Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 09:47 Lögregluþjónninn sagðist ætla að beita rafbyssu gegn Wright en hélt þó á skammbyssu. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. Lögreglustjóri Brooklyn Center, lýsti atvikinu þar sem hinn tuttugu ára gamli Daunte Wright var skotinn til bana sem slysaskoti. Hann hafði verið stöðvaður af lögregluþjónum fyrir umferðalagabrot en reyndi að komast undan. Wright var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara vegna dómsmáls. Lögreglan birti í gær myndband úr vestismyndavél konunnar sem skaut Wright. Hún heitir Kimberly A. Potter, er 48 ára gömul og hefur verið í lögreglunni í 26 ár. Hún var sett í leyfi eftir atvikið, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins StarTribune. Á myndbandinu má sjá að þegar Wright reyndi að komast aftur inn í bíl sinn hótaði hún að skjóta hann með rafbyssu, jafnvel þó hún héldi á venjulegri skammbyssu. Síðan hleypti hún af einu skoti og Wright keyrði á brott. Þá heyrðist Potter lýsa yfir furðu sinni og virtist hún hissa á því að hún hefði skotið Wright, sem dó skömmu seinna. „Hver þremillinn. Ég skaut hann,“ sagði hún. AP fréttaveitan hefur eftir Mike Elliott, borgarstjóra Broooklyn Center, að atvikið sé einkar sorglegt og að réttast væri að reka konuna úr lögreglunni. Borgarráð Brooklyn Center hefur veitt Elliott yfirráð yfir lögreglunni og segir í frétt StarTribune að hann muni taka ákvörðun seinna í dag um það hvort hann ætli að reka Tim Gannon, lögreglustjóra. Elliott, sem er fyrsti svarti borgarstjóri Brooklyn Center, sagði við mótmælendur í gær að hann og Keith Ellison, fyrsti svarti dómsmálaráðherra Minnesota, myndu ganga úr skugga að réttlætið næði fram að ganga. Sjá einnig: Eldfimt ástand í Minnesota Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá mótmælunum og átökunum í gærkvöldi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Lögreglustjóri Brooklyn Center, lýsti atvikinu þar sem hinn tuttugu ára gamli Daunte Wright var skotinn til bana sem slysaskoti. Hann hafði verið stöðvaður af lögregluþjónum fyrir umferðalagabrot en reyndi að komast undan. Wright var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara vegna dómsmáls. Lögreglan birti í gær myndband úr vestismyndavél konunnar sem skaut Wright. Hún heitir Kimberly A. Potter, er 48 ára gömul og hefur verið í lögreglunni í 26 ár. Hún var sett í leyfi eftir atvikið, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins StarTribune. Á myndbandinu má sjá að þegar Wright reyndi að komast aftur inn í bíl sinn hótaði hún að skjóta hann með rafbyssu, jafnvel þó hún héldi á venjulegri skammbyssu. Síðan hleypti hún af einu skoti og Wright keyrði á brott. Þá heyrðist Potter lýsa yfir furðu sinni og virtist hún hissa á því að hún hefði skotið Wright, sem dó skömmu seinna. „Hver þremillinn. Ég skaut hann,“ sagði hún. AP fréttaveitan hefur eftir Mike Elliott, borgarstjóra Broooklyn Center, að atvikið sé einkar sorglegt og að réttast væri að reka konuna úr lögreglunni. Borgarráð Brooklyn Center hefur veitt Elliott yfirráð yfir lögreglunni og segir í frétt StarTribune að hann muni taka ákvörðun seinna í dag um það hvort hann ætli að reka Tim Gannon, lögreglustjóra. Elliott, sem er fyrsti svarti borgarstjóri Brooklyn Center, sagði við mótmælendur í gær að hann og Keith Ellison, fyrsti svarti dómsmálaráðherra Minnesota, myndu ganga úr skugga að réttlætið næði fram að ganga. Sjá einnig: Eldfimt ástand í Minnesota Hér að neðan má sjá myndefni AP fréttaveitunnar frá mótmælunum og átökunum í gærkvöldi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira