Það er komið vor Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:26 Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið. Lengi skal manninn reyna, sagði Megas. Þessi lína skýtur upp kollinum þegar maður fer yfir undanfarin misseri. Lífið hefur verið lyftuhús en þjóðin hefur sýnt mikla þrautseigju og samstöðu í baráttunni við heimsfaraldurinn síðastliðið ár. Við höfum öll þurft að færa einhverjar fórnir og aðlaga okkur að þeim aðstæðunum sem ríkja hverju sinni. Staðan er viðkvæm og lítið má út af bregða eins og dagurinn í dag sýnir. Við megum ekki gleyma því, en enn glittir í ljósið við enda gangana. Bólusetning þjóðarinnar er komin á skrið. Áætlanir gera ráð fyrir að meginþorri þjóðarinnar verði bólusettur um mitt sumar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við efnahagslegum afleiðingum faraldursins með fjölmörgum og fjölbreyttum aðgerðum. Hlutabótaleiðin, tekjufallsstyrkir, lokunarstyrkir, tekjutengdar atvinnuleysisbætur og margt fleira. Þessar aðgerðir hafa sannað gildi sitt undanfarið ár og dempað höggið. Staðan er viðkvæm en traust Því miður er staðan ennþá erfið og faraldurinn hefur dregist á langinn. Við höfum þó verið lánsöm hér á landi síðustu vikur, en þegar atvinnuleysið er komið þá getur tognað úr því í annan endann. Það skiptir verulegu máli að draga ekki úr aðgerðum of snemma. Það getur haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar þegar litið er til lengri tíma. Við getum sótt í reynslubanka fyrri ára. Við vitum hvað virkar og hvað þarf að gera. Atvinnulífið þarf að vera í stakk búið til að taka þátt í viðspyrnunni í kjölfar bólusetninga. Það er afar mikilvægt að halda áfram efnahagslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bæta í. Sérstöku atvinnuátaki hefur verið hrint af stað undir yfirskriftinni „hefjum störf“. Markmiðið með átakinu er að skapa allt að 7.000 tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Til þessa aðgerða er ráðgert að verja um 4.500 – 5.000 milljónum króna. Fleiri aðgerðum má koma í gang, t.d. sumarstörf fyrir námsmenn, aðgerðir við að koma atvinnuleitendum í virkni, framlenging hlutabótaleiðarinnar, vegleg ferðaávísun fyrir sumarið. Allt eru þetta aðgerðir sem draga úr langtímaáhrifum heimsfaraldursins á efnahagslífið. Við gefum ekki eftir á örlagastundu sem þessari. Klárum leikinn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið. Lengi skal manninn reyna, sagði Megas. Þessi lína skýtur upp kollinum þegar maður fer yfir undanfarin misseri. Lífið hefur verið lyftuhús en þjóðin hefur sýnt mikla þrautseigju og samstöðu í baráttunni við heimsfaraldurinn síðastliðið ár. Við höfum öll þurft að færa einhverjar fórnir og aðlaga okkur að þeim aðstæðunum sem ríkja hverju sinni. Staðan er viðkvæm og lítið má út af bregða eins og dagurinn í dag sýnir. Við megum ekki gleyma því, en enn glittir í ljósið við enda gangana. Bólusetning þjóðarinnar er komin á skrið. Áætlanir gera ráð fyrir að meginþorri þjóðarinnar verði bólusettur um mitt sumar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við efnahagslegum afleiðingum faraldursins með fjölmörgum og fjölbreyttum aðgerðum. Hlutabótaleiðin, tekjufallsstyrkir, lokunarstyrkir, tekjutengdar atvinnuleysisbætur og margt fleira. Þessar aðgerðir hafa sannað gildi sitt undanfarið ár og dempað höggið. Staðan er viðkvæm en traust Því miður er staðan ennþá erfið og faraldurinn hefur dregist á langinn. Við höfum þó verið lánsöm hér á landi síðustu vikur, en þegar atvinnuleysið er komið þá getur tognað úr því í annan endann. Það skiptir verulegu máli að draga ekki úr aðgerðum of snemma. Það getur haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar þegar litið er til lengri tíma. Við getum sótt í reynslubanka fyrri ára. Við vitum hvað virkar og hvað þarf að gera. Atvinnulífið þarf að vera í stakk búið til að taka þátt í viðspyrnunni í kjölfar bólusetninga. Það er afar mikilvægt að halda áfram efnahagslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bæta í. Sérstöku atvinnuátaki hefur verið hrint af stað undir yfirskriftinni „hefjum störf“. Markmiðið með átakinu er að skapa allt að 7.000 tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Til þessa aðgerða er ráðgert að verja um 4.500 – 5.000 milljónum króna. Fleiri aðgerðum má koma í gang, t.d. sumarstörf fyrir námsmenn, aðgerðir við að koma atvinnuleitendum í virkni, framlenging hlutabótaleiðarinnar, vegleg ferðaávísun fyrir sumarið. Allt eru þetta aðgerðir sem draga úr langtímaáhrifum heimsfaraldursins á efnahagslífið. Við gefum ekki eftir á örlagastundu sem þessari. Klárum leikinn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar