Sleggjan á sóttkvíarhótelinu Halldóra Mogensen skrifar 8. apríl 2021 14:32 Nær undantekningarlaust eru margar leiðir að sama markmiðinu, en það að aðferð nái settu markmiði gerir hana ekki sjálfkrafa æskilega. Þannig mætti alveg nota sleggju til að festa nagla, en hætta er á að skemma ekki bara naglann heldur einnig vegginn í leiðinni. Það má segja að við Íslendingar höfum fengið hraðkúrs í slíkum vangaveltum á síðustu dögum í tengslum við hin margumtöluðu sóttkvíarhótel. Hugmyndin var að þau sem kæmu til landsins frá ákveðnum löndum, hvort sem það eru útlenskir ferðamenn eða íslenskar barnafjölskyldur, skyldu lokuð inni á hótelherbergi í fimm daga án útiveru. Þannig megi tryggja að kórónuveiran berist ekki út í samfélagið. Nauðsynlegt eða yfirdrifið? Skiptar skoðanir eru hins vegar um úrræðið. Einhver telja það nauðsynlegt í baráttunni við veiruna á meðan önnur segja það ganga of langt. Verið sé að frelsissvipta fólk fyrir það eitt að hafa farið í flugvél, á þeim forsendum að annað fólk hafi svikist undan sóttkví í fortíðinni. Sem sagt að einhver svindli = engum er treyst. Svo er það jafnræðisreglan, sem segir að við að séum öll jöfn fyrir lögunum. Er eðlilegt að sum, sem eru búsett hér og hafa verið útsett fyrir smiti, megi afplána sóttkví heima hjá sér á meðan önnur í sömu stöðu skulu læst inni á hóteli og rukkuð fyrir sóttkvína? Er það sanngjarnt? Myndu slíkar reglur halda fyrir dómstólum? Á upplýsingafundi í dag kom fram að markmið sóttvarnaaðgerða hafi breyst. Nú sé ekki lengur ætlunin að „fletja kúrfuna“ og hlífa heilbrigðiskerfinu heldur að Ísland verði veirufrítt. Það hljómar eins og veruleg stefnubreyting sem hefur átt sér stað án lýðræðislegrar umræðu. Þetta nýja markmið varpar mögulega ljósi á það hvers vegna yfirvöld gripu til jafn afdrifaríks ráðs og frelsissviptingar, sem reyndist síðan vera ólögleg. Heilbrigðisráðherra segist núna vera að horfa til annarra úrræða í þessum efnum, en hvað er í boði? Þarf ráðherra að velja aðra sleggju? Aðrar leiðir eru mögulegar Ýmsum öðrum möguleikum í stöðunni hefur verið velt upp. Sóttvarnalæknir gerði það sjálfur á upplýsingafundi í dag og sagði að margt mætti gera í tengslum við aðgerðir á landamærunum. Stórauknar, tekjutengdar sektir við brotum gegn sóttkví gætu t.d. haft fælingarmátt, bæta mætti upplýsingagjöf og nú er rætt um handahófskennt eftirlit með þeim sem eru í sóttkví heima hjá sér. Ætla má að hættan á slíkri heimsókn hefði fælingarmátt, sérstaklega í samfloti með sektum sem bíta og heimild fyrir lögreglu til að þvinga brotlega í sóttvarnahús. Þessi leið myndi auðvitað kosta það að stjórnvöld þyrftu að hætta að vanfjármagna lögregluna svo hún geti ráðið mannskap í eftirlit - og ekki vantar atvinnuleitendur. Allt eru þetta vægari úrræði en fimm daga frelsissvipting á sóttkvíarhóteli og vel má ímynda sér enn fleiri útfærslur. Ef stjórnvöld myndu hlaupa til og leggja fram lagabreytingu um sóttkvíarhótel þyrftu þau að sýna fram á að ómögulegt sé að ná markmiðinu um örugga sóttkví með öðrum hætti en þvingaðri hótelvist. Píratar myndu velja opið samtal um markmið sóttvarnaraðgerða, kosti og galla hinna ýmsu aðgerða til að ná tilsettu markmiði og gagnsæi í ákvarðanatökunni, slíkt er í anda grunnstefnu Pírata. Þannig tryggjum við upplýsta ákvörðun og aukum líkur á sátt um niðurstöðuna. Það er því ekkert vit í leyndarhyggju stjórnvalda um sóttkvíarhótelin og kröfunni um að banna almenningi að sjá gögnin sem ákvörðunin grundvallaðist á. Áminning við erfiðar aðstæður Þessi skrif eru ekki svar við ákallinu um að stjórnvöld „geri það sem þarf“ í baráttu við veiruna. Þetta er áminning um þá skyldu sem hvílir á stjórnvöldum að gera aðeins það sem þarf til að ná markmiðinu. Skerða ekki stjórnarskrárbundin mannréttindi fólks ef hægt er að komast hjá því. Ganga ekki lengra en nauðsyn krefur til að ná árangrinum sem við viljum, það er hið margumtalaða meðalhóf. Að fullreyna vægari úrræði áður en gripið er til þeirra hörðustu sem hægt er að hugsa sér. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður viljum við búa í réttarríki sem virðir mannréttindi fólks. Í miðjum faraldri sem ógnar heilsu fólks er auðvelt að missa sjónar á því, en það er líka auðvelt að segjast standa með mannréttindum þegar reynir ekki á þau. Það er einmitt á erfiðum tímum sem reynir á mannréttindin, einmitt þá sem þeim er ætlað að setja valdinu mörk. Það þýðir þó ekki að heilsa og öryggi almennings séu andstæða réttarríkisins og réttinda. Þvert á móti eiga stjórnmálin stöðugt að leitast við að samtvinna þetta allt, en ekki sjálfkrafa velja sleggjuna þegar við gætum átt hamar í töskunni. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nær undantekningarlaust eru margar leiðir að sama markmiðinu, en það að aðferð nái settu markmiði gerir hana ekki sjálfkrafa æskilega. Þannig mætti alveg nota sleggju til að festa nagla, en hætta er á að skemma ekki bara naglann heldur einnig vegginn í leiðinni. Það má segja að við Íslendingar höfum fengið hraðkúrs í slíkum vangaveltum á síðustu dögum í tengslum við hin margumtöluðu sóttkvíarhótel. Hugmyndin var að þau sem kæmu til landsins frá ákveðnum löndum, hvort sem það eru útlenskir ferðamenn eða íslenskar barnafjölskyldur, skyldu lokuð inni á hótelherbergi í fimm daga án útiveru. Þannig megi tryggja að kórónuveiran berist ekki út í samfélagið. Nauðsynlegt eða yfirdrifið? Skiptar skoðanir eru hins vegar um úrræðið. Einhver telja það nauðsynlegt í baráttunni við veiruna á meðan önnur segja það ganga of langt. Verið sé að frelsissvipta fólk fyrir það eitt að hafa farið í flugvél, á þeim forsendum að annað fólk hafi svikist undan sóttkví í fortíðinni. Sem sagt að einhver svindli = engum er treyst. Svo er það jafnræðisreglan, sem segir að við að séum öll jöfn fyrir lögunum. Er eðlilegt að sum, sem eru búsett hér og hafa verið útsett fyrir smiti, megi afplána sóttkví heima hjá sér á meðan önnur í sömu stöðu skulu læst inni á hóteli og rukkuð fyrir sóttkvína? Er það sanngjarnt? Myndu slíkar reglur halda fyrir dómstólum? Á upplýsingafundi í dag kom fram að markmið sóttvarnaaðgerða hafi breyst. Nú sé ekki lengur ætlunin að „fletja kúrfuna“ og hlífa heilbrigðiskerfinu heldur að Ísland verði veirufrítt. Það hljómar eins og veruleg stefnubreyting sem hefur átt sér stað án lýðræðislegrar umræðu. Þetta nýja markmið varpar mögulega ljósi á það hvers vegna yfirvöld gripu til jafn afdrifaríks ráðs og frelsissviptingar, sem reyndist síðan vera ólögleg. Heilbrigðisráðherra segist núna vera að horfa til annarra úrræða í þessum efnum, en hvað er í boði? Þarf ráðherra að velja aðra sleggju? Aðrar leiðir eru mögulegar Ýmsum öðrum möguleikum í stöðunni hefur verið velt upp. Sóttvarnalæknir gerði það sjálfur á upplýsingafundi í dag og sagði að margt mætti gera í tengslum við aðgerðir á landamærunum. Stórauknar, tekjutengdar sektir við brotum gegn sóttkví gætu t.d. haft fælingarmátt, bæta mætti upplýsingagjöf og nú er rætt um handahófskennt eftirlit með þeim sem eru í sóttkví heima hjá sér. Ætla má að hættan á slíkri heimsókn hefði fælingarmátt, sérstaklega í samfloti með sektum sem bíta og heimild fyrir lögreglu til að þvinga brotlega í sóttvarnahús. Þessi leið myndi auðvitað kosta það að stjórnvöld þyrftu að hætta að vanfjármagna lögregluna svo hún geti ráðið mannskap í eftirlit - og ekki vantar atvinnuleitendur. Allt eru þetta vægari úrræði en fimm daga frelsissvipting á sóttkvíarhóteli og vel má ímynda sér enn fleiri útfærslur. Ef stjórnvöld myndu hlaupa til og leggja fram lagabreytingu um sóttkvíarhótel þyrftu þau að sýna fram á að ómögulegt sé að ná markmiðinu um örugga sóttkví með öðrum hætti en þvingaðri hótelvist. Píratar myndu velja opið samtal um markmið sóttvarnaraðgerða, kosti og galla hinna ýmsu aðgerða til að ná tilsettu markmiði og gagnsæi í ákvarðanatökunni, slíkt er í anda grunnstefnu Pírata. Þannig tryggjum við upplýsta ákvörðun og aukum líkur á sátt um niðurstöðuna. Það er því ekkert vit í leyndarhyggju stjórnvalda um sóttkvíarhótelin og kröfunni um að banna almenningi að sjá gögnin sem ákvörðunin grundvallaðist á. Áminning við erfiðar aðstæður Þessi skrif eru ekki svar við ákallinu um að stjórnvöld „geri það sem þarf“ í baráttu við veiruna. Þetta er áminning um þá skyldu sem hvílir á stjórnvöldum að gera aðeins það sem þarf til að ná markmiðinu. Skerða ekki stjórnarskrárbundin mannréttindi fólks ef hægt er að komast hjá því. Ganga ekki lengra en nauðsyn krefur til að ná árangrinum sem við viljum, það er hið margumtalaða meðalhóf. Að fullreyna vægari úrræði áður en gripið er til þeirra hörðustu sem hægt er að hugsa sér. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður viljum við búa í réttarríki sem virðir mannréttindi fólks. Í miðjum faraldri sem ógnar heilsu fólks er auðvelt að missa sjónar á því, en það er líka auðvelt að segjast standa með mannréttindum þegar reynir ekki á þau. Það er einmitt á erfiðum tímum sem reynir á mannréttindin, einmitt þá sem þeim er ætlað að setja valdinu mörk. Það þýðir þó ekki að heilsa og öryggi almennings séu andstæða réttarríkisins og réttinda. Þvert á móti eiga stjórnmálin stöðugt að leitast við að samtvinna þetta allt, en ekki sjálfkrafa velja sleggjuna þegar við gætum átt hamar í töskunni. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun