Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Snorri Rafn Hallsson skrifar 28. apríl 2021 00:27 Vodafonedeildin Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. Fylkir - Tindastóll Í fyrsta leik kvöldsins tók Fylkir á móti Tindastóli í Vertigo kortinu. Fylkir hefur átt góðu gengi að fagna en eftir tap gegn KR í síðustu umferð áttu þeir erfitt með að koma sér inn í leikinn. Leikmenn Tindastóls létu tækifærið ekki renna sér úr greipum og brást vel gegn bitlausum og hugmyndasnauðum aðgerðum Fylkis til að tryggja sér sinn þriðja sigur á tímabilinu. Vertigo er af mörgum talið nokkuð einhæft kort og Fylkismenn, sem hófu leikinn í sókn (terrorist) gerðu lítið til að breyta þeirri ímynd og sóttu mjög hefðbundið inn á A svæðið. Leikmenn Tindastóls áttu von á þessu og skelltu Fylki harkalega í fyrstu þrem lotunum með þéttum endurtökum þar sem H0Z1D3R fór á kostum og náði meðal annars ási í annarri lotu. Fylki tókst að kreista út sigur í fjórðu lotu með góðri sandpokataktík, en þrátt fyrir að sækja af miklum hraða höfðu leikmenn liðsins lítið upp úr því. Liðið komst á ágætis ról um miðjan fyrri hálfleik með ágætis opnunum og sprengjuleik, en óvarkárni Fylkis gerði Tindastóli auðvelt að halda forskoti sínu og koma sér í góða stöðu eftir 15 lotur. Staða í hálfleik: Fylkir 4 - 11 Tindastóll Síðari hálfleikur fór hratt af stað þar sem ekki vantaði mikið upp á til að Tindastóll gæti tryggt sér sigurinn. Fylkismenn höfðu verið óvirkir á B-svæðinu fyrir hálfleik, en það voru leikmenn Tindastóls ekki. H0Z1D3R átti sinn lang besta leik á þessu tímabili og sigldi sigrinum í höfn með 30-bombu og bestu tölfræðinni af öllum leikmönnum beggja liða. Fylkir er enn sem áður í fjórða sæti deildarinnar en Tindastóll skaut sér upp í það fimmta með skemmtilegum sigri. Í næstu viku mætir Fylkir toppliði Dusty og má búast við mikilli áskorun í þeim leik, en Tindastóll tekur hins vegar á móti Hafinu sem hefur ekki enn náð sér almennilega á strik og verður spennandi að sjá hvort Tindastóli tekst að gera sér mat úr því. Lokastaða: Fylkir 6 - 16 Tindastóll Hafið - KR Í öðrum leik kvöldsins mættust lið Hafsins og KR á Train kortinu og mættu KR-ingar fullir sjálfstrausts til leiks. Liðið tryggði sér snemma gott forskot og þrátt fyrir góða spretti átti Hafið fá svör við vel æfðum aðgerðum KR-inga. Stigin tvö enduðu því vestur í bæ, en Hafið situr nú í næst neðsta sæti deildarinnar og leikur enn langt undir væntingum þrátt fyrir mannabreytingar í liðinu. Ofvirkur, vappari KR, lét lítið fyrir sér fara í upphafi tímabilsins en nú hefur orðið breyting þar á. KR hóf leikinn í sókn (terrorist) og lét Ofvirkur strax finna fyrir sér ásamt Kruzer og lokaði KR þremur lotum hratt og örugglega. Að vanda var liðið vel samstillt og studdu leikmenn hvorn annan í hnitmiðuðum aðgerðum sem fyrir vikið gengu upp. Peterr, sem lék í stað Hundza fyrir Hafið, gerði sig líklegan til að valda KR miklum skaða en vegna þess hve leikmenn eins Miðgarðsormur og Kruzer fengu mikið pláss til að athafna sig tókst þeim ekki að klára lotur sem annars hefðu átt að vera gefnar. Þrátt fyrir góðar opnanir og töluvert af fellum varð lítið úr leik Hafsins og var KR því í mikilli yfirburðastöðu þegar liðin skiptu um hlutverk. Staða í hálfleik: Hafið 4 - 11 KR 7homsen, sem hafði verið svo gott sem fjarverandi í liði Hafsins í fyrri hálfleiknum mætti af krafti í þann síðari. Sjálfvirk haglabyssan kom að góðum notum til að krækja í stig í 17. lotu og tókst Hafinu að nýta sér hraða og óhefðbundnar byssur til að gera atlögu að KR-ingum. Leikmenn KR héldu þó ró sinni og sigurinn var aldrei í húfi þrátt fyrir góð tilþrif Hafsins. KR heldur fast í annað sætið á eftir Dusty og mætir XY í næstu umferð í æsispennandi leik þar sem áhugavert verður að sjá hvort XY gerir atlögu að stöðu KR. Hafið er komið í næst neðsta sæti og mætir Tindastóli í næstu umferð í mikilvægum leik þar sem liðin eru jöfn að stigum í augnablikinu. Lokastaða: Hafið 7 - 16 KR XY - Aurora Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust XY og Aurora á. Aurora stóð frammi fyrir stóru verkefni en liðið hefur einungis unnið einn leik á tímabilinu á meðan XY hefur haldið sér í toppbaráttunni og gæti strítt KR í næstu umferð. XY sem var á heimavelli valdi að spila á Train kortinu en Aurora hefur átt erfitt uppdráttar þar (sem og á öllum öðrum kortum ef út í það er farið). Öllum að óvörum tókst Aurora að stilla upp þéttri vörn í upphafi leiks og tryggja sér fyrstu þrjár loturnar. RavlE var í fantastuði og náði fjórum fellum í þriðju lotu eftir taktískar reyksprengjur frá joejoeks. XY náði þó að klóra í bakkann og jafna leikinn eftir frábæra takta frá StalZ sem átti einmitt feiknar góðan leik í síðustu viku. Hann og Narfi áttu eftir að hitta ótrúlega vel úr skotum sínum það sem eftir var leiks og á tímabili mátti halda að þeir væru í keppni um hver næði fleirum fellum. Það sem tryggði XY yfirhöndina í leiknum var að fyrst um sinn sótti liðið rólega til að halda stjórn á hraðanum en svo gáfu þeir óvænt í sem gerði Aurora erfitt fyrir að sækja sér upplýsingar til að halda uppi vörnum. Staða í hálfleik: XY 10 - 5 Aurora Síðari hálfleikur hófst með látum þar sem Narfi átti stórkostlega þrefalda fellu í þremur skammbyssuskotum sem hægt er að sjá hér. Lið XY hélt sínu striki í síðari hálfleik, en það hversu jafn og öruggur leikur þeirra er hefur komið þeim ansi langt á þessu tímabili. Allar loturnar í síðari hálfleik enduðu þeim í vil og verðskuldaður sigur því staðreynd. XY heldur sér enn sem áður í toppbaráttunni í þriðja sæti en Aurora situr með sárt ennið á botni deildarinnar. Eins og áður segir mætir XY KR í næstu umferð en Aurora keppir við Þór. Lokastaða: XY 16 - 5 Aurora Vodafone-deildin Rafíþróttir Tengdar fréttir Óvænt endurkoma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð. 21. apríl 2021 00:01 Flugeldasýning hjá KR en Dusty enn á toppnum Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. 16. apríl 2021 23:51 Dusty vann toppslaginn og nýráðinn þjálfari Aurora stóð við stóru orðin Sýnt var frá þremur leikjum í 7. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR tókust á í toppslagnum og hafði Dusty betur og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sannfærandi sigri á Hafinu. Nýráðinn þjálfari Aurora hafði lofað því að liðið bæri sigur úr býtum í kvöld og vann Aurora sinn fyrsta leik á tímabilinu. 9. apríl 2021 23:51 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn
Fylkir - Tindastóll Í fyrsta leik kvöldsins tók Fylkir á móti Tindastóli í Vertigo kortinu. Fylkir hefur átt góðu gengi að fagna en eftir tap gegn KR í síðustu umferð áttu þeir erfitt með að koma sér inn í leikinn. Leikmenn Tindastóls létu tækifærið ekki renna sér úr greipum og brást vel gegn bitlausum og hugmyndasnauðum aðgerðum Fylkis til að tryggja sér sinn þriðja sigur á tímabilinu. Vertigo er af mörgum talið nokkuð einhæft kort og Fylkismenn, sem hófu leikinn í sókn (terrorist) gerðu lítið til að breyta þeirri ímynd og sóttu mjög hefðbundið inn á A svæðið. Leikmenn Tindastóls áttu von á þessu og skelltu Fylki harkalega í fyrstu þrem lotunum með þéttum endurtökum þar sem H0Z1D3R fór á kostum og náði meðal annars ási í annarri lotu. Fylki tókst að kreista út sigur í fjórðu lotu með góðri sandpokataktík, en þrátt fyrir að sækja af miklum hraða höfðu leikmenn liðsins lítið upp úr því. Liðið komst á ágætis ról um miðjan fyrri hálfleik með ágætis opnunum og sprengjuleik, en óvarkárni Fylkis gerði Tindastóli auðvelt að halda forskoti sínu og koma sér í góða stöðu eftir 15 lotur. Staða í hálfleik: Fylkir 4 - 11 Tindastóll Síðari hálfleikur fór hratt af stað þar sem ekki vantaði mikið upp á til að Tindastóll gæti tryggt sér sigurinn. Fylkismenn höfðu verið óvirkir á B-svæðinu fyrir hálfleik, en það voru leikmenn Tindastóls ekki. H0Z1D3R átti sinn lang besta leik á þessu tímabili og sigldi sigrinum í höfn með 30-bombu og bestu tölfræðinni af öllum leikmönnum beggja liða. Fylkir er enn sem áður í fjórða sæti deildarinnar en Tindastóll skaut sér upp í það fimmta með skemmtilegum sigri. Í næstu viku mætir Fylkir toppliði Dusty og má búast við mikilli áskorun í þeim leik, en Tindastóll tekur hins vegar á móti Hafinu sem hefur ekki enn náð sér almennilega á strik og verður spennandi að sjá hvort Tindastóli tekst að gera sér mat úr því. Lokastaða: Fylkir 6 - 16 Tindastóll Hafið - KR Í öðrum leik kvöldsins mættust lið Hafsins og KR á Train kortinu og mættu KR-ingar fullir sjálfstrausts til leiks. Liðið tryggði sér snemma gott forskot og þrátt fyrir góða spretti átti Hafið fá svör við vel æfðum aðgerðum KR-inga. Stigin tvö enduðu því vestur í bæ, en Hafið situr nú í næst neðsta sæti deildarinnar og leikur enn langt undir væntingum þrátt fyrir mannabreytingar í liðinu. Ofvirkur, vappari KR, lét lítið fyrir sér fara í upphafi tímabilsins en nú hefur orðið breyting þar á. KR hóf leikinn í sókn (terrorist) og lét Ofvirkur strax finna fyrir sér ásamt Kruzer og lokaði KR þremur lotum hratt og örugglega. Að vanda var liðið vel samstillt og studdu leikmenn hvorn annan í hnitmiðuðum aðgerðum sem fyrir vikið gengu upp. Peterr, sem lék í stað Hundza fyrir Hafið, gerði sig líklegan til að valda KR miklum skaða en vegna þess hve leikmenn eins Miðgarðsormur og Kruzer fengu mikið pláss til að athafna sig tókst þeim ekki að klára lotur sem annars hefðu átt að vera gefnar. Þrátt fyrir góðar opnanir og töluvert af fellum varð lítið úr leik Hafsins og var KR því í mikilli yfirburðastöðu þegar liðin skiptu um hlutverk. Staða í hálfleik: Hafið 4 - 11 KR 7homsen, sem hafði verið svo gott sem fjarverandi í liði Hafsins í fyrri hálfleiknum mætti af krafti í þann síðari. Sjálfvirk haglabyssan kom að góðum notum til að krækja í stig í 17. lotu og tókst Hafinu að nýta sér hraða og óhefðbundnar byssur til að gera atlögu að KR-ingum. Leikmenn KR héldu þó ró sinni og sigurinn var aldrei í húfi þrátt fyrir góð tilþrif Hafsins. KR heldur fast í annað sætið á eftir Dusty og mætir XY í næstu umferð í æsispennandi leik þar sem áhugavert verður að sjá hvort XY gerir atlögu að stöðu KR. Hafið er komið í næst neðsta sæti og mætir Tindastóli í næstu umferð í mikilvægum leik þar sem liðin eru jöfn að stigum í augnablikinu. Lokastaða: Hafið 7 - 16 KR XY - Aurora Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust XY og Aurora á. Aurora stóð frammi fyrir stóru verkefni en liðið hefur einungis unnið einn leik á tímabilinu á meðan XY hefur haldið sér í toppbaráttunni og gæti strítt KR í næstu umferð. XY sem var á heimavelli valdi að spila á Train kortinu en Aurora hefur átt erfitt uppdráttar þar (sem og á öllum öðrum kortum ef út í það er farið). Öllum að óvörum tókst Aurora að stilla upp þéttri vörn í upphafi leiks og tryggja sér fyrstu þrjár loturnar. RavlE var í fantastuði og náði fjórum fellum í þriðju lotu eftir taktískar reyksprengjur frá joejoeks. XY náði þó að klóra í bakkann og jafna leikinn eftir frábæra takta frá StalZ sem átti einmitt feiknar góðan leik í síðustu viku. Hann og Narfi áttu eftir að hitta ótrúlega vel úr skotum sínum það sem eftir var leiks og á tímabili mátti halda að þeir væru í keppni um hver næði fleirum fellum. Það sem tryggði XY yfirhöndina í leiknum var að fyrst um sinn sótti liðið rólega til að halda stjórn á hraðanum en svo gáfu þeir óvænt í sem gerði Aurora erfitt fyrir að sækja sér upplýsingar til að halda uppi vörnum. Staða í hálfleik: XY 10 - 5 Aurora Síðari hálfleikur hófst með látum þar sem Narfi átti stórkostlega þrefalda fellu í þremur skammbyssuskotum sem hægt er að sjá hér. Lið XY hélt sínu striki í síðari hálfleik, en það hversu jafn og öruggur leikur þeirra er hefur komið þeim ansi langt á þessu tímabili. Allar loturnar í síðari hálfleik enduðu þeim í vil og verðskuldaður sigur því staðreynd. XY heldur sér enn sem áður í toppbaráttunni í þriðja sæti en Aurora situr með sárt ennið á botni deildarinnar. Eins og áður segir mætir XY KR í næstu umferð en Aurora keppir við Þór. Lokastaða: XY 16 - 5 Aurora
Vodafone-deildin Rafíþróttir Tengdar fréttir Óvænt endurkoma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð. 21. apríl 2021 00:01 Flugeldasýning hjá KR en Dusty enn á toppnum Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. 16. apríl 2021 23:51 Dusty vann toppslaginn og nýráðinn þjálfari Aurora stóð við stóru orðin Sýnt var frá þremur leikjum í 7. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR tókust á í toppslagnum og hafði Dusty betur og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sannfærandi sigri á Hafinu. Nýráðinn þjálfari Aurora hafði lofað því að liðið bæri sigur úr býtum í kvöld og vann Aurora sinn fyrsta leik á tímabilinu. 9. apríl 2021 23:51 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn
Óvænt endurkoma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð. 21. apríl 2021 00:01
Flugeldasýning hjá KR en Dusty enn á toppnum Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. 16. apríl 2021 23:51
Dusty vann toppslaginn og nýráðinn þjálfari Aurora stóð við stóru orðin Sýnt var frá þremur leikjum í 7. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR tókust á í toppslagnum og hafði Dusty betur og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sannfærandi sigri á Hafinu. Nýráðinn þjálfari Aurora hafði lofað því að liðið bæri sigur úr býtum í kvöld og vann Aurora sinn fyrsta leik á tímabilinu. 9. apríl 2021 23:51