Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 25. mars 2021 15:31 Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Þverpólitískur starfshópur, þar sem ég á sæti, mótaði tillögurnar og það er mjög gleðilegt að við náðum þeirri sameiginlegu sýn að horft verði sérstaklega til að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Þetta er stór og mikill áfangi og sóknarfæri fyrir bæði Akureyri og Norðurland allt. Þetta eru ekki síst mikilvæg og jákvæð skilaboð til þess öfluga hóps fólks sem starfað hefur um árabil á Akureyri í tengslum við norðurslóðamálin. Þetta er staðfesting á að starf þeirra hefur verið faglegt og gott og að þeim er treyst fyrir forystunni í þessum mikilvæga málaflokki. Framlag Akureyrar er víðtækara en marga grunar og kannski er sú staðreynd ekki á allra vitorði að Norðurheimskautsbaugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna Akureyrarbæjar, það er Grímsey. Háskólinn á Akureyri, fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála, sem staðsett eru á Akureyri, eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að sjálfbærri þróun á svæðinu um áratuga skeið. Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála er staðsett á Akureyri, en það er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila á Íslandi. Akureyrarbær hefur þá tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggða á norðurslóðum, Northern Forum, og vettvangi borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Málefni norðurslóða kalla á þverfaglega nálgun og það hefur gefið góða raun hér sem víðar að byggja upp miðstöðvar til að ná má fram samlegðaráhrifum. Á Akureyri er ríkur vilji til að marka bænum enn skýrari stöðu sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og nú þegar við höfum fengið tækifæri til þess er það okkar verkefni að gera okkar allra besta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér reynist frjór jarðvegur fyrir þá vaxtarsprota sem okkur hefur verið treyst fyrir. Áhuginn og áherslan sem er á málefnum Norðurslóða mun styrkja stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annað. Það styrkir aðrar atvinnugreinar í bænum og skapar ný tækifæri sem við sjáum mörg ekki fyrir hér og nú. Ég óska Akureyringum og Norðlendingum öllum til hamingju með þetta heillaríka framfaraskref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Norðurslóðir Akureyri Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Þverpólitískur starfshópur, þar sem ég á sæti, mótaði tillögurnar og það er mjög gleðilegt að við náðum þeirri sameiginlegu sýn að horft verði sérstaklega til að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Þetta er stór og mikill áfangi og sóknarfæri fyrir bæði Akureyri og Norðurland allt. Þetta eru ekki síst mikilvæg og jákvæð skilaboð til þess öfluga hóps fólks sem starfað hefur um árabil á Akureyri í tengslum við norðurslóðamálin. Þetta er staðfesting á að starf þeirra hefur verið faglegt og gott og að þeim er treyst fyrir forystunni í þessum mikilvæga málaflokki. Framlag Akureyrar er víðtækara en marga grunar og kannski er sú staðreynd ekki á allra vitorði að Norðurheimskautsbaugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna Akureyrarbæjar, það er Grímsey. Háskólinn á Akureyri, fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála, sem staðsett eru á Akureyri, eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að sjálfbærri þróun á svæðinu um áratuga skeið. Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála er staðsett á Akureyri, en það er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila á Íslandi. Akureyrarbær hefur þá tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggða á norðurslóðum, Northern Forum, og vettvangi borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Málefni norðurslóða kalla á þverfaglega nálgun og það hefur gefið góða raun hér sem víðar að byggja upp miðstöðvar til að ná má fram samlegðaráhrifum. Á Akureyri er ríkur vilji til að marka bænum enn skýrari stöðu sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og nú þegar við höfum fengið tækifæri til þess er það okkar verkefni að gera okkar allra besta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér reynist frjór jarðvegur fyrir þá vaxtarsprota sem okkur hefur verið treyst fyrir. Áhuginn og áherslan sem er á málefnum Norðurslóða mun styrkja stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annað. Það styrkir aðrar atvinnugreinar í bænum og skapar ný tækifæri sem við sjáum mörg ekki fyrir hér og nú. Ég óska Akureyringum og Norðlendingum öllum til hamingju með þetta heillaríka framfaraskref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar