Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatt Helga Völundardóttir skrifar 17. mars 2021 09:01 Fjórða iðnbyltingin er ekki á leiðinni, hún er mætt. Í umræðu um hana víða er að finna samtal um framtíð launþega og skattamál. Eitt eru flestir sammála um, fjórða iðnbyltingin mun færa hinu eina prósenti sem á allan peninginn enn meiri auð og völd og skilja hin 99 prósentin eftir enn fátækari og auðnulausari ef ekki er brugðist við með opnum hug og samvinnu. Við hér á Íslandi erum að sjá þetta í litlum mæli enn sem komið er, í formi sjálfsafgreiðslu matvöruverslana og ekki seinna vænna en að mynda alvöru framtíðarsýn um málið. Samhliða umræðunni um borgaralaun eða grunnframfærslu, vantar umræðuna um róbotaskatta, eða sjálfvirkniskatta (betra orð óskast ef það finnst) ég sting upp á vinnuheitinu „Maskínuskattur“ Tökum matvöruinnkaup almennings sem dæmi. Viðskiptavinir stórra matvöruverslana sjá um að afgreiða sig sjálfir, finna strikamerki vörunnar, stimpla inn, greiða og fara. Margir eru mjög ánægðir með að gerast svona starfsmenn þessara fyrirtækja og gott og vel, það er líklega af mörgum öðrum ástæðum en gömlu búðar“kalla“ blæti líkt og ég hélt í fyrstu, einhver nefndi að auðveldara væri að fylgjast með verðlagi. Gott og vel, þetta er eins og það er, engin ástæða til að reyna að ríða gegn símalínunni hér. Heimurinn eins og við þekkjum hann er að breytast, engin ástæða til að vera í afneitun. Hinsvegar hlýtur þetta að vera stórfelld fækkun starfa við þessi fyrirtæki. Það þarf kannski að minna einhver okkar á að við almenningur greiðum skatta og gjöld af öllu sem við kaupum og öllu því sem við vinnum okkur inn, það heitir samneysla og snýst um að samfélagið komi sér upp öryggisneti fyrir okkur sjálf og aðra í samfélaginu. Það eru að óbreyttu ekki greidd nein slík gjöld fyrir þessar vélar. Afleiðing þess verður sú að sameiginlegir sjóðir verða fáækari á meðan fyrirtækið græðir. Enda þurfa svona maskínur ekki atvinnuleysisbætur eða sjúkratryggingar eða neitt af því sem við mannfólkið þurfum, þess vegna verðum við að setjast niður og ræða þetta stóra mál og það helst í gær. Ég segi eins og Bill Gates: ,,The robot that takes your job should pay taxes“ í þýðingu undirritaðrar: „Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatta“ Í fyrstu dettur konu í hug að það þurfi að skattleggja hvert vélmenni sem tekur starf líkt og starfsmann, ásættanlegt að viðmiðið gæti td. verið lágmarkslaun. Atugum að sparnaður fyrirtækja með þessum maskínum er gríðarlegur og tapið fyrir samfélagið enn meira og margþættara. Hugmyndin um grunnframfærslu fyrir alla, eða borgaralaun, er í dag bara hugmynd, en hún er komin á umræðuborðið sem betur fer, fólk er farið að ræða þessa hugmynd hér á Íslandi án þess að frussa af hlátri, þökk sé Pírötum auðvitað, líkt og gert var hér á götuhornum í 101 rvk þegar „kapussínó“ (framburður innfæddra á tímabilinu) vélin kom á Mokkakaffi á sjöunda áratugnum. Umræðan um ,,maskínuskatta“ þarf að fara fram samhliða umræðunni um borgaralaun. Því við, sem höfum áhuga á betra samfélagi tökum nýjum hugmyndum ekki með fussi og sveii, við sem sjáum hvert veröldin stefnir skiljum að við þurfum að vera opin fyrir breyttum heimi og stórfelldum breytingum á atvinnumarkaði, stórfelldum breytingum í menntakerfinu og þá breytingum á störfum okkar og hlutverkum í samfélaginu. Í færri orðum, stórfelldum breytingum á allri framtíðinni, misþægilegum og misgóðum. Við viljum ræða þessi mál og setja þau inn í stefnur og hugmyndir um hvernig við viljum og ætlum að reka þessa eyju, hvernig samfélag á Ísland að vera? Og með framtíðinni á ég við; Hvað eru börnin okkar að fara að gera? Við hvað munu þau vinna? Hvernig verður heimur barnabarna okkar? Við þurfum að taka þessa framtíð í fangið í samtíma okkar og hætta að hanga í hárinu á hverfandi heimsmynd, Það mun draga samfélagið til glötunar, það væri leiðinlegt þegar það eru aðrir möguleikar í boði, léleg efnahagsstjórn er ekki náttúruhamfarir, það er hægt að laga þetta. Að þessu sögðu langar mig að vitna í dásamlega setningu sem ég fann í efnahagsstefnu Pírata: ,, Hagkerfið á að vinna fyrir fólk; fólk á ekki að vinna fyrir hagkerfið.“ Ef við, almenningur, blöndum okkur ekki í málið með kröfu um framtíðarsýn, þá mun hin svarta framtíðarmynd verða að veruleika, hún er svona; Eitt prósentið mun eignast alla peningana í heiminum, hinna bíður fátækt og einsleitni. Höfundur er áhugakona um efnahagsmál og í 6. sæti í Reykjavík suður á lista Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Stafræn þróun Vinnumarkaður Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Fjórða iðnbyltingin er ekki á leiðinni, hún er mætt. Í umræðu um hana víða er að finna samtal um framtíð launþega og skattamál. Eitt eru flestir sammála um, fjórða iðnbyltingin mun færa hinu eina prósenti sem á allan peninginn enn meiri auð og völd og skilja hin 99 prósentin eftir enn fátækari og auðnulausari ef ekki er brugðist við með opnum hug og samvinnu. Við hér á Íslandi erum að sjá þetta í litlum mæli enn sem komið er, í formi sjálfsafgreiðslu matvöruverslana og ekki seinna vænna en að mynda alvöru framtíðarsýn um málið. Samhliða umræðunni um borgaralaun eða grunnframfærslu, vantar umræðuna um róbotaskatta, eða sjálfvirkniskatta (betra orð óskast ef það finnst) ég sting upp á vinnuheitinu „Maskínuskattur“ Tökum matvöruinnkaup almennings sem dæmi. Viðskiptavinir stórra matvöruverslana sjá um að afgreiða sig sjálfir, finna strikamerki vörunnar, stimpla inn, greiða og fara. Margir eru mjög ánægðir með að gerast svona starfsmenn þessara fyrirtækja og gott og vel, það er líklega af mörgum öðrum ástæðum en gömlu búðar“kalla“ blæti líkt og ég hélt í fyrstu, einhver nefndi að auðveldara væri að fylgjast með verðlagi. Gott og vel, þetta er eins og það er, engin ástæða til að reyna að ríða gegn símalínunni hér. Heimurinn eins og við þekkjum hann er að breytast, engin ástæða til að vera í afneitun. Hinsvegar hlýtur þetta að vera stórfelld fækkun starfa við þessi fyrirtæki. Það þarf kannski að minna einhver okkar á að við almenningur greiðum skatta og gjöld af öllu sem við kaupum og öllu því sem við vinnum okkur inn, það heitir samneysla og snýst um að samfélagið komi sér upp öryggisneti fyrir okkur sjálf og aðra í samfélaginu. Það eru að óbreyttu ekki greidd nein slík gjöld fyrir þessar vélar. Afleiðing þess verður sú að sameiginlegir sjóðir verða fáækari á meðan fyrirtækið græðir. Enda þurfa svona maskínur ekki atvinnuleysisbætur eða sjúkratryggingar eða neitt af því sem við mannfólkið þurfum, þess vegna verðum við að setjast niður og ræða þetta stóra mál og það helst í gær. Ég segi eins og Bill Gates: ,,The robot that takes your job should pay taxes“ í þýðingu undirritaðrar: „Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatta“ Í fyrstu dettur konu í hug að það þurfi að skattleggja hvert vélmenni sem tekur starf líkt og starfsmann, ásættanlegt að viðmiðið gæti td. verið lágmarkslaun. Atugum að sparnaður fyrirtækja með þessum maskínum er gríðarlegur og tapið fyrir samfélagið enn meira og margþættara. Hugmyndin um grunnframfærslu fyrir alla, eða borgaralaun, er í dag bara hugmynd, en hún er komin á umræðuborðið sem betur fer, fólk er farið að ræða þessa hugmynd hér á Íslandi án þess að frussa af hlátri, þökk sé Pírötum auðvitað, líkt og gert var hér á götuhornum í 101 rvk þegar „kapussínó“ (framburður innfæddra á tímabilinu) vélin kom á Mokkakaffi á sjöunda áratugnum. Umræðan um ,,maskínuskatta“ þarf að fara fram samhliða umræðunni um borgaralaun. Því við, sem höfum áhuga á betra samfélagi tökum nýjum hugmyndum ekki með fussi og sveii, við sem sjáum hvert veröldin stefnir skiljum að við þurfum að vera opin fyrir breyttum heimi og stórfelldum breytingum á atvinnumarkaði, stórfelldum breytingum í menntakerfinu og þá breytingum á störfum okkar og hlutverkum í samfélaginu. Í færri orðum, stórfelldum breytingum á allri framtíðinni, misþægilegum og misgóðum. Við viljum ræða þessi mál og setja þau inn í stefnur og hugmyndir um hvernig við viljum og ætlum að reka þessa eyju, hvernig samfélag á Ísland að vera? Og með framtíðinni á ég við; Hvað eru börnin okkar að fara að gera? Við hvað munu þau vinna? Hvernig verður heimur barnabarna okkar? Við þurfum að taka þessa framtíð í fangið í samtíma okkar og hætta að hanga í hárinu á hverfandi heimsmynd, Það mun draga samfélagið til glötunar, það væri leiðinlegt þegar það eru aðrir möguleikar í boði, léleg efnahagsstjórn er ekki náttúruhamfarir, það er hægt að laga þetta. Að þessu sögðu langar mig að vitna í dásamlega setningu sem ég fann í efnahagsstefnu Pírata: ,, Hagkerfið á að vinna fyrir fólk; fólk á ekki að vinna fyrir hagkerfið.“ Ef við, almenningur, blöndum okkur ekki í málið með kröfu um framtíðarsýn, þá mun hin svarta framtíðarmynd verða að veruleika, hún er svona; Eitt prósentið mun eignast alla peningana í heiminum, hinna bíður fátækt og einsleitni. Höfundur er áhugakona um efnahagsmál og í 6. sæti í Reykjavík suður á lista Pírata.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun