Stytta sér leið með kaupunum á Lumina Eiður Þór Árnason skrifar 14. maí 2021 18:44 F.v. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Lumina Medical Solutions, og Steingrímur Árnason, forstöðumaður tækniþróunar Lumina Medical Solutions. Aðsend Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi. Samhliða því verður nafni Lumina Medical Solutions breytt í Dicino í tengslum við inngöngu á erlendan markað þar sem fyrra nafnið reyndist frátekið í alþjóðlegum gagnagrunni vörumerkja. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að heilbrigðislausnin Lumina geri læknum og hjúkrunarfræðingum kleift að greina og skrá upplýsingar um heilsufar sjúklings á fjölmörgum tungumálum, senda lyfseðla í apótek og tilmæli til sjúklings með mun hraðvirkari hætti en viðgengst í dag. Samhliða skráningu leiti lausnin að hugsanlegri sjúkdómagreiningu og fært um að styðja og leiðbeina um frekari rannsóknir, lyf eða spurningar. Enn fremur þýði lausnin skráninguna frá einu tungumáli yfir í annað í rauntíma. Kaupin stytti þeim leið „Heilbrigðisstarfsfólk eyðir að jafnaði tveimur klukkustundum á dag í skráningarvinnu. Prófanir voru framkvæmdar þar sem notkun á Lumina var borin saman við notkun á núverandi sjúkrakerfum. Niðurstöður sýndu að þátttakendur styttu að meðaltali 71% skráningartíma með notkun Lumina,“ segir í tilkynningunni. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, segir að félagið hafi lengi fylgst með þróun Lumina. „Undanfarin misseri hefur Origo unnið að umfangsmikilli endurhönnun sjúkraskrárkerfisins Sögu og við erum sannfærð um að þessi kaup hjálpi okkur og stytti okkur leið á þeirri vegferð,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Stefna á útrás Að sögn Lumina Medical Solutions þróar fyrirtækið núna nýja alþjóðlega heilbrigðislausn sem greini einkenni sjúklings óháð tungumáli og skrifar á sama tíma faglega og fjöltyngda læknaskýrslu fyrir viðkomandi lækni. „Markmið okkar með nýju lausninni er að efla þjónustu við sjúklinga, stytta skráningartíma lækna og biðtíma sjúklinga, minnka álag á lækna og lækka kostnað heilbrigðisstofnana,“ segir Steingrímur Árnason, forstöðumaður tækniþróunar Lumina Medical Solutions, í tilkynningu. Fyrst verði horft til Spánar og þaðan inn á aðra markaði. „Spánn er tilvalið land til að byrja á þar sem ríkisstjórn Spánar, héruð og einkarekin fyrirtækin hafa sett sér það að markmiði að stafræna heilbrigðiskerfið þar í landi. Spánn á einnig von á háum fjárhagslegum styrk frá Evrópusambandinu vegna COVID-19 til að mæta þessu markmiði,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Lumina Medical Solutions. Fyrirtækið fékk 50 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2019 til þess að þróa Lumina-sjúkraskráningakerfið og hefur fengið 10 milljónir frá sjóðnum fyrir nýju lausnina til þess að sækja inn á markaðinn á Spáni. Hyggst fyrirtækið þar að auki sækja enn frekara fjármagn til þess hraða tækniþróuninni og efla sóknina á Spáni. Heilbrigðismál Tækni Nýsköpun Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira
Samhliða því verður nafni Lumina Medical Solutions breytt í Dicino í tengslum við inngöngu á erlendan markað þar sem fyrra nafnið reyndist frátekið í alþjóðlegum gagnagrunni vörumerkja. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að heilbrigðislausnin Lumina geri læknum og hjúkrunarfræðingum kleift að greina og skrá upplýsingar um heilsufar sjúklings á fjölmörgum tungumálum, senda lyfseðla í apótek og tilmæli til sjúklings með mun hraðvirkari hætti en viðgengst í dag. Samhliða skráningu leiti lausnin að hugsanlegri sjúkdómagreiningu og fært um að styðja og leiðbeina um frekari rannsóknir, lyf eða spurningar. Enn fremur þýði lausnin skráninguna frá einu tungumáli yfir í annað í rauntíma. Kaupin stytti þeim leið „Heilbrigðisstarfsfólk eyðir að jafnaði tveimur klukkustundum á dag í skráningarvinnu. Prófanir voru framkvæmdar þar sem notkun á Lumina var borin saman við notkun á núverandi sjúkrakerfum. Niðurstöður sýndu að þátttakendur styttu að meðaltali 71% skráningartíma með notkun Lumina,“ segir í tilkynningunni. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, segir að félagið hafi lengi fylgst með þróun Lumina. „Undanfarin misseri hefur Origo unnið að umfangsmikilli endurhönnun sjúkraskrárkerfisins Sögu og við erum sannfærð um að þessi kaup hjálpi okkur og stytti okkur leið á þeirri vegferð,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Stefna á útrás Að sögn Lumina Medical Solutions þróar fyrirtækið núna nýja alþjóðlega heilbrigðislausn sem greini einkenni sjúklings óháð tungumáli og skrifar á sama tíma faglega og fjöltyngda læknaskýrslu fyrir viðkomandi lækni. „Markmið okkar með nýju lausninni er að efla þjónustu við sjúklinga, stytta skráningartíma lækna og biðtíma sjúklinga, minnka álag á lækna og lækka kostnað heilbrigðisstofnana,“ segir Steingrímur Árnason, forstöðumaður tækniþróunar Lumina Medical Solutions, í tilkynningu. Fyrst verði horft til Spánar og þaðan inn á aðra markaði. „Spánn er tilvalið land til að byrja á þar sem ríkisstjórn Spánar, héruð og einkarekin fyrirtækin hafa sett sér það að markmiði að stafræna heilbrigðiskerfið þar í landi. Spánn á einnig von á háum fjárhagslegum styrk frá Evrópusambandinu vegna COVID-19 til að mæta þessu markmiði,“ segir Arnar Freyr Reynisson, framkvæmdastjóri Lumina Medical Solutions. Fyrirtækið fékk 50 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2019 til þess að þróa Lumina-sjúkraskráningakerfið og hefur fengið 10 milljónir frá sjóðnum fyrir nýju lausnina til þess að sækja inn á markaðinn á Spáni. Hyggst fyrirtækið þar að auki sækja enn frekara fjármagn til þess hraða tækniþróuninni og efla sóknina á Spáni.
Heilbrigðismál Tækni Nýsköpun Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Sker úr um hvort Samskip megi skipta sér af sátt Eimskips Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Sjá meira