Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. maí 2021 08:59 Sjúklingur andar að sér súrefni á sjúkrahúsi í Kolkata. Hann er einn af þeim heppnu; fjöldi fólks hefur látist sökum súrefnisskorts síðustu daga og vikur. epa/Piyal Adhikary Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. Alls hafa 22.992.517 greinst með kórónuveiruna á Indlandi og 249.992 látist. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri smit greinst, 32,7 milljónir. Á eftir Indlandi kemur Brasilía, með 15,2 milljónir smita. Á Indlandi hafa 37.159.467 verið fullbólusettir en það jafngildir 2,85 prósent þjóðarinnar. Tveir hafa greinst með hið svokallaða indverska afbrigði SARS-CoV-2 á Filippseyjum. Um er að ræða tvo einkennalausa einstaklinga sem hafa aldrei ferðast til Indlands en voru á leið heim frá Oman og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett indverska afbrigðið á gátlista en fyrir á listanum eru breska, suður-afríska og brasilíska afbrigðið. Afbrigði eru ýmist flokkuð sem „variant of interest“ eða „variant of concern“, sem mætti þýða sem afbrigði til að fylgjast með annars vegar og afbrigði sem veldur áhyggjum hins vegar. Afbrigði eru sett í síðarnefnda flokkinn þegar þau uppfylla að minnsta kosti eitt af ákveðnum skilyrðum. Er það meðal annars að vera mjög smitandi, valda alvarlegum veikindum, hafa viðnám gegn mótefnum og/eða meðferðum og bóluefnum. Sérfræðingar WHO sögðu í gær að bóluefnin sem væru í notkun ættu að veita viðnám gegn veirunni en það kynni að vera veikara en gagnvart öðrum afbrigðum. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Alls hafa 22.992.517 greinst með kórónuveiruna á Indlandi og 249.992 látist. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri smit greinst, 32,7 milljónir. Á eftir Indlandi kemur Brasilía, með 15,2 milljónir smita. Á Indlandi hafa 37.159.467 verið fullbólusettir en það jafngildir 2,85 prósent þjóðarinnar. Tveir hafa greinst með hið svokallaða indverska afbrigði SARS-CoV-2 á Filippseyjum. Um er að ræða tvo einkennalausa einstaklinga sem hafa aldrei ferðast til Indlands en voru á leið heim frá Oman og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett indverska afbrigðið á gátlista en fyrir á listanum eru breska, suður-afríska og brasilíska afbrigðið. Afbrigði eru ýmist flokkuð sem „variant of interest“ eða „variant of concern“, sem mætti þýða sem afbrigði til að fylgjast með annars vegar og afbrigði sem veldur áhyggjum hins vegar. Afbrigði eru sett í síðarnefnda flokkinn þegar þau uppfylla að minnsta kosti eitt af ákveðnum skilyrðum. Er það meðal annars að vera mjög smitandi, valda alvarlegum veikindum, hafa viðnám gegn mótefnum og/eða meðferðum og bóluefnum. Sérfræðingar WHO sögðu í gær að bóluefnin sem væru í notkun ættu að veita viðnám gegn veirunni en það kynni að vera veikara en gagnvart öðrum afbrigðum.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira