Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 14:36 Stuðningsmenn Navalní mótmæltu meðal annars við rússneska sendiráðið í London á miðvikudag. Fleiri en þúsund stuðningsmenn hans voru handteknir í Rússlandi þann dag. Vísir/EPA Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. Í yfirlýsingu í dag sagðist Navalní ætla að binda enda á hungurverkfallið í ljósi aðstæðna og þess árangurs sem hann hefði náð. Upphaflega hóf hann verkfallið til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknismeðferð við miklum bakverk og doða í fótleggjum. Hann sagðist hafa fengið að hitta almennan lækni í tvígang, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn segist Navalní þó staðráðinn í að krefjast þess að fá að hitta lækni að eigin vali. „Ég er að missa tilfinninguna í hluta handleggja og fótleggja og ég vil skilja hvað það er og hvernig á að meðhöndla það,“ sagði hann í skilaboðum á samfélagsmiðli frá fanganýlendu í bænum Vladímír þar sem rússnesk stjórnvöld halda honum. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í fyrra og er talið að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um tilræðið. Navalní var fluttur til Þýskalands til meðferðar og lá hann þar í dái um hríð. Í janúar sneri hann heim til Rússlands og var handtekinn við komuna þangað. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilmála reynslulausnar vegna eldri fangelsisdóms sem hann hlaut þegar hann gaf sig ekki reglulega fram á meðan hann lá á milli heims og helju í Þýskalandi. Dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins. Upphaflega dómnum sem hann hlaut fyrir fjársvik var lýst sem gerræðislegum og óréttlátum í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann dóm notuðu rússnesk stjórnvöld sem átyllu til að meina honum að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum árið 2018. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á rétti Navalní með því að láta hann sæta stofufangelsi og öðrum þvingunum árið 2014. Markmið þeirra hafi verið að takmarka stjórnmálabaráttu hans. Þúsundir manna komu saman til að krefjast lausnar Navalní í Rússlandi á miðvikudag en rússneska lögreglan handtók yfir þúsund þeirra. Rússnesk stjórnvöld leyfa takmarkað andóf gegn sér og höfðu lýst mótmælin ólögleg. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Í yfirlýsingu í dag sagðist Navalní ætla að binda enda á hungurverkfallið í ljósi aðstæðna og þess árangurs sem hann hefði náð. Upphaflega hóf hann verkfallið til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknismeðferð við miklum bakverk og doða í fótleggjum. Hann sagðist hafa fengið að hitta almennan lækni í tvígang, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn segist Navalní þó staðráðinn í að krefjast þess að fá að hitta lækni að eigin vali. „Ég er að missa tilfinninguna í hluta handleggja og fótleggja og ég vil skilja hvað það er og hvernig á að meðhöndla það,“ sagði hann í skilaboðum á samfélagsmiðli frá fanganýlendu í bænum Vladímír þar sem rússnesk stjórnvöld halda honum. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í fyrra og er talið að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um tilræðið. Navalní var fluttur til Þýskalands til meðferðar og lá hann þar í dái um hríð. Í janúar sneri hann heim til Rússlands og var handtekinn við komuna þangað. Rússnesk yfirvöld töldu hann hafa rofið skilmála reynslulausnar vegna eldri fangelsisdóms sem hann hlaut þegar hann gaf sig ekki reglulega fram á meðan hann lá á milli heims og helju í Þýskalandi. Dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins. Upphaflega dómnum sem hann hlaut fyrir fjársvik var lýst sem gerræðislegum og óréttlátum í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann dóm notuðu rússnesk stjórnvöld sem átyllu til að meina honum að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningunum árið 2018. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að rússnesk stjórnvöld hefðu brotið á rétti Navalní með því að láta hann sæta stofufangelsi og öðrum þvingunum árið 2014. Markmið þeirra hafi verið að takmarka stjórnmálabaráttu hans. Þúsundir manna komu saman til að krefjast lausnar Navalní í Rússlandi á miðvikudag en rússneska lögreglan handtók yfir þúsund þeirra. Rússnesk stjórnvöld leyfa takmarkað andóf gegn sér og höfðu lýst mótmælin ólögleg.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43 Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. 23. apríl 2021 07:43
Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40