hann skilgreindi góðan arkitektúr þannig, að hann stæði saman úr þremur þáttum. Sá fyrsti, firmitas, er hið haldbæra, traustbyggða og endingargóða. Annar þátturinn, er utilitas eða hið nothæfa. Sá þriðji, venustas, er hið fagra sem vekur unun og göfgar andann. Þessi skilgreining er enn góð og gild, jafnvel þótt nútíminn sé flókinn og margþættur. Það er vandasamt að skilgreina nákvæmlega hvað gæði í arkitektúr fela í sér, en það er grundvallaratriði að reyna að færa það í orð til þess hægt sé að raungera þau. Fyrsti þáttur Vitruviusar, haldbærnin, snýst í raun um hagkvæmni. Kostnaður vegur oft þyngst í fýsileika framkvæmdar. Stærsta fjárfesting hvers samfélags er í manngerðu umhverfi og því er brýnt að vanda til verka. Vel hannað mannvirki skilar sér í góðri fjárfestingu. Illa hannað mannvirki er mögulega jafn dýrt og það sem er vel hannað, en á sama tíma mun verri fjárfesting. Gæði eru hagkvæm. Ef við krefjumst ekki gæða í manngerðu umhverfi þá er verðmætum kastað á glæ. Vitruvius nefndi einnig notagildið. Arkitektúr getur varla talist góður ef aðeins hluti fólks getur notið hans - það er hæpin fjárfesting til framtíðar, ef heimili er þannig að ekki er hægt að breyta eða bæta ef upp koma veikindi eða þegar fólki eldist. Einnig getur of smátt húsnæði leitt af sér verri nýtingu. Þriðji þátturinn í skilgreiningu Vitruviusar er fegurðin. Það hefur hent marga að vilja spara þennan þátt. Mannleg heilsa er hvort tveggja líkamleg og andleg. Við vitum að góð híbýli, dagsbirta og græn svæði eru heilsu okkar nauðsynleg, bæði á líkama og sál. Við þurfum fegurð, fjölbreytni og nýsköpun í manngerðu umhverfi til að lyfta hjörtum okkar og takast á við daglegar áskoranir. Nú þegar brýn þörf er á að byggja íbúðarhúsnæði til framtíðar viljum við arkitektar hvetja til þess að við landsmenn þorum að krefjast gæða. Látum ekki segja okkur að gæði séu of dýr, lúxus eða eingöngu fyrir hina velmegandi. Gæði í arkitektúr eru sjálfsögð fyrir alla. Höfundar skipa stjórn Arkitektafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr. Í kreppu er nauðsynlegt að beita útsjónarsemi og hugviti, og hlúa að heilsu einstaklingsins. Sjá má merki frjórrar hugsunar og samtakamáttar fyrri kynslóða allstaðar, hvort sem horft er til gamalla hafnarmannvirkja, vegagerðar, kirkjubygginga, spítala eða Verkamannabústaðanna við Hringbraut og Breiðholtsins. Allt eru þetta fjárfestingar fyrri tíma, þar sem vandað hefur verið til verka. Þessar byggingar standa ennþá fyrir sínu og munu nýtast um ókomin ár. Allir lifa og hrærast í manngerðu umhverfi. Það eru ekki einungis byggingar og innirými þeirra heldur einnig græn svæði, rými á milli húsa, göngustígar og vegir. Arkitektúr og skipulag eru ein órjúfanleg heild sem mótar ramma fyrir líf mannskepnunar. Það getur verið erfitt að átta sig á hinu stóra hlutverki arkitektúrs í daglegu lífi. En áhrifin má glöggt sjá í því hvar fólk velur sér búsetu, og í hvernig húsnæði. Gæði í arkitektúr varða alla á einn eða annan hátt. Rómverski arkitektinn Vitruvius var uppi fyrir tvö þúsund árum. Hann skilgreindi góðan arkitektúr þannig, að hann stæði saman úr þremur þáttum. Sá fyrsti, firmitas, er hið haldbæra, traustbyggða og endingargóða. Annar þátturinn, er utilitas eða hið nothæfa. Sá þriðji, venustas, er hið fagra sem vekur unun og göfgar andann. Þessi skilgreining er enn góð og gild, jafnvel þótt nútíminn sé flókinn og margþættur. Það er vandasamt að skilgreina nákvæmlega hvað gæði í arkitektúr fela í sér, en það er grundvallaratriði að reyna að færa það í orð til þess hægt sé að raungera þau. Fyrsti þáttur Vitruviusar, haldbærnin, snýst í raun um hagkvæmni. Kostnaður vegur oft þyngst í fýsileika framkvæmdar. Stærsta fjárfesting hvers samfélags er í manngerðu umhverfi og því er brýnt að vanda til verka. Vel hannað mannvirki skilar sér í góðri fjárfestingu. Illa hannað mannvirki er mögulega jafn dýrt og það sem er vel hannað, en á sama tíma mun verri fjárfesting. Gæði eru hagkvæm. Ef við krefjumst ekki gæða í manngerðu umhverfi þá er verðmætum kastað á glæ. Vitruvius nefndi einnig notagildið. Arkitektúr getur varla talist góður ef aðeins hluti fólks getur notið hans - það er hæpin fjárfesting til framtíðar, ef heimili er þannig að ekki er hægt að breyta eða bæta ef upp koma veikindi eða þegar fólki eldist. Einnig getur of smátt húsnæði leitt af sér verri nýtingu. Þriðji þátturinn í skilgreiningu Vitruviusar er fegurðin. Það hefur hent marga að vilja spara þennan þátt. Mannleg heilsa er hvort tveggja líkamleg og andleg. Við vitum að góð híbýli, dagsbirta og græn svæði eru heilsu okkar nauðsynleg, bæði á líkama og sál. Við þurfum fegurð, fjölbreytni og nýsköpun í manngerðu umhverfi til að lyfta hjörtum okkar og takast á við daglegar áskoranir. Nú þegar brýn þörf er á að byggja íbúðarhúsnæði til framtíðar viljum við arkitektar hvetja til þess að við landsmenn þorum að krefjast gæða. Látum ekki segja okkur að gæði séu of dýr, lúxus eða eingöngu fyrir hina velmegandi. Gæði í arkitektúr eru sjálfsögð fyrir alla. Höfundar skipa stjórn Arkitektafélags Íslands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun