Almannaeigum er stjórnað úr bakherbegi í Valhöll Gunnar Smári Egilsson skrifar 17. mars 2021 08:01 Hvað er þetta Kadeco sem hefur selt ýmsum óligörkum allt íbúðarhúsnæði á Miðnesheiði, sem þeir hafa síðan braskað með og stórefnast af? Hvað er þetta Kadeco sem segist núna ætla sér að þróa Keflavíkurflugvöll og allt umhverfi hans næstu áratugina? 55 ferkílómetra land er undir, land sem liggur að lífæð landsins út í heim, Keflavíkurflugvelli. Ætti þetta ekki að vera verkefni lýðræðisvettvangsins? Hér eru fram undan stórar ákvarðanir sem taka ætti í opnu, gagnsæju og lýðræðislegu ferli en allra síst í bakherbergjum valdsins þar sem sólarljósið nær aldrei inn? Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta í stjórn Í stjórn Kadeco sitja fimm manns. Formaður er Steinunn Sigvaldadóttir, starfsmaður í fjármála- og efnahagsmálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Tveir kunnir Sjálfstæðisflokksmenn sitja auk þess í stjórninni; Ísak Örn Kristinsson, kornungur ungliði úr flokknum sem áður var formaður stjórnar, og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Auk þeirra sitja í stjórninni Reynir Sævarsson, verkfræðingur hjá Eflu, fyrir hönd Reykjanesbæjar, og Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, fyrir hönd þess opinbera hlutafélags. Isavia er svo annað fyrirbrigði þar sem völd eru færð frá lýðræðisvettvanginum og fer að hegða sér eins og einkarekið fyrirtæki með það eitt markmið að skila eigendum sínum hagnaði. Isavia var með ráðagerðir um mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli en frestaði þeim vegna tekjufalls þegar ferðafólkið kom ekki vegna kórónafaraldursins. Þetta eru kannski eðlileg viðbrögð einkafyrirtækis, en þau draga yfirleitt saman seglin í kreppu og ýkja hana þar með. En þetta eru fráleit viðbrögð hins opinbera, sem þvert á arðgreiðsludrifin einkafyrirtæki ber að auka fjárfestingar og umsvif í niðursveiflu til að varna því að efnahagskerfið sogist niður í kreppu. Isavia ýtir því undir samdrátt með aðgerðarleysi sínu þvert á það sem ætti að gera. Og sem yrði gert ef Isavia væri klárlega hluti hins opinbera en ekki eining sem bíður einkavæðingar. Sjálfstæðisflokkurinn með formennsku stjórnar Formaður stjórnar Isavia er Orri Hauksson, innvígður og innmúraður Sjálfstæðisflokksmaður, einn af þeirri kynslóð flokksmanna sem auðgast hafa út frá pólitísku starfi. Orri byggði upp sambönd innan flokksins sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og nýtti þau síðan til að koma sér fyrir í viðskiptalífinu. Hann er nú forstjóri Símans. Aðrir í stjórn Isavia eru fulltrúar Framsóknar, VG, Pírata og Miðflokks. Stjórnarflokkarnir eru með meirihluta undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarandstöðuflokkarnir fljóta með og gera engar sérstakar athugasemdir við þetta fyrirkomulag, að flugvellir landsins séu reknir eins og væru þeir einkafyrirtæki. Flokkarnir deila út stjórnarsetu eins og sporslum og síðan sitja fulltrúar þeirra þar og fylgja stefnunni; að hlutafélagavæða fyrst, svo markaðsvæða, þá arðsemisvæða og arðgreiðsluvæða og þegar enginn munur er orðinn á opinberum rekstri og arðgreiðsluvæddum einkafyrirtækjum er spurt: Getur ríkið ekki allt eins losað um það fé sem bundið er þessu fyrirtæki og gert eitthvað annað við það? Og þá verður fátt um svör. Skaðinn er skeður löngu áður en að lokahnykknum kemur. Andlýðræðislegt óligarkakerfi Þannig vellur áfram kerfi sem er handan hins lýðræðislega vettvangs þótt það tilheyri ekki hinum svokallaða einkageira, ekki enn. Kadeco er gott dæmi um þetta. Það fyrirtæki tók við öllum fasteignum og landi herstöðvar Bandaríkjahers á Miðnesheiði og hefur síðan fært óligörkum ýmisskonar þessar eignir, sem flestar hafa farið nokkra hringi í spilavíti braskarana. Þetta fyrirkomulag var valið á hápunkti nýfrjálshyggjunnar fyrir Hrunið (eða bankaránin miklu) og er enn við lýði vegna þess að enginn flokkur á þingi gerir í raun athugasemdir við þetta kerfi bakherbergja. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið helsti boðberi nýfrjálshyggjunnar á Íslandi þá hafa aðrir flokkar á þingi tekið upp þennan kenningahrauk sem nýfrjálshyggjan er. Enginn flokkur á þingi efast um að rétt sé að fela auðvaldinu alræði yfir atvinnu- og efnahagslífinu. Enginn flokkur á þingi efast um að stjórna eigi hinu opinbera í samstarfi við auðvaldið, að það eigi að hafa aðkomu að öllum meiriháttar ákvörðunum. Deilur milli flokkanna eru helst um hversu afgerandi neitunarvald auðvaldsins eigi að vera innan ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn vill að auðvaldið hafi algjört neitunarvald en verkalýðshreyfingin eða aðrir fulltrúar almennings ekkert. Svo er hægt að ganga niður línuna og róttækasti flokkurinn vill kannski takmarka neitunarvald auðvaldsins þannig að hægt sé að hleypa einu máli á kjörtímabili í gegn þrátt fyrir andóf auðvaldsins. Og gefa kannski verkalýðshreyfingunni neitunarvald í þeim málum sem snúa beint að vinnumarkaði. Meiri róttækni er ekki að finna á þingi við lok hins langa lamandi tímabils nýfrjálshyggjunnar. Byggt á hugmyndalegum sandi Ein grunnkenning nýfrjálshyggjunnar er að lýðræðisvettvangurinn sé spilltur en hinn svokallaði markaður ekki. Samkvæmt nýfrjálshyggjunni getur hinn svokallaði markaður ekki spillst því hann sé með innbyggða leiðréttingu. Á grunni þessara kenninga var það talið siðuð umbótastefna að flytja ákvarðanir frá lýðræðisvettvanginum yfir á hinn svokallað markað og umbreyta opinberum rekstri svo hann falli að lögmálum arðsemisdrifinna einkafyrirtækja. Stofnunin var spillt en einkafyrirtækið ekki. Opinberir starfsmenn voru spilltir og sóuðu fé en fólk sem vann hjá einkageiranum bjó til verðmæti og hafði réttlætið eitt að leiðarljósi. Það er sorglegt að þurfa að skrifa þessa vitleysu, að samfélag okkar hafi fallið fyrir svona lélegum kenningum. Og svo áberandi vitlausum. Ef við nefnum nokkur dæmi; Samherji, Kaupþing, Baugur, WOW, Borgun, Panama … áttum okkur strax á að það er ekki hægt að vísa til neinnar viðlíka spillingar innan hins opinbera. Spilling grasserar þar sem mikið valdaójafnvægi er og þar sem dagsljósið nær ekki til. Umbreyting nýfrjálshyggjuáranna hefur því ekki dregið úr spillingu heldur aukið hana. Og það hefur hrúgast upp fyrirbrigði sem eru í raun kjörlendi fyrir spillingu, lokuð herbergi án eftirlits þar sem stórar ákvarðanir eru teknar. Borgarlína á leið til spillingar Skilyrði Sjálfstæðisflokksins fyrir að fallast á uppbyggingu almannasamgagna á höfuðborgarsvæðinu var að búið yrði til í kringum það lokað braskfélag, sem kallast Betri samgöngur. Því félagi er ætlað að braska með Keldnaland og þróa það í samstarfi við stærstu verktakafyrirtækin. Þetta félag mun síðan deila út verkefnum við uppbyggingu borgarlínu, verklegar framkvæmdir upp á tugi og á endanum hundruð milljarða. Yfir þetta félag er sett stjórn og í forsæti hennar Árna M. Mathiesen, sem var fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins fram að Hruni, maður sem lagt var til af rannsóknarnefnd Alþingis að yrði ákærður fyrir hlut sinn í Hruninu. Auk hans sitja í stjórninni Gunnar Einarsson bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Garðabæ; Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins; Guðrún Ögmundsdóttir, starfsmaður fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar; Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (þar sem téður Gunnar Einarsson er formaður) og Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Þau sem búið hafa á Íslandi sjá strax að þetta er stjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður. Og flokkurinn hikar ekki við að setja flokkshesta þarna inn á meðan miðvinstrið kýs að senda embættismenn inn í stjórnina. Völd flokksins sáust strax þegar stjórnin réð Davíð Þorláksson, innvígðan og innmúraðan Sjálfstæðisflokksmann, sem framkvæmdastjóra Betri samgagna. Borgarlína er því komin undir skuggastjórn Sjálfstæðisflokksins, inn í myrkt bakherbergi valdsins þar sem teknar verða ákvarðanir um stórkostlegar framkvæmdir sem eðlilegt er að séu hluti hins lýðræðislega valds, valds sem landsmenn geta haft eftirlit með og veitt aðhald í kjörklefanum. Bankasýslan er eins og deild í Valhöll Bankasýsla ríkisins er sambærilegt fyrirbrigði skuggastjórnar Sjálfstæðisflokksins. Þar sitja í stjórn Lárus L. Blöndal, sérstakur trúnaðarvinur Bjarna Benediktssonar og gegnheill Sjálfstæðisflokksmaður. Þrátt fyrir að báðir ríkisbankarnir heyri undir bankasýsluna, tvö risafyrirtæki sem hafa með rekstri sínum gríðarleg áhrif í íslensku samfélagi, þá sitja aðeins tvö önnur í stjórninni: Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff. Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn með 67% hluta atkvæða þótt aðeins um 23% landsmanna hafi kosið þennan flokk. Stjórnin ræður forstjóra sem rekur bankasýsluna sem tilnefnir alla stjórnarmenn í ríkisbönkunum tveimur, Íslandsbanka og Landsbanka. Meirihlutavald yfir 2/3 hlutum bankakerfisins, sem eru í eigu landsmanna allra, er þannig í reynd undir beinni stjórn Sjálfstæðisflokksins. Og bankasýslan semur svokallaða hvítbók um fjármálakerfið, sem auðvitað er lítið annað en óskir Sjálfstæðisflokksins og auðfólksins að baki honum. Bókin er svo kynnt sem niðurstaða samfélagsins, eins og hún hafi mótast í opinni og lýðræðislegu ferli. Þegar bankasýslan (lesist: Sjálfstæðisflokkurinn) segir að nú sé lag að selja hlut almennings í Íslandsbanka þá hefst ferlið sjálfkrafa. Alþingi, sem eitt sinn fór með almannavaldið, er vart umsagnaraðili lengur. Það er Valhöll sem markar stefnuna og segir til um hvenær rétt er að selja. Af hverju sættir stjórnarandstaðan sig við þetta? Eins og sést af þessum dæmum hefur vald kerfisbundið verið flutt frá lýðræðisvettvanginum inn í bakherbergi þar sem klíkan sem stýrir Sjálfstæðisflokknum hefur tögl og hagldir. En hvers vegna sætta aðrir flokkar sig við þetta? Hvers vegna sætta þeir sig við að flokkur sem aðeins 23% landsmanna styðja hafi völd langt langt umfram umboð sitt? Fari með meirihluta þar sem flokknum finnst nógu mikið liggja undir? Þetta er náttúrlega mörg hundruð milljarða króna spurning. Og við getum bætt við þúsundum milljarða króna með því að benda á að fulltrúar fyrirtækja í stjórnum lífeyrissjóða eru hluti sama skuggaráðuneytis Sjálfstæðisflokksins og SA. Ég veit ekki hvort ég eigi að freistast til að reyna að svara þessari spurningu. Eitt svar gæti verið að forysta hinna flokkanna er sammála þessu kerfi, að auðvaldið og helsti stjórnmálaarmur þess fái að ráðstafa eignum og fjármálum almennings, að almenningi sé ekki treystandi til þess eða að við lifum og munum alltaf lifa innan verbúðar auðvaldsins þar sem hin ríku ráða öllu en almenningur engu. Annað svar gæti verið að forysta hinna flokkanna fatta ekki hvað er í gangi, sé svo bláeygð og ókunnug íslensku samfélagi að hún heldur að stjórnir Kadeco, Betri samgangna eða Bankasýslunnar séu hlutlaus vettvangur fagfólks en ekki spillingarpottur auðvaldsklíkunnar þar sem almannaeigur eru færðar til innvígðra og innmúraðra. Sósíalistar eru umdeildir og óstjórntækir Þriðja svarið gæti verið að forysta annarra flokka sé bara fegin að vera í huggulegri innivinnu og fá tækifæri til að tjá sig um hitt og þetta en þó aldrei um hvar valdið í samfélaginu liggur. Það hefur ekki verið vinsælt þegar stjórnmálafólk efast um rétt Sjálfstæðisflokksins til valda. Flokkar sem gera það eru sagðir ekki stjórntækir (lesist: ekkert sem Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa með sér í stjórn) og stjórnmálafólkið sem talar gegn valdinu er sagt umdeilt. Sem er ætíð einkunn sem Sjálfstæðisflokkurinn gefur en aðrir beygja sig undir. Það er alveg sama hvaða bommertur Sjálfstæðisflokksfólk gerir, það er aldrei sagt umdeilt. En fólk sem gagnrýnir flokkinn er sagt svo umdeilt að það sé ekki húsum hæft. Niðurstaðan er líklega sú að stjórnmál á Íslandi eru leikur sem Sjálfstæðisflokkurinn á og drottnar yfir. Hinir flokkarnir á þingi sætta sig við það, leggja blessun sína yfir valdarán þessa flokks með aðgerðarleysi og/eða samþykki með því að þiggja sporslur af borðum höfðingjanna í Valhöll. Sósíalistaflokkurinn er ekki og verður aldrei hluti af þessum klúbbi. Frá sjónarhóli Valhallar er Sósíalistaflokkur óstjórntækur flokkur fullur af umdeildu fólki. Húrra fyrir því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Hvað er þetta Kadeco sem hefur selt ýmsum óligörkum allt íbúðarhúsnæði á Miðnesheiði, sem þeir hafa síðan braskað með og stórefnast af? Hvað er þetta Kadeco sem segist núna ætla sér að þróa Keflavíkurflugvöll og allt umhverfi hans næstu áratugina? 55 ferkílómetra land er undir, land sem liggur að lífæð landsins út í heim, Keflavíkurflugvelli. Ætti þetta ekki að vera verkefni lýðræðisvettvangsins? Hér eru fram undan stórar ákvarðanir sem taka ætti í opnu, gagnsæju og lýðræðislegu ferli en allra síst í bakherbergjum valdsins þar sem sólarljósið nær aldrei inn? Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta í stjórn Í stjórn Kadeco sitja fimm manns. Formaður er Steinunn Sigvaldadóttir, starfsmaður í fjármála- og efnahagsmálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Tveir kunnir Sjálfstæðisflokksmenn sitja auk þess í stjórninni; Ísak Örn Kristinsson, kornungur ungliði úr flokknum sem áður var formaður stjórnar, og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Auk þeirra sitja í stjórninni Reynir Sævarsson, verkfræðingur hjá Eflu, fyrir hönd Reykjanesbæjar, og Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, fyrir hönd þess opinbera hlutafélags. Isavia er svo annað fyrirbrigði þar sem völd eru færð frá lýðræðisvettvanginum og fer að hegða sér eins og einkarekið fyrirtæki með það eitt markmið að skila eigendum sínum hagnaði. Isavia var með ráðagerðir um mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli en frestaði þeim vegna tekjufalls þegar ferðafólkið kom ekki vegna kórónafaraldursins. Þetta eru kannski eðlileg viðbrögð einkafyrirtækis, en þau draga yfirleitt saman seglin í kreppu og ýkja hana þar með. En þetta eru fráleit viðbrögð hins opinbera, sem þvert á arðgreiðsludrifin einkafyrirtæki ber að auka fjárfestingar og umsvif í niðursveiflu til að varna því að efnahagskerfið sogist niður í kreppu. Isavia ýtir því undir samdrátt með aðgerðarleysi sínu þvert á það sem ætti að gera. Og sem yrði gert ef Isavia væri klárlega hluti hins opinbera en ekki eining sem bíður einkavæðingar. Sjálfstæðisflokkurinn með formennsku stjórnar Formaður stjórnar Isavia er Orri Hauksson, innvígður og innmúraður Sjálfstæðisflokksmaður, einn af þeirri kynslóð flokksmanna sem auðgast hafa út frá pólitísku starfi. Orri byggði upp sambönd innan flokksins sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og nýtti þau síðan til að koma sér fyrir í viðskiptalífinu. Hann er nú forstjóri Símans. Aðrir í stjórn Isavia eru fulltrúar Framsóknar, VG, Pírata og Miðflokks. Stjórnarflokkarnir eru með meirihluta undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarandstöðuflokkarnir fljóta með og gera engar sérstakar athugasemdir við þetta fyrirkomulag, að flugvellir landsins séu reknir eins og væru þeir einkafyrirtæki. Flokkarnir deila út stjórnarsetu eins og sporslum og síðan sitja fulltrúar þeirra þar og fylgja stefnunni; að hlutafélagavæða fyrst, svo markaðsvæða, þá arðsemisvæða og arðgreiðsluvæða og þegar enginn munur er orðinn á opinberum rekstri og arðgreiðsluvæddum einkafyrirtækjum er spurt: Getur ríkið ekki allt eins losað um það fé sem bundið er þessu fyrirtæki og gert eitthvað annað við það? Og þá verður fátt um svör. Skaðinn er skeður löngu áður en að lokahnykknum kemur. Andlýðræðislegt óligarkakerfi Þannig vellur áfram kerfi sem er handan hins lýðræðislega vettvangs þótt það tilheyri ekki hinum svokallaða einkageira, ekki enn. Kadeco er gott dæmi um þetta. Það fyrirtæki tók við öllum fasteignum og landi herstöðvar Bandaríkjahers á Miðnesheiði og hefur síðan fært óligörkum ýmisskonar þessar eignir, sem flestar hafa farið nokkra hringi í spilavíti braskarana. Þetta fyrirkomulag var valið á hápunkti nýfrjálshyggjunnar fyrir Hrunið (eða bankaránin miklu) og er enn við lýði vegna þess að enginn flokkur á þingi gerir í raun athugasemdir við þetta kerfi bakherbergja. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið helsti boðberi nýfrjálshyggjunnar á Íslandi þá hafa aðrir flokkar á þingi tekið upp þennan kenningahrauk sem nýfrjálshyggjan er. Enginn flokkur á þingi efast um að rétt sé að fela auðvaldinu alræði yfir atvinnu- og efnahagslífinu. Enginn flokkur á þingi efast um að stjórna eigi hinu opinbera í samstarfi við auðvaldið, að það eigi að hafa aðkomu að öllum meiriháttar ákvörðunum. Deilur milli flokkanna eru helst um hversu afgerandi neitunarvald auðvaldsins eigi að vera innan ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn vill að auðvaldið hafi algjört neitunarvald en verkalýðshreyfingin eða aðrir fulltrúar almennings ekkert. Svo er hægt að ganga niður línuna og róttækasti flokkurinn vill kannski takmarka neitunarvald auðvaldsins þannig að hægt sé að hleypa einu máli á kjörtímabili í gegn þrátt fyrir andóf auðvaldsins. Og gefa kannski verkalýðshreyfingunni neitunarvald í þeim málum sem snúa beint að vinnumarkaði. Meiri róttækni er ekki að finna á þingi við lok hins langa lamandi tímabils nýfrjálshyggjunnar. Byggt á hugmyndalegum sandi Ein grunnkenning nýfrjálshyggjunnar er að lýðræðisvettvangurinn sé spilltur en hinn svokallaði markaður ekki. Samkvæmt nýfrjálshyggjunni getur hinn svokallaði markaður ekki spillst því hann sé með innbyggða leiðréttingu. Á grunni þessara kenninga var það talið siðuð umbótastefna að flytja ákvarðanir frá lýðræðisvettvanginum yfir á hinn svokallað markað og umbreyta opinberum rekstri svo hann falli að lögmálum arðsemisdrifinna einkafyrirtækja. Stofnunin var spillt en einkafyrirtækið ekki. Opinberir starfsmenn voru spilltir og sóuðu fé en fólk sem vann hjá einkageiranum bjó til verðmæti og hafði réttlætið eitt að leiðarljósi. Það er sorglegt að þurfa að skrifa þessa vitleysu, að samfélag okkar hafi fallið fyrir svona lélegum kenningum. Og svo áberandi vitlausum. Ef við nefnum nokkur dæmi; Samherji, Kaupþing, Baugur, WOW, Borgun, Panama … áttum okkur strax á að það er ekki hægt að vísa til neinnar viðlíka spillingar innan hins opinbera. Spilling grasserar þar sem mikið valdaójafnvægi er og þar sem dagsljósið nær ekki til. Umbreyting nýfrjálshyggjuáranna hefur því ekki dregið úr spillingu heldur aukið hana. Og það hefur hrúgast upp fyrirbrigði sem eru í raun kjörlendi fyrir spillingu, lokuð herbergi án eftirlits þar sem stórar ákvarðanir eru teknar. Borgarlína á leið til spillingar Skilyrði Sjálfstæðisflokksins fyrir að fallast á uppbyggingu almannasamgagna á höfuðborgarsvæðinu var að búið yrði til í kringum það lokað braskfélag, sem kallast Betri samgöngur. Því félagi er ætlað að braska með Keldnaland og þróa það í samstarfi við stærstu verktakafyrirtækin. Þetta félag mun síðan deila út verkefnum við uppbyggingu borgarlínu, verklegar framkvæmdir upp á tugi og á endanum hundruð milljarða. Yfir þetta félag er sett stjórn og í forsæti hennar Árna M. Mathiesen, sem var fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins fram að Hruni, maður sem lagt var til af rannsóknarnefnd Alþingis að yrði ákærður fyrir hlut sinn í Hruninu. Auk hans sitja í stjórninni Gunnar Einarsson bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Garðabæ; Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins; Guðrún Ögmundsdóttir, starfsmaður fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar; Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (þar sem téður Gunnar Einarsson er formaður) og Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Þau sem búið hafa á Íslandi sjá strax að þetta er stjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður. Og flokkurinn hikar ekki við að setja flokkshesta þarna inn á meðan miðvinstrið kýs að senda embættismenn inn í stjórnina. Völd flokksins sáust strax þegar stjórnin réð Davíð Þorláksson, innvígðan og innmúraðan Sjálfstæðisflokksmann, sem framkvæmdastjóra Betri samgagna. Borgarlína er því komin undir skuggastjórn Sjálfstæðisflokksins, inn í myrkt bakherbergi valdsins þar sem teknar verða ákvarðanir um stórkostlegar framkvæmdir sem eðlilegt er að séu hluti hins lýðræðislega valds, valds sem landsmenn geta haft eftirlit með og veitt aðhald í kjörklefanum. Bankasýslan er eins og deild í Valhöll Bankasýsla ríkisins er sambærilegt fyrirbrigði skuggastjórnar Sjálfstæðisflokksins. Þar sitja í stjórn Lárus L. Blöndal, sérstakur trúnaðarvinur Bjarna Benediktssonar og gegnheill Sjálfstæðisflokksmaður. Þrátt fyrir að báðir ríkisbankarnir heyri undir bankasýsluna, tvö risafyrirtæki sem hafa með rekstri sínum gríðarleg áhrif í íslensku samfélagi, þá sitja aðeins tvö önnur í stjórninni: Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff. Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn með 67% hluta atkvæða þótt aðeins um 23% landsmanna hafi kosið þennan flokk. Stjórnin ræður forstjóra sem rekur bankasýsluna sem tilnefnir alla stjórnarmenn í ríkisbönkunum tveimur, Íslandsbanka og Landsbanka. Meirihlutavald yfir 2/3 hlutum bankakerfisins, sem eru í eigu landsmanna allra, er þannig í reynd undir beinni stjórn Sjálfstæðisflokksins. Og bankasýslan semur svokallaða hvítbók um fjármálakerfið, sem auðvitað er lítið annað en óskir Sjálfstæðisflokksins og auðfólksins að baki honum. Bókin er svo kynnt sem niðurstaða samfélagsins, eins og hún hafi mótast í opinni og lýðræðislegu ferli. Þegar bankasýslan (lesist: Sjálfstæðisflokkurinn) segir að nú sé lag að selja hlut almennings í Íslandsbanka þá hefst ferlið sjálfkrafa. Alþingi, sem eitt sinn fór með almannavaldið, er vart umsagnaraðili lengur. Það er Valhöll sem markar stefnuna og segir til um hvenær rétt er að selja. Af hverju sættir stjórnarandstaðan sig við þetta? Eins og sést af þessum dæmum hefur vald kerfisbundið verið flutt frá lýðræðisvettvanginum inn í bakherbergi þar sem klíkan sem stýrir Sjálfstæðisflokknum hefur tögl og hagldir. En hvers vegna sætta aðrir flokkar sig við þetta? Hvers vegna sætta þeir sig við að flokkur sem aðeins 23% landsmanna styðja hafi völd langt langt umfram umboð sitt? Fari með meirihluta þar sem flokknum finnst nógu mikið liggja undir? Þetta er náttúrlega mörg hundruð milljarða króna spurning. Og við getum bætt við þúsundum milljarða króna með því að benda á að fulltrúar fyrirtækja í stjórnum lífeyrissjóða eru hluti sama skuggaráðuneytis Sjálfstæðisflokksins og SA. Ég veit ekki hvort ég eigi að freistast til að reyna að svara þessari spurningu. Eitt svar gæti verið að forysta hinna flokkanna er sammála þessu kerfi, að auðvaldið og helsti stjórnmálaarmur þess fái að ráðstafa eignum og fjármálum almennings, að almenningi sé ekki treystandi til þess eða að við lifum og munum alltaf lifa innan verbúðar auðvaldsins þar sem hin ríku ráða öllu en almenningur engu. Annað svar gæti verið að forysta hinna flokkanna fatta ekki hvað er í gangi, sé svo bláeygð og ókunnug íslensku samfélagi að hún heldur að stjórnir Kadeco, Betri samgangna eða Bankasýslunnar séu hlutlaus vettvangur fagfólks en ekki spillingarpottur auðvaldsklíkunnar þar sem almannaeigur eru færðar til innvígðra og innmúraðra. Sósíalistar eru umdeildir og óstjórntækir Þriðja svarið gæti verið að forysta annarra flokka sé bara fegin að vera í huggulegri innivinnu og fá tækifæri til að tjá sig um hitt og þetta en þó aldrei um hvar valdið í samfélaginu liggur. Það hefur ekki verið vinsælt þegar stjórnmálafólk efast um rétt Sjálfstæðisflokksins til valda. Flokkar sem gera það eru sagðir ekki stjórntækir (lesist: ekkert sem Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa með sér í stjórn) og stjórnmálafólkið sem talar gegn valdinu er sagt umdeilt. Sem er ætíð einkunn sem Sjálfstæðisflokkurinn gefur en aðrir beygja sig undir. Það er alveg sama hvaða bommertur Sjálfstæðisflokksfólk gerir, það er aldrei sagt umdeilt. En fólk sem gagnrýnir flokkinn er sagt svo umdeilt að það sé ekki húsum hæft. Niðurstaðan er líklega sú að stjórnmál á Íslandi eru leikur sem Sjálfstæðisflokkurinn á og drottnar yfir. Hinir flokkarnir á þingi sætta sig við það, leggja blessun sína yfir valdarán þessa flokks með aðgerðarleysi og/eða samþykki með því að þiggja sporslur af borðum höfðingjanna í Valhöll. Sósíalistaflokkurinn er ekki og verður aldrei hluti af þessum klúbbi. Frá sjónarhóli Valhallar er Sósíalistaflokkur óstjórntækur flokkur fullur af umdeildu fólki. Húrra fyrir því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun