KIA EV6 – rafmögnuð framtíð KIA Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. mars 2021 07:00 EV6 Kia EV6 er hreinn rafbíll og fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni (Electric-Global Modular Platform) sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Mikil eftirvænting ríkir fyrir komu hins nýja rafbíls Kia EV6 sem var frumsýndur í dag. Þessi spennandi og sportlegi jepplingur dregur allt að 510 km á einni hleðslu. Hinn nýi EV6 er þróaður samkvæmt nýrri hönnunarstefnu Kia sem einblínir á rafbíla framleiðandans. Hönnunin er djörf og framsækin í takt við þær spennandi nýjungar sem rafbílar kalla fram. Afturendinn á EV6 Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. Innra rými EV6 Kia EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn. Veghæð bílsins er 17 cm og farangursrými allt að 541 lítrar. Dráttargetan er um 1600 kg. Kia EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. Hann verður svo einnig fáanlegur í GT útfærslu sem er 580 hestöfl og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,5 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er 260 km/klst. EV6 er búinn nýjustu aksturs- og öryggiskerfum Kia. Framleiðsla á bílnum hefst í júlí en hann verður frumsýndur hér á landi seinni hluta ársins. Vistvænir bílar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Mikil eftirvænting ríkir fyrir komu hins nýja rafbíls Kia EV6 sem var frumsýndur í dag. Þessi spennandi og sportlegi jepplingur dregur allt að 510 km á einni hleðslu. Hinn nýi EV6 er þróaður samkvæmt nýrri hönnunarstefnu Kia sem einblínir á rafbíla framleiðandans. Hönnunin er djörf og framsækin í takt við þær spennandi nýjungar sem rafbílar kalla fram. Afturendinn á EV6 Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. Innra rými EV6 Kia EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn. Veghæð bílsins er 17 cm og farangursrými allt að 541 lítrar. Dráttargetan er um 1600 kg. Kia EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. Hann verður svo einnig fáanlegur í GT útfærslu sem er 580 hestöfl og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,5 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er 260 km/klst. EV6 er búinn nýjustu aksturs- og öryggiskerfum Kia. Framleiðsla á bílnum hefst í júlí en hann verður frumsýndur hér á landi seinni hluta ársins.
Vistvænir bílar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent