Dusty vann toppslaginn og nýráðinn þjálfari Aurora stóð við stóru orðin Snorri Rafn Hallsson skrifar 9. apríl 2021 23:51 Vodafone deildin. Sýnt var frá þremur leikjum í 7. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR tókust á í toppslagnum og hafði Dusty betur og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sannfærandi sigri á Hafinu. Nýráðinn þjálfari Aurora hafði lofað því að liðið bæri sigur úr býtum í kvöld og vann Aurora sinn fyrsta leik á tímabilinu. Tindastóll - Aurora Í fyrsta leik kvöldsins tók Tindastóll á móti botnliði Aurora á Dust 2 kortinu. Aurora hefur ekki átt góðu gengi að fagna á tímabilinu, en tókst loks að sýna hvað í þeim býr og vinna öruggan sigur á Tindastóli. Það er ljóst að leikmenn Aurora hafa greinilega nýtt páskafríið vel til að fara yfir sín mál og mætti liðið vel skipulagt til leiks í kvöld. Aurora byrjaði í vörn (counter-terrorist) og strax í fyrstu lotu aftengdu þeir sprengju Tindastóls með taktískri töf og góðu samspili. Næstu lotur féllu einnig Aurora í vil þar sem þeir nýttu hand- og reyksprengjur vel til að trufla áætlanir Tindastóls. Í fimmtu lotu óð TripleG beint inn í reykinn og þegar létti til felldi hann þrjá leikmenn Tindastóls í einni mest skapandi og skemmtilegu aðgerð kvöldsins. Aurora fór á flug og fékk mikið pláss gegn losaralegu liði Tindastóls. Eftir fyrstu níu loturnar sem Aurora vann allar örugglega tók Tindastóll leikhlé og eftir það hrökk liðið í gang. Það kom á óvart að Tindastóll sótti sér ekki vappa fyrr en í elleftu lotu, en með hraðri og djarfri spilun tókst þeim að snúa leiknum við og taka síðustu sex loturnar. Staða í hálfleik: Tindastóll 6 - 9 Aurora Cris, leikmaður Tindastóls opnaði síðari hálfleik með skítugri fellu í gegnum hurð með skammbyssu en Aurora voru fljótir að svara, koma fyrir sprengju og vinna lotuna. Aftur tók það leikmenn Tindastóls nokkurn tíma að komast inn í leikinn, Cris átti ótrúlega umferð þar sem hann felldi fjóra leikmenn Aurora í einu og j0n og Mórall á vöppunum skiluðu sínu nokkrar lotur í röð. Það dugði þó ekki til. Aurora tók sér leikhlé, byggði upp efnahaginn og nældi sér í sín fyrstu stig í deildinni með sannfærandi sigri á Tindastóli. Aurora situr þó enn á botni deildarinnar eftir fyrri hluta tímabilsins en Tindastóll er í 5.-7. sæti ásamt Þór og Hafinu. Aurora mætir Fylki í næstu umferð en Tindastóll tekur á móti KR. Lokastaða: Tindastóll 11 - 16 Aurora Dusty - KR Mikil spenna var fyrir þessari viðureign því loksins mættust toppliðin Dusty og KR í síðustu umferð fyrri hluta tímabilsins. Bæði lið voru ósigruð, með fullt hús stiga og því til mikils að vinna. Dusty hafði betur á Overpass kortinu eftir að KR hafði bannað Vertigo. Dusty byrjaði í sókn (terrorist) og sóttu bæði lið hart strax frá upphafi. EddezeNNN hafði betur í spennandi einvígi gegn Kruzer og tryggði Dusty fyrstu lotuna. KR-ingar jöfnuðu leikinn en Dusty komst strax aftur yfir með fjögurra fellu lotu frá Bjarna. Það leit út fyrir að liðin myndu skiptast á að ná sér í stig en Dusty gaf einfaldlega ekki á sér nein færi. Fluff náði einnig í lotu fyrir Dusty með fjórum fellum, liðið lék á als oddi og sótti hratt og skipulega. StebbiC0C0 og ThorsteinnF mættu eins og aftökusveit í reykinn þar sem liðin voru nánast í faðmlögum. Dusty tryggði sér örugga forystu og þrátt fyrir góðan leik KR-inga tókst Dusty oftar en ekki að snúa lotum sem litu út fyrir að vera búnar sér í hag. Það var hreinlega ekkert sem klikkaði, og ekkert sem KR gat gert. Vapparnir Ofvirkur og StebbiC0C0 tókust á og náði sá síðarnefndi að fella hinn með ótrúlegu skammbyssuskoti af þröngu færi í níundu lotu. Ofvirkur komst aldrei almennilega í gang og bar KR þess ekki bætur. Staða í hálfleik: Dusty 10 - 5 KR Það var ekki bara skipulagið og aginn sem fleyttu Dusty vel inn í síðari hálfleik heldur voru leikmenn liðsins virkilega hugmyndaríkir og tókst að spila sig vel út úr erfiðum aðstæðum og bregðast við leik KR. Þegar Dusty vantaði einungis eina lotu til að vinna leikinn tóku leikmenn KR við sér. Fremstur í flokki var Miðgarðsormur og með góðum efnahag gat KR dregið fram stóru byssurnar og haldið aftur af Dusty, plantað sprengjum fljótt og varið þær vel. Þannig vann KR fimm lotur í röð og möguleiki á að leikurinn færi í framlengingu gegn blönkum Dusty-mönnum. Það vantaði þó herslumuninn og Dusty tryggði sér sigurinn í tuttugustu og sjöundu lotu þar sem Kruzer lenti í erfiðri stöðu einn á móti fjórum og var felldur af EddezeNNN Dusty situr því eitt um toppsætið í deildinni eftir öruggan sigur á KR-ingum í æsispennandi viðureign. Óhætt er að segja að þeim slag sé þó hvergi nærri lokið. KR mætir Tindastóli á útivelli í næstu umferð, en XY tekur á móti Dusty og verður áhugavert að sjá hvort XY takist að blanda sér í toppbaráttuni með sigri í þeim leik. Lokastaða: Dusty 16 - 11 KR Hafið - XY Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins léku Hafið og XY á Mirage. XY náði góðu forskoti í upphaf leiks og með feiknargóðu skipulagi lögðu þeir heldur máttlaust lið Hafsins nokkuð auðveldlega. XY bannaði Overpass og kaus að hefja leikinn í vörn (counter-terrorist). Fyrsta lotan vannst með snjallri endurtöku þar sem XY voru fljótir að bregðast við árásum Hafsins. Lið XY var einstaklega yfirvegað og hreinlega sat fyrir Hafinu hvað svo liðið reyndi. Eftir nokkrar lotur af rólegri og öruggri vörn var eins og leikmenn Hafsins væru orðnir smeykir við XY sem stráfelldi þá trekk í trekk. Eftir einungis 7 lotur var Stalz, leikmaður XY, kominn með 13 fellur. XY hitti vel úr sínum skotum og Hafið átti engin svör. Staða í hálfleik: Hafið 4 - 11 XY Þrátt fyrir ágætis spretti í síðari hálfleik varð lítið úr aðgerðum Hafsins. Clvr lék vel á B-svæði sem skapaði fleiri færi á miðjunni fyrir aðra leikmenn Hafsins, sem voru þó heldur seinir í svifum. 7homsen átti svo stórglæsilega opnun í 21. lotu þar sem hann óð í XY með haglabyssu, felldi þrjá og hafði af þeim sprengjuna en Denos og Narfi náðu að jafna, koma sprengjunni fyrir og fella 7homsen og Alle á síðustu sekúndunum. XY tók síðustu loturnar af miklu öryggi og sýndu að þeir eiga svo sannarlega séns í toppslaginn í deildinni. XY er enn í þriðja sæti deildarinnar og hefur unnið alla sína leiki, utan tveggja gegn KR og Dusty, en geta gert bót á því þegar þeir mæta Dusty í næstu umferð. Hafinu hefur ekki tekist að skilja sig frá liðunum á miðju og botni deildarinnar en takist þeim að leggja Þór í næstu umferð getur það breyst. Lokastaða: Hafið 7 - 16 XY Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn
Tindastóll - Aurora Í fyrsta leik kvöldsins tók Tindastóll á móti botnliði Aurora á Dust 2 kortinu. Aurora hefur ekki átt góðu gengi að fagna á tímabilinu, en tókst loks að sýna hvað í þeim býr og vinna öruggan sigur á Tindastóli. Það er ljóst að leikmenn Aurora hafa greinilega nýtt páskafríið vel til að fara yfir sín mál og mætti liðið vel skipulagt til leiks í kvöld. Aurora byrjaði í vörn (counter-terrorist) og strax í fyrstu lotu aftengdu þeir sprengju Tindastóls með taktískri töf og góðu samspili. Næstu lotur féllu einnig Aurora í vil þar sem þeir nýttu hand- og reyksprengjur vel til að trufla áætlanir Tindastóls. Í fimmtu lotu óð TripleG beint inn í reykinn og þegar létti til felldi hann þrjá leikmenn Tindastóls í einni mest skapandi og skemmtilegu aðgerð kvöldsins. Aurora fór á flug og fékk mikið pláss gegn losaralegu liði Tindastóls. Eftir fyrstu níu loturnar sem Aurora vann allar örugglega tók Tindastóll leikhlé og eftir það hrökk liðið í gang. Það kom á óvart að Tindastóll sótti sér ekki vappa fyrr en í elleftu lotu, en með hraðri og djarfri spilun tókst þeim að snúa leiknum við og taka síðustu sex loturnar. Staða í hálfleik: Tindastóll 6 - 9 Aurora Cris, leikmaður Tindastóls opnaði síðari hálfleik með skítugri fellu í gegnum hurð með skammbyssu en Aurora voru fljótir að svara, koma fyrir sprengju og vinna lotuna. Aftur tók það leikmenn Tindastóls nokkurn tíma að komast inn í leikinn, Cris átti ótrúlega umferð þar sem hann felldi fjóra leikmenn Aurora í einu og j0n og Mórall á vöppunum skiluðu sínu nokkrar lotur í röð. Það dugði þó ekki til. Aurora tók sér leikhlé, byggði upp efnahaginn og nældi sér í sín fyrstu stig í deildinni með sannfærandi sigri á Tindastóli. Aurora situr þó enn á botni deildarinnar eftir fyrri hluta tímabilsins en Tindastóll er í 5.-7. sæti ásamt Þór og Hafinu. Aurora mætir Fylki í næstu umferð en Tindastóll tekur á móti KR. Lokastaða: Tindastóll 11 - 16 Aurora Dusty - KR Mikil spenna var fyrir þessari viðureign því loksins mættust toppliðin Dusty og KR í síðustu umferð fyrri hluta tímabilsins. Bæði lið voru ósigruð, með fullt hús stiga og því til mikils að vinna. Dusty hafði betur á Overpass kortinu eftir að KR hafði bannað Vertigo. Dusty byrjaði í sókn (terrorist) og sóttu bæði lið hart strax frá upphafi. EddezeNNN hafði betur í spennandi einvígi gegn Kruzer og tryggði Dusty fyrstu lotuna. KR-ingar jöfnuðu leikinn en Dusty komst strax aftur yfir með fjögurra fellu lotu frá Bjarna. Það leit út fyrir að liðin myndu skiptast á að ná sér í stig en Dusty gaf einfaldlega ekki á sér nein færi. Fluff náði einnig í lotu fyrir Dusty með fjórum fellum, liðið lék á als oddi og sótti hratt og skipulega. StebbiC0C0 og ThorsteinnF mættu eins og aftökusveit í reykinn þar sem liðin voru nánast í faðmlögum. Dusty tryggði sér örugga forystu og þrátt fyrir góðan leik KR-inga tókst Dusty oftar en ekki að snúa lotum sem litu út fyrir að vera búnar sér í hag. Það var hreinlega ekkert sem klikkaði, og ekkert sem KR gat gert. Vapparnir Ofvirkur og StebbiC0C0 tókust á og náði sá síðarnefndi að fella hinn með ótrúlegu skammbyssuskoti af þröngu færi í níundu lotu. Ofvirkur komst aldrei almennilega í gang og bar KR þess ekki bætur. Staða í hálfleik: Dusty 10 - 5 KR Það var ekki bara skipulagið og aginn sem fleyttu Dusty vel inn í síðari hálfleik heldur voru leikmenn liðsins virkilega hugmyndaríkir og tókst að spila sig vel út úr erfiðum aðstæðum og bregðast við leik KR. Þegar Dusty vantaði einungis eina lotu til að vinna leikinn tóku leikmenn KR við sér. Fremstur í flokki var Miðgarðsormur og með góðum efnahag gat KR dregið fram stóru byssurnar og haldið aftur af Dusty, plantað sprengjum fljótt og varið þær vel. Þannig vann KR fimm lotur í röð og möguleiki á að leikurinn færi í framlengingu gegn blönkum Dusty-mönnum. Það vantaði þó herslumuninn og Dusty tryggði sér sigurinn í tuttugustu og sjöundu lotu þar sem Kruzer lenti í erfiðri stöðu einn á móti fjórum og var felldur af EddezeNNN Dusty situr því eitt um toppsætið í deildinni eftir öruggan sigur á KR-ingum í æsispennandi viðureign. Óhætt er að segja að þeim slag sé þó hvergi nærri lokið. KR mætir Tindastóli á útivelli í næstu umferð, en XY tekur á móti Dusty og verður áhugavert að sjá hvort XY takist að blanda sér í toppbaráttuni með sigri í þeim leik. Lokastaða: Dusty 16 - 11 KR Hafið - XY Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins léku Hafið og XY á Mirage. XY náði góðu forskoti í upphaf leiks og með feiknargóðu skipulagi lögðu þeir heldur máttlaust lið Hafsins nokkuð auðveldlega. XY bannaði Overpass og kaus að hefja leikinn í vörn (counter-terrorist). Fyrsta lotan vannst með snjallri endurtöku þar sem XY voru fljótir að bregðast við árásum Hafsins. Lið XY var einstaklega yfirvegað og hreinlega sat fyrir Hafinu hvað svo liðið reyndi. Eftir nokkrar lotur af rólegri og öruggri vörn var eins og leikmenn Hafsins væru orðnir smeykir við XY sem stráfelldi þá trekk í trekk. Eftir einungis 7 lotur var Stalz, leikmaður XY, kominn með 13 fellur. XY hitti vel úr sínum skotum og Hafið átti engin svör. Staða í hálfleik: Hafið 4 - 11 XY Þrátt fyrir ágætis spretti í síðari hálfleik varð lítið úr aðgerðum Hafsins. Clvr lék vel á B-svæði sem skapaði fleiri færi á miðjunni fyrir aðra leikmenn Hafsins, sem voru þó heldur seinir í svifum. 7homsen átti svo stórglæsilega opnun í 21. lotu þar sem hann óð í XY með haglabyssu, felldi þrjá og hafði af þeim sprengjuna en Denos og Narfi náðu að jafna, koma sprengjunni fyrir og fella 7homsen og Alle á síðustu sekúndunum. XY tók síðustu loturnar af miklu öryggi og sýndu að þeir eiga svo sannarlega séns í toppslaginn í deildinni. XY er enn í þriðja sæti deildarinnar og hefur unnið alla sína leiki, utan tveggja gegn KR og Dusty, en geta gert bót á því þegar þeir mæta Dusty í næstu umferð. Hafinu hefur ekki tekist að skilja sig frá liðunum á miðju og botni deildarinnar en takist þeim að leggja Þór í næstu umferð getur það breyst. Lokastaða: Hafið 7 - 16 XY
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn