Óvænt endurkoma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu Snorri Rafn Hallsson skrifar 21. apríl 2021 00:01 Vodafone deildin. Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð. Þór - XY Í fyrsta leik kvöldsins tók Þór á móti XY á Dust 2 kortinu. XY voru taldir sigurstrangari fyrir leikinn, enda var XY ofar í deildinni fyrir leikinn og hafði betur í fyrri viðureign liðanna. Þórsmenn komu þó heitir inn í leikinn eftir sigur á Hafinu í síðustu umferð og kom sér í afburðagóða stöðu eftir fyrri hálfleik. Það dugði þó ekki til að tryggja þeim sigurinn og eftir æsispennandi lokalotur hafði XY betur eftir framlengingu. XY byrjaði í vörn (counter-terrorist) og vann fyrstu lotuna þar sem góðir snúningar og skipulag gerði þeim kleift að fella leikmenn og aftengja sprengju Þórs. Þórsarar svöruðu með því að vopna sig vel og sækja hratt í næstu lotum. Baráttan snerist að mestu um B-svæðið þar sem ADHD hafði auga á miðjunni með vappanum. Þetta skipulag reyndist þeim vel. Þórsmenn teygðu á vörn XY sem opnaði fyrir þeim færi og XY menn létu tímann oftar en ekki renna út til að halda vopnum sínum. Þeir komu engum vörnum við og gengu grunlausir inn í gildrur Þórs sem náðu þannig 9 lotum í röð og hleyptu XY aldrei fram úr sér. Leikmenn XY sem gjarnar eru vel skipulagðir sýndu ekki sína bestu hlið í fyrri hálfleik en nældu sér þó í þrjár lotur. Staða í hálfleik: Þór 12 - XY 3 Það var allt annar tónn í liði XY í sókninni þegar Spike og Stalz hrukku í gírinn og Stalz tókst með ólíkindum að klemma nokkrar lotur í röð einn síns liðs. Þetta veitti XY byr undir báða vængi og leikurinn sem var tilkomulítill til að byrja með var skyndilega orðinn æsispennandi. Í gegnum öll vandræðin höfðu XY haldið ró sinni og náði stjórninni í leiknum með því að beina vopnum sínum að helstu leikmönnum Þórs, þeim ADHD og Pandaz sem fékk að leika lausum hala í Dust 2 kortinu og valda miklum usla á tímabili. Á bakinu á Stalz tókst XY því að merja fram sigur í framlengingu og halda þeir því þriðja sætinu í deildinni með 10 stig, en Þórsmenn eru í því fimmta með 6 stig. Tvær 30-bombur urðu í þessum leik þar sem Stalz var með 39 fellur, sem er deildarmet á þessu tímabili og Pandaz náði að fella 33, en taka verður tillit til þess að í framlengingu eru leiknar fleiri lotur sem skekkir tölfræðina vissulega. Engu að síður frábær frammistaða frá báðum liðum og hefði leikurinn getað fallið á báða bóga allt fram á síðustu stundu. Í næstu viku mætir XY botnliði Aurora og má búast við auðveldum sigri þar á bænum, en Þór tekur hins vegar á móti toppliði Dusty og því á brattan að sækja hjá þeim. Lokastaða: Þór 16 -19 XY KR - Fylkir Minni spenna var í öðrum leik kvöldsins þar sem KR mætti Fylki, einnig á Dust 2 kortinu. Gríðarlega agað lið KR gaf engin færi á sér og hreinlega pakkaði Fylkismönnum saman sem náðu ekki að gera sér mat úr neinu. Snemma var ljóst að KR hefði yfirhöndina og endaði leikurinn með stórsigri KR-inga á máttlausu liði Fylkis. KR-ingar mættu tilbúnir til leiks á miklum hraða og gerðu út á það að fella sem flesta í liði Fylkis til að ná sér í lotur í sókninni (terrorist). Það gekk eftir og með því að opna hratt og örugglega tókst að draga kraftinn úr liði Fylkis. Fylkismönnum gekk illa að ná fellum og bregðast við heldur einföldum aðgerðum KR-inga sem líður mjög vel í Dust 2. Fylkismenn sáu varla til sólar fyrir sprengjuregni KR og komst lið Fylkis því aldrei í gang né að koma sér upp vopnabúri sem gæti nýst þeim til að valda skaða. Ekkert gekk hjá þeim í einvígum og losaraleg vörnin gerði KR auðvelt fyrir. Staða í hálfleik: KR 13 - Fylkir 2 Síðari hálfleikur var stuttur og lítið um hann að segja. KR-ingar nýttu búnað og sprengjur vel til að sækja sér þrjár lotur í röð og gera út af við Fylkismenn. Þetta var auðveldur leikur fyrir KR sem býr yfir mikilli reynslu og spilaði afskaplega vel til að næla sér í tvö stig og halda sér í öðru sæti deildarinnar með 16 stig. Fylkismenn eru enn í fjórða sæti með 8 stig og er það úrslitum úr öðrum leikjum að þakka að engin breyting varð þar á. KR mætir svo Hafinu á útivelli í næstu viku en Fylkir leikur gegn Tindastóli á heimavelli. Lokastaða: KR 16 - 2 Fylkir Dusty - Tindastóll Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust Dusty og Tindastóll á í Overpass. Dusty náði góðu forskoti í upphaf leiks og þrátt fyrir að liðsmenn Tindastóls gerðu sig líklega með góðum töktum dugði öflugur fyrri hálfleikur Dusty til að tryggja þeim sigurinn. Dusty fór hamförum í sókninni í upphafi leiks og nældu sér í fyrstu 8 loturnar. Strax í fyrstu lotu sóttu þeir hratt og settu niður sprengju beint fyrir framan nefið á Tindastóli, bökuðu og LeFluff sá einn um að klára Cris og KelaTurbo til að ljúka lotunni. Dusty hélt uppi hraðanum, mætti snemma á móti leikmönnum Tindastóls sem máttu sín lítils gegn samstilltu liði Dusty. Síðast þegar liðin mættust hleypti Dusty Tindastóli langt inn í leikinn, en ljóst var að það var ekki á dagskránni í kvöld. Um miðjan hálfleik minnkaði hraðinn örlítið en Dusty bætti upp fyrir það sem sjálfsöryggi og vissu í sínum aðgerðum. Undir lokin snérust spilin þó við þar sem Cris og J0n tryggðu Tindastóli síðustu þrjár loturnar með þremur fellum hvor. Staða í hálfleik: Dusty 11 - Tindastóll 4 Það var eins og gott forskot Dusty í upphafi hafi leyft þeim að gerast svolítið kærulausir og Tindastóll lét það tækifæri ekki fram hjá sér fara. Cris hélt áfram að standa fyrir sínu og tryggja Tindastóli lotur sem Dusty hefði átt að vinna. Sautjánda lota var einstaklega spennandi þar sem Dusty tókst að neyða Tindastól til að setja niður sprengju í blálokin og lokka þannig fram H0Z1D3R sem féll í valinn gegn ThorsteiniF. Heilt á litið var lið Dusty þó sterkara og gátu þeir nýtt sér það þegar leikmenn Tindastóls gerðust aðeins of djarfir til að koma sér í stöðuna 15-8 og ljúka leiknum svo hratt og örugglega í tuttugustu og fjórðu lotu. Það er gömul saga og ný að Dusty heldur sigurgöngu sinni áfram, ósigrað á toppi deildarinnar með 18 stig, en Tindastóll vermir næst neðsta sætið með 4 stig. Eins og áður segir mætir Dusty liði Þórs í næstu umferð en Tindastóll leikur gegn Fylki. Lokastaða: Dusty 16 - 8 Tindastóll Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn
Þór - XY Í fyrsta leik kvöldsins tók Þór á móti XY á Dust 2 kortinu. XY voru taldir sigurstrangari fyrir leikinn, enda var XY ofar í deildinni fyrir leikinn og hafði betur í fyrri viðureign liðanna. Þórsmenn komu þó heitir inn í leikinn eftir sigur á Hafinu í síðustu umferð og kom sér í afburðagóða stöðu eftir fyrri hálfleik. Það dugði þó ekki til að tryggja þeim sigurinn og eftir æsispennandi lokalotur hafði XY betur eftir framlengingu. XY byrjaði í vörn (counter-terrorist) og vann fyrstu lotuna þar sem góðir snúningar og skipulag gerði þeim kleift að fella leikmenn og aftengja sprengju Þórs. Þórsarar svöruðu með því að vopna sig vel og sækja hratt í næstu lotum. Baráttan snerist að mestu um B-svæðið þar sem ADHD hafði auga á miðjunni með vappanum. Þetta skipulag reyndist þeim vel. Þórsmenn teygðu á vörn XY sem opnaði fyrir þeim færi og XY menn létu tímann oftar en ekki renna út til að halda vopnum sínum. Þeir komu engum vörnum við og gengu grunlausir inn í gildrur Þórs sem náðu þannig 9 lotum í röð og hleyptu XY aldrei fram úr sér. Leikmenn XY sem gjarnar eru vel skipulagðir sýndu ekki sína bestu hlið í fyrri hálfleik en nældu sér þó í þrjár lotur. Staða í hálfleik: Þór 12 - XY 3 Það var allt annar tónn í liði XY í sókninni þegar Spike og Stalz hrukku í gírinn og Stalz tókst með ólíkindum að klemma nokkrar lotur í röð einn síns liðs. Þetta veitti XY byr undir báða vængi og leikurinn sem var tilkomulítill til að byrja með var skyndilega orðinn æsispennandi. Í gegnum öll vandræðin höfðu XY haldið ró sinni og náði stjórninni í leiknum með því að beina vopnum sínum að helstu leikmönnum Þórs, þeim ADHD og Pandaz sem fékk að leika lausum hala í Dust 2 kortinu og valda miklum usla á tímabili. Á bakinu á Stalz tókst XY því að merja fram sigur í framlengingu og halda þeir því þriðja sætinu í deildinni með 10 stig, en Þórsmenn eru í því fimmta með 6 stig. Tvær 30-bombur urðu í þessum leik þar sem Stalz var með 39 fellur, sem er deildarmet á þessu tímabili og Pandaz náði að fella 33, en taka verður tillit til þess að í framlengingu eru leiknar fleiri lotur sem skekkir tölfræðina vissulega. Engu að síður frábær frammistaða frá báðum liðum og hefði leikurinn getað fallið á báða bóga allt fram á síðustu stundu. Í næstu viku mætir XY botnliði Aurora og má búast við auðveldum sigri þar á bænum, en Þór tekur hins vegar á móti toppliði Dusty og því á brattan að sækja hjá þeim. Lokastaða: Þór 16 -19 XY KR - Fylkir Minni spenna var í öðrum leik kvöldsins þar sem KR mætti Fylki, einnig á Dust 2 kortinu. Gríðarlega agað lið KR gaf engin færi á sér og hreinlega pakkaði Fylkismönnum saman sem náðu ekki að gera sér mat úr neinu. Snemma var ljóst að KR hefði yfirhöndina og endaði leikurinn með stórsigri KR-inga á máttlausu liði Fylkis. KR-ingar mættu tilbúnir til leiks á miklum hraða og gerðu út á það að fella sem flesta í liði Fylkis til að ná sér í lotur í sókninni (terrorist). Það gekk eftir og með því að opna hratt og örugglega tókst að draga kraftinn úr liði Fylkis. Fylkismönnum gekk illa að ná fellum og bregðast við heldur einföldum aðgerðum KR-inga sem líður mjög vel í Dust 2. Fylkismenn sáu varla til sólar fyrir sprengjuregni KR og komst lið Fylkis því aldrei í gang né að koma sér upp vopnabúri sem gæti nýst þeim til að valda skaða. Ekkert gekk hjá þeim í einvígum og losaraleg vörnin gerði KR auðvelt fyrir. Staða í hálfleik: KR 13 - Fylkir 2 Síðari hálfleikur var stuttur og lítið um hann að segja. KR-ingar nýttu búnað og sprengjur vel til að sækja sér þrjár lotur í röð og gera út af við Fylkismenn. Þetta var auðveldur leikur fyrir KR sem býr yfir mikilli reynslu og spilaði afskaplega vel til að næla sér í tvö stig og halda sér í öðru sæti deildarinnar með 16 stig. Fylkismenn eru enn í fjórða sæti með 8 stig og er það úrslitum úr öðrum leikjum að þakka að engin breyting varð þar á. KR mætir svo Hafinu á útivelli í næstu viku en Fylkir leikur gegn Tindastóli á heimavelli. Lokastaða: KR 16 - 2 Fylkir Dusty - Tindastóll Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust Dusty og Tindastóll á í Overpass. Dusty náði góðu forskoti í upphaf leiks og þrátt fyrir að liðsmenn Tindastóls gerðu sig líklega með góðum töktum dugði öflugur fyrri hálfleikur Dusty til að tryggja þeim sigurinn. Dusty fór hamförum í sókninni í upphafi leiks og nældu sér í fyrstu 8 loturnar. Strax í fyrstu lotu sóttu þeir hratt og settu niður sprengju beint fyrir framan nefið á Tindastóli, bökuðu og LeFluff sá einn um að klára Cris og KelaTurbo til að ljúka lotunni. Dusty hélt uppi hraðanum, mætti snemma á móti leikmönnum Tindastóls sem máttu sín lítils gegn samstilltu liði Dusty. Síðast þegar liðin mættust hleypti Dusty Tindastóli langt inn í leikinn, en ljóst var að það var ekki á dagskránni í kvöld. Um miðjan hálfleik minnkaði hraðinn örlítið en Dusty bætti upp fyrir það sem sjálfsöryggi og vissu í sínum aðgerðum. Undir lokin snérust spilin þó við þar sem Cris og J0n tryggðu Tindastóli síðustu þrjár loturnar með þremur fellum hvor. Staða í hálfleik: Dusty 11 - Tindastóll 4 Það var eins og gott forskot Dusty í upphafi hafi leyft þeim að gerast svolítið kærulausir og Tindastóll lét það tækifæri ekki fram hjá sér fara. Cris hélt áfram að standa fyrir sínu og tryggja Tindastóli lotur sem Dusty hefði átt að vinna. Sautjánda lota var einstaklega spennandi þar sem Dusty tókst að neyða Tindastól til að setja niður sprengju í blálokin og lokka þannig fram H0Z1D3R sem féll í valinn gegn ThorsteiniF. Heilt á litið var lið Dusty þó sterkara og gátu þeir nýtt sér það þegar leikmenn Tindastóls gerðust aðeins of djarfir til að koma sér í stöðuna 15-8 og ljúka leiknum svo hratt og örugglega í tuttugustu og fjórðu lotu. Það er gömul saga og ný að Dusty heldur sigurgöngu sinni áfram, ósigrað á toppi deildarinnar með 18 stig, en Tindastóll vermir næst neðsta sætið með 4 stig. Eins og áður segir mætir Dusty liði Þórs í næstu umferð en Tindastóll leikur gegn Fylki. Lokastaða: Dusty 16 - 8 Tindastóll
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn