Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 12:30 Bóluefni AstraZeneca er gefið fólki yngra en 65 ára. Vísir/vilhelm Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. Noregur var fyrsta landið til að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið eftir að þrír heilbrigðisstarfsmenn sem eru allir yngri en fimmtugir fengu blóðtappa og óvenjulegar blæðingar eftir að þeir voru bólusettir gegn kórónuveirunni. Einn þeirra er nú látinn. Pål Andre Holme, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Osló, segir að rannsókn hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Fólkið hafi ekki átt sér aðra sjúkrasögu sem gæti útskýrt veikindi þess. „Það er ekkert annað en bóluefnið sem getur skýrt að við höfum fengið þessa ónæmissvörun,“ segir Holme við norska blaðið VG. Við rannsóknina hafi fundist ákveðið mótefni við blóðflögum í bóluefninu. Holme leggur áherslu á að það séu ekki mótefni sem eru almennt í blóði sem hafi valdið ónæmissvarinu í heilbrigðisstarfsmönnunum. Bóluefnið virki þannig að það veki ónæmissvör og fá líkamanna til að mynda mótefni. „Sum mótefni geta brugðist við þannig að þau virkja blóðflögurnar, eins og í þessum tilfellum, og valdið blóðtappa,“ segir Holme. Íslensk yfirvöld ákváðu að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sagt engar vísbendingar fyrir orsakasamhengi á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Niðurstöður rannsóknar evrópsku lyfjastofnunnarinnar á mögulegum aukaverkunum bóluefninsins eiga að liggja fyrir í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Noregur var fyrsta landið til að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið eftir að þrír heilbrigðisstarfsmenn sem eru allir yngri en fimmtugir fengu blóðtappa og óvenjulegar blæðingar eftir að þeir voru bólusettir gegn kórónuveirunni. Einn þeirra er nú látinn. Pål Andre Holme, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Osló, segir að rannsókn hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Fólkið hafi ekki átt sér aðra sjúkrasögu sem gæti útskýrt veikindi þess. „Það er ekkert annað en bóluefnið sem getur skýrt að við höfum fengið þessa ónæmissvörun,“ segir Holme við norska blaðið VG. Við rannsóknina hafi fundist ákveðið mótefni við blóðflögum í bóluefninu. Holme leggur áherslu á að það séu ekki mótefni sem eru almennt í blóði sem hafi valdið ónæmissvarinu í heilbrigðisstarfsmönnunum. Bóluefnið virki þannig að það veki ónæmissvör og fá líkamanna til að mynda mótefni. „Sum mótefni geta brugðist við þannig að þau virkja blóðflögurnar, eins og í þessum tilfellum, og valdið blóðtappa,“ segir Holme. Íslensk yfirvöld ákváðu að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sagt engar vísbendingar fyrir orsakasamhengi á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Niðurstöður rannsóknar evrópsku lyfjastofnunnarinnar á mögulegum aukaverkunum bóluefninsins eiga að liggja fyrir í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01
WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50