Furðar sig á forgangi Eurovision-hópsins Sylvía Hall skrifar 17. maí 2021 19:58 Gunnar Bragi segist hugsi yfir því hvernig slíkar ákvarðanatökur fara fram. Það hafi þó komið fram góð rök fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann furðaði sig á því að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið bólusetningu fyrir brottför til Hollands þar sem keppnin fer fram. Hópurinn var bólusettur að beiðni Ríkisútvarpsins en smit hefur nú komið upp í hópnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að fallist hafi verið á beiðnina í ljósi þess að hópurinn væri að fara út á vegum ríkisins og veiran væri í mikilli útbreiðslu í Hollandi. „Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa.“ Gunnari Braga þykir þetta furðulegt. Fólk sem sé með undirliggjandi sjúkdóma bíði enn eftir bólusetningu en „þetta júróvísjón“ sé sett í forgang, líkt og hann kemst að orði í færslunni. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Gunnar Bragi einungis vera að velta fyrir sér forgangsröðuninni. Hann taki þó undir það að góð rök séu fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð en hann spyrji hvers vegna ákvarðanatakan sé svo ógagnsæ. „Hvers vegna fær þessi hópur undanþágu en ekki einhver annar? Snýst þetta um það að þetta er ríkið að óska eftir því við ríkið að fá undanþágu?“ Hvað næst? Hann segist þó skilja mikilvægi þess að hópurinn geti tekið þátt í keppninni, enda fari þjóðin í mikinn gír þegar keppnin fer af stað. Flestir séu ánægðir með að geta fylgst með keppninni en það sé sjálfsagt að vekja athygli á málinu. „Þetta er vinsælt sjónvarpsefni og það eru margir sem fylgjast með þessu. Okkar menningarviðburðir og ég tala nú ekki um söngvara og tónlistarmenn, það styttir okkur stundir í þessu Covid-rugli öllu saman. Við að sjálfsögðu eigum að þakka fyrir það en það breytir því ekki að það fýkur svolítið í mann þegar maður veit að það er fólk sem bíður eftir og hefur kannski ekki fengið skýringar á því hvers vegna það fær ekki bólusetningu.“ Að mati Gunnars Braga er þó margt óljóst varðandi bólusetningar. „Hvað næst? Sinfónían þarf kannski að fara út og spila fyrir okkur einhvers staðar, á hún þá að fá forgang? Hvað með Þjóðleikhúsið? Er þetta bara ríkisstofnanir? Hvað með einkaaðila sem er boðið út að skemmta? Þetta er einhvern veginn hipsumhaps í kringum þessar bólusetningar, svo ég segi það nú bara.“ Reykjavík síðdegis Eurovision Bólusetningar Tengdar fréttir Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að fallist hafi verið á beiðnina í ljósi þess að hópurinn væri að fara út á vegum ríkisins og veiran væri í mikilli útbreiðslu í Hollandi. „Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa.“ Gunnari Braga þykir þetta furðulegt. Fólk sem sé með undirliggjandi sjúkdóma bíði enn eftir bólusetningu en „þetta júróvísjón“ sé sett í forgang, líkt og hann kemst að orði í færslunni. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Gunnar Bragi einungis vera að velta fyrir sér forgangsröðuninni. Hann taki þó undir það að góð rök séu fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð en hann spyrji hvers vegna ákvarðanatakan sé svo ógagnsæ. „Hvers vegna fær þessi hópur undanþágu en ekki einhver annar? Snýst þetta um það að þetta er ríkið að óska eftir því við ríkið að fá undanþágu?“ Hvað næst? Hann segist þó skilja mikilvægi þess að hópurinn geti tekið þátt í keppninni, enda fari þjóðin í mikinn gír þegar keppnin fer af stað. Flestir séu ánægðir með að geta fylgst með keppninni en það sé sjálfsagt að vekja athygli á málinu. „Þetta er vinsælt sjónvarpsefni og það eru margir sem fylgjast með þessu. Okkar menningarviðburðir og ég tala nú ekki um söngvara og tónlistarmenn, það styttir okkur stundir í þessu Covid-rugli öllu saman. Við að sjálfsögðu eigum að þakka fyrir það en það breytir því ekki að það fýkur svolítið í mann þegar maður veit að það er fólk sem bíður eftir og hefur kannski ekki fengið skýringar á því hvers vegna það fær ekki bólusetningu.“ Að mati Gunnars Braga er þó margt óljóst varðandi bólusetningar. „Hvað næst? Sinfónían þarf kannski að fara út og spila fyrir okkur einhvers staðar, á hún þá að fá forgang? Hvað með Þjóðleikhúsið? Er þetta bara ríkisstofnanir? Hvað með einkaaðila sem er boðið út að skemmta? Þetta er einhvern veginn hipsumhaps í kringum þessar bólusetningar, svo ég segi það nú bara.“
Reykjavík síðdegis Eurovision Bólusetningar Tengdar fréttir Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13
Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26