Biden boðar von um betri tíð eftir faraldur og kreppu Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 23:31 Þetta verður í fyrsta skipti sem Joe Biden ávarpar Bandaríkjaþing frá því að hann tók við embætti forseta 20. janúar. AP/Patrick Semansky Efnahagsbati eftir kórónuveirufaraldurinn verður efst á baugi í fyrsta ávarpi Joes Biden Bandaríkjaforseta fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í kvöld. Í ávarpinu ætlar forsetinn að lýsa því hvernig Bandaríkin eru „komin aftur af stað“ og hvernig hann sér fyrir sér að alríkisstjórnin geti bætt líf landsmanna. Biden ætlar að tala um hvernig hann tók við „þjóð í kreppu“ þegar hann varð forseti. Verstu farsótt í heila öld, verstu efnahagskreppu frá því í Kreppunni miklu og verstu árás á lýðræðið frá því í bandaríska borgarastríðinu. Vísar Biden þar til árásar stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í janúar. „Nú, eftir aðeins hundrað daga, get ég greint þjóðinni frá því að Bandaríkin eru komin aftur af stað,“ ætlar að Biden að segja samkvæmt útdrætti sem Hvíta húsið birti í dag „Breytingum hættu í möguleika. Kreppu í tækifæri. Bakslagi í styrkleika,“ ætlar forsetinn að segja. Til þess að koma Bandaríkjunum út úr efnahagslægðinni sem fylgdi faraldrinum ætlar Biden að leggja áherslu á metnaðarfulla áætlun sína um uppbyggingu innviða og atvinnuuppbyggingu, að sögn Washington Post. Auk þess ætlar Biden að lýsa tillögum sínum að stórauknum framlögum til leikskóla, dagvistunar, háskólamenntunar og barnabóta. „Við verðum að sanna að lýðræðið virkar ennþá. Að ríkisstjórnin virki ennþá og að hún geti staðið undir væntingum þjóðarinnar,“ ætlar Biden að segja. Ávarp Biden í kvöld er ekki eiginleg stefnuræða. Vanalega hafa forsetar haldið ræðu fyrir báðum deildum þingsins við upphaf kjörtímabils síns en Biden frestaði því þar til nú. Þá setur kórónuveirufaraldurinn mark sitt á ræðuna. Þingmenn verða með grímur og þurfa að halda fjarlægð. Aðeins tvö hundruð manns mega vera í þingsalnum en 535 þingmenn eiga sæti í báðum deildum. AP-fréttastofan segir að margir þingmenn repúblikana ætli ekki að mæta. Ræða Biden hefst klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Biden ætlar að tala um hvernig hann tók við „þjóð í kreppu“ þegar hann varð forseti. Verstu farsótt í heila öld, verstu efnahagskreppu frá því í Kreppunni miklu og verstu árás á lýðræðið frá því í bandaríska borgarastríðinu. Vísar Biden þar til árásar stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í janúar. „Nú, eftir aðeins hundrað daga, get ég greint þjóðinni frá því að Bandaríkin eru komin aftur af stað,“ ætlar að Biden að segja samkvæmt útdrætti sem Hvíta húsið birti í dag „Breytingum hættu í möguleika. Kreppu í tækifæri. Bakslagi í styrkleika,“ ætlar forsetinn að segja. Til þess að koma Bandaríkjunum út úr efnahagslægðinni sem fylgdi faraldrinum ætlar Biden að leggja áherslu á metnaðarfulla áætlun sína um uppbyggingu innviða og atvinnuuppbyggingu, að sögn Washington Post. Auk þess ætlar Biden að lýsa tillögum sínum að stórauknum framlögum til leikskóla, dagvistunar, háskólamenntunar og barnabóta. „Við verðum að sanna að lýðræðið virkar ennþá. Að ríkisstjórnin virki ennþá og að hún geti staðið undir væntingum þjóðarinnar,“ ætlar Biden að segja. Ávarp Biden í kvöld er ekki eiginleg stefnuræða. Vanalega hafa forsetar haldið ræðu fyrir báðum deildum þingsins við upphaf kjörtímabils síns en Biden frestaði því þar til nú. Þá setur kórónuveirufaraldurinn mark sitt á ræðuna. Þingmenn verða með grímur og þurfa að halda fjarlægð. Aðeins tvö hundruð manns mega vera í þingsalnum en 535 þingmenn eiga sæti í báðum deildum. AP-fréttastofan segir að margir þingmenn repúblikana ætli ekki að mæta. Ræða Biden hefst klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira