Á að banna þjóðsönginn, dagatalið og þjóðfánann? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 18. mars 2021 09:30 Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi. Prestarnir eru ekki embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk kirkjunnar sem borgar því laun. Kirkjujarðasamkomulagið er viðskiptasamningur, þar sem ríkið greiðir afgjald af kirkjujörðum til kirkjunnar. Þýðir „aðskilnaður“ að þessum samningi verði sagt upp og ríkið skili kirkjunni jörðum sínum? Nú gerir ríkið alls konar fjársamninga við fyrirtæki og félagasamtök án þess að þau teljist þess vegna ríkisfyrirtæki. Má nefna íþróttahreyfinguna, Rauða Krossinn, lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Væri ráð að beita tungutaki „aðskilnaðar“ þar? Sömuleiðis setur Alþingi fyrirtækjum nákvæm lög til að starfa eftir eins og gildir um kirkjuna og trú-og lífsskoðunarfélögin. Umræðan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju er því komin að stöðu kristinna gilda í þjóðlífinu og hvernig við viljum haga skipan um þau. Mikið hefur skort á í umræðunni hvað eigi að „aðskilja“ og hvað leiðir af því. Þjóðsöngurinn eftir sr. Matthías Jochumsson, Ó, guð vors lands, er bænasálmur og ortur með tilvísan í 90. sálm Davíðs í Biblíunni. Felur krafan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í sér að skipta þjóðsöngnum út fyrir annan af því að söngurinn gæti verið „áróður“ fyrir kristna trú? Gildir sama um dagatalið sem er samofið sögu og boðskap Jesú Krists eða þjóðfánann með sínum kristna krossi. Allt eru þetta hornsteinar og skilaboð um að í landinu býr kristin þjóð. Þjóðkirkjan gegnir með mannauði sínum, skipulagi og víðtæku starfi um allt land, veigamiklu hlutverki í menningarlífi og velferðarþjónustu. A.m.k. 90% allra útfara fara fram á vegum Þjóðkirkjunnar, og fólkið velur það. Þjónustan felur í sér sálgæslu, oft í sárum aðstæðum og fer ekki hátt. Mun „aðskilnaður“ ríkis og kirkju takmarka eða breyta þessari þjónustu? Kirkjan hefur staðið fyrir helgihaldi og athöfnum í meira en 1000 ár, sér einnig um umfangsmikla félagslega þjónustu fyrir unga og aldna. Hjálparstarf kirkjunnar er áþreifanlegur vitnisburður um það. Á að „aðskilja“ eitthvað þar? Kirkjan varðveitir í húsum sínum og umhverfi gríðarleg menningarverðmæti. Stofnun hollvinafélags á Húsavík til að fjármagna viðgerðir á kirkjunni þar er táknrænt um það. Fólkinu finnst vænt um kirkjuna sína. Þýðir „aðskilnaður“, að þessar eignir kirkjunnar verði settar í umsjá ríkisins af því að einhverjir telji þær sameign þjóðar og hvað kostar það? Þá eru kirkjurnar inngrónar af menningu og sögu. Þar blómgast listin og fjölskrúðugt starf. Kirkjukórarnir og tónlistarfólkið vitna t.d. um það. Hefur „aðskilnaður“ ríkis og kirkju áhrif þar? Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu á fjölmennri hátíð á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, að kirkjan væri elsta og stærsta lýðræðishreyfingin og lagði áherslu á að kirkjan er fólkið í landinu. Leiða má að því gild rök, að lútersk Þjóðkirkjuskipan á Norðurlöndum hafi örvað þróun um almenna velferð og mannréttindi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Þar vó þungt alþýðufræðslan sem kirkjan sá um og þrátt fyrir sára örbirgð þjóðarinnar. Lýðræði er kjölfesta í starfsháttum kirkjunnar. Heimafólkið velur prestinn og einstaklinga í sóknarnefnd til að sjá um stjórnsýsluna og starfið í sjálfboðinni þjónustu. Þar á ríkið enga aðkomu. Kveðið er á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Kirkjan á að vera evangelisk og lútersk til að ríkisvaldið geti stutt hana og verndað. Meirihluti kjósenda vildi ekki breyta þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nokkrum árum. Það eru tær skilaboð um kristinn sið í landinu. Vilja stjórnmálaflokkar, sem hrópa á „aðskilnað“ ríkis og kirkju, breyta því? Það þurfa kjósendur að vita. Eða er þessi pólitíski frasi um „aðskilnað“ ríkis og kirkju merkingarlaus tímaskekkja og nær væri að ræða kjarna málsins, samfélag kristni og þjóðar? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi. Prestarnir eru ekki embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk kirkjunnar sem borgar því laun. Kirkjujarðasamkomulagið er viðskiptasamningur, þar sem ríkið greiðir afgjald af kirkjujörðum til kirkjunnar. Þýðir „aðskilnaður“ að þessum samningi verði sagt upp og ríkið skili kirkjunni jörðum sínum? Nú gerir ríkið alls konar fjársamninga við fyrirtæki og félagasamtök án þess að þau teljist þess vegna ríkisfyrirtæki. Má nefna íþróttahreyfinguna, Rauða Krossinn, lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Væri ráð að beita tungutaki „aðskilnaðar“ þar? Sömuleiðis setur Alþingi fyrirtækjum nákvæm lög til að starfa eftir eins og gildir um kirkjuna og trú-og lífsskoðunarfélögin. Umræðan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju er því komin að stöðu kristinna gilda í þjóðlífinu og hvernig við viljum haga skipan um þau. Mikið hefur skort á í umræðunni hvað eigi að „aðskilja“ og hvað leiðir af því. Þjóðsöngurinn eftir sr. Matthías Jochumsson, Ó, guð vors lands, er bænasálmur og ortur með tilvísan í 90. sálm Davíðs í Biblíunni. Felur krafan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í sér að skipta þjóðsöngnum út fyrir annan af því að söngurinn gæti verið „áróður“ fyrir kristna trú? Gildir sama um dagatalið sem er samofið sögu og boðskap Jesú Krists eða þjóðfánann með sínum kristna krossi. Allt eru þetta hornsteinar og skilaboð um að í landinu býr kristin þjóð. Þjóðkirkjan gegnir með mannauði sínum, skipulagi og víðtæku starfi um allt land, veigamiklu hlutverki í menningarlífi og velferðarþjónustu. A.m.k. 90% allra útfara fara fram á vegum Þjóðkirkjunnar, og fólkið velur það. Þjónustan felur í sér sálgæslu, oft í sárum aðstæðum og fer ekki hátt. Mun „aðskilnaður“ ríkis og kirkju takmarka eða breyta þessari þjónustu? Kirkjan hefur staðið fyrir helgihaldi og athöfnum í meira en 1000 ár, sér einnig um umfangsmikla félagslega þjónustu fyrir unga og aldna. Hjálparstarf kirkjunnar er áþreifanlegur vitnisburður um það. Á að „aðskilja“ eitthvað þar? Kirkjan varðveitir í húsum sínum og umhverfi gríðarleg menningarverðmæti. Stofnun hollvinafélags á Húsavík til að fjármagna viðgerðir á kirkjunni þar er táknrænt um það. Fólkinu finnst vænt um kirkjuna sína. Þýðir „aðskilnaður“, að þessar eignir kirkjunnar verði settar í umsjá ríkisins af því að einhverjir telji þær sameign þjóðar og hvað kostar það? Þá eru kirkjurnar inngrónar af menningu og sögu. Þar blómgast listin og fjölskrúðugt starf. Kirkjukórarnir og tónlistarfólkið vitna t.d. um það. Hefur „aðskilnaður“ ríkis og kirkju áhrif þar? Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu á fjölmennri hátíð á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, að kirkjan væri elsta og stærsta lýðræðishreyfingin og lagði áherslu á að kirkjan er fólkið í landinu. Leiða má að því gild rök, að lútersk Þjóðkirkjuskipan á Norðurlöndum hafi örvað þróun um almenna velferð og mannréttindi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Þar vó þungt alþýðufræðslan sem kirkjan sá um og þrátt fyrir sára örbirgð þjóðarinnar. Lýðræði er kjölfesta í starfsháttum kirkjunnar. Heimafólkið velur prestinn og einstaklinga í sóknarnefnd til að sjá um stjórnsýsluna og starfið í sjálfboðinni þjónustu. Þar á ríkið enga aðkomu. Kveðið er á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Kirkjan á að vera evangelisk og lútersk til að ríkisvaldið geti stutt hana og verndað. Meirihluti kjósenda vildi ekki breyta þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nokkrum árum. Það eru tær skilaboð um kristinn sið í landinu. Vilja stjórnmálaflokkar, sem hrópa á „aðskilnað“ ríkis og kirkju, breyta því? Það þurfa kjósendur að vita. Eða er þessi pólitíski frasi um „aðskilnað“ ríkis og kirkju merkingarlaus tímaskekkja og nær væri að ræða kjarna málsins, samfélag kristni og þjóðar? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Heydölum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun